Austurland


Austurland - 12.07.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 12.07.1979, Blaðsíða 4
lUSTURLAND Neskaupstað, 12. jiilí 1979. Anglýsið i Austnrlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur /ÉL Þinn hagur. — Okkar styrkur. w SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR HELGI SELJAN: Vilhjdlmur í hlutverki tyftarans með til brigðum við bréf tii Tungumanna Helgi Seljan. Sannarlega fer Vilhjálmur Hjálmarsson á kostum í síðasta Austra, að ég nú ekki tali um hvernig hann præðir einstigi sann- leikans listilega og hvergi leynir sér par hlutverk læriföðurins. Og orðkynngin: orð eins og: fjar- stæða, bull, ósannindi og klár lygi, blasa par við í allri sinni dýrð. Svei mér pá, ef Vilhjálmur minn er ekki að nálgast Vilmund okkar Gylfason í svona kúnstum og er pá mikið sagt. Annars skil ég Vilhjálm vel, hann er enn í sárum, söknuður hans yfir falli hægri stjórnar er einlægur og kom oft fram á Ai- pingi í vetur. Ekki væri illa til fallið að næsta grein hans bæri nafnið: Óðurinn til íhaldsins og mætti pá gjarnan fylgja fróm fyr- irbæn til guðs almáttugs að forða Framsókn frá voða vinstri stjórn- arinnar í bráð og lengd. Þannig erum við í Alpýðubandalaginu ævinlega fjandi sá, sem Vilhjálmur lemur á, ef hann stingur niður penna. Andstæðingurinn, sem í dag ætti pó að vera íhaldið, fær ekki svona kveðjur. Þar um gilda hlýrri kenndir. Mér eru petta vonbrigði, og greinarnar í Austra á dögunum voru auk pess slíkar, að ég hlýt að gera par athugasemdir við, pó ekki sé ætíð ljóst, hvert V. H. er að fara í bræði sinni. Tilbrigði við bréf til Tungumanna heitir önnur greinin og par er sannleikurinn einn sagður með einkar prúðu orð- bragði — eða hvað? Ekki lasta ég pað að Vilhjálmur birti kafla úr bréfi til Tungumanna, sem ég reit í vor eftir afgreiðslu vegaáætlun- ar. En af pví að minnst er á postul- leg bréf, pá fer nú hér sem oft áður, að útleggingin er ekki alltof nákvæm, enda aðeins á einstökum setningum tæpt. En hvernig petta bréf hefur far- ið svona í næmar framsóknartaug- ar V. H. fæ ég ekki skilið. Þar var einungis frá staðreyndum greint og ekki var illa að einum eða neinum vikið. V. H. byrjar greinina skemmti- lega, líkir mér við Pál postula og er ekki leiðum að líkjast, ræðir um söfnuði hans í leiðinni og maettu Tungumenn gjarna af pví draga pá ályktun, að Vilhjálmur telji pá alla til safnaðar míns. Er petta nú ekki ofrausn Vil- hjálmur minn? Svo fara af skemmtilegheitin, fyrirsagnirnar „Þeir sletta skyrinu, sem eiga pað“ og „Með rýtinginn í erminni", eru ekki af lakari endanum t. d. Eins og fleiri framsóknarmenn hlakkar Vilhjálmur yfir hinum rýru framlögum til vegamála, af pví að Ragnar en ekki Halldór E. fer par nú með æðstu yfirstjórn. En hvað veldur Vilhjálmur? Manstu ekki tillögur krata um 307ó niðurskurð verklegra fram- kvæmda p. m. t. vegamál, tillögur ykkar um 20% niðurskurð frá í fyrra, fyrirvara okkar í Alpýðu- bandalaginu í frumvarpi Tómasar til fjárlaga og baráttu okkar, sem lauk í minnkuðum niðurskurði, en pó upp á 10—12%. Þarf að rekja pessa sögu. Þetta er ekki bull, petta eru staðreyndir Vilhjálmur. Hlýhugur V. H. til pessarar stjómar nú end- urspeglast svo sannarlega 1 pví, að hann dylgjar óspart um að ríkisstjórn, sem heita á að hann styðji muni standa við nýsam- pykkta vegaáætlun, tölur hennar séu nánast markleysa, og svo hnykkir hann á með pví að segja okkur Alpýðubandalagsmenn aldrei tilbúna til fjáröflunar í Vegasjóð, aldrei með frumkvæði par. Svo mörg eru pau orð. í stjórn- arandstöðu síðustu ára lýstum við okkur margsinnis reiðubúna til að standa með stjórninni að aukinni fjáröflun, petta er rækilega skjal- fest og vildirðu svo ekki rifja upp baráttuna frá í vetur og vor um vegaframlögin og hvers vegna pó tókst að ná pví fram, sem í end- anlegri vegaáætlun stendur og ég hélt að allir stjórnarflokkamir stæðu að. Eða er einhver fyrirvari hjá Framsókn um að standa hér við, svo áætlunin nái fram að ganga. Orð V. H. gætu með tak- markaðri góðgirni skilist hæglega á pann veg. Svo kemur hin smekklega fyrir- sögn. Með rýtinginn í erminni. Sé hún mér ætluð, sem hlýtur að mega skilja af orðum V. H. pá er hér með skorað á hann að finna þeim stað. En af hverju mátti ég ekki skrifa Tungumönnum bréf um sannleikann í afgreiðslu okkar Vaxlíf gott framlag L.N. til hátiðarinnar Hið margumtalaða 50 ára af- mæli Neskaupstaðar hefur haft miklar framkvæmdir og fyrirhöfn í för með sér. Leikfélag Neskaup- staðar lét ekki sitt eftir liggja, og setti á svið nýtt leikrit eftir Kjart- an Heiðberg, Vaxlíf. Þetta er annað leikrit Kjartans Heiðberg og vafalaust nauðsynleg- ur áfangi á ferli hans, sem leik- ritaskálds. Persónur eru 4. Hjónaleysi og hjón. Þessar persónur eru leiknar af Guðmundi Bjarnasyni, Ósk Ár- sælsdóttur, Hólmfríði Guðjóns- dóttur og Trausta Steinssyni. Leik- ur peirra einkenndist af öryggi og látleysi. Leikstjóri var Haukur Gunnarsson. Sviðsbúnaður fannst mér fátæk- legur en lýsing frábær. Kjartan Heiðberg er sérfræðing- ur í samtölum og persónusköpun var skýr og persónur voru sjálfri sér samkvæmar allan tímann. Loft- belgurinn, kúgaða eiginkonan, ípróttahetjan framtíðarsnauða og unga konan með ákveðnu stefn- una. Þetta eru pær persónur, sem koma okkur til að hlægja og vekja okkur til umhugsunar. Það gerðist ekki mjög mikið á sviðinu, en sterka hlið pessa verks, er án efa innihald, ekki umbúðir. Leikurinn fjallar um áleitnar spurningar varðandi sambúð karls og konu. Er hjónaband (gegnum pykkt og punnt) ákjósanlegt, eða saéttir maður sig bara við pað af kjarkleysi eða einhverju öðru. Hefur framtíð ógiftrar konu og listaferill forgang fram yfir fóstr- ið, sem hún gengur með? Kemur pað barnsföðurnum ekkert við hvort fóstrið fær að verða að bami í fyllingu tímans eða hvort pví er eytt? Þetta eru nokkrar af peim spum- ingum, sem vakna í huga áhorf- andans, og láta hann ekki í friði. Að sýningu lokinni tók Kjartan Heiðberg við viðurkenningu úr hendi Loga Kristjánssonar bæjar- stjóra, fyrir stórgott framlag. Einn- ig hlaut Leikfélag Neskaupstaðar viðurkenningu, sem Ósk Ársæls- dóttir veitti viðtöku. Við Norðfirðingar megum vera stoltir af slíkri grósku í leiklist- inni og er hér með skorað á menn að koma og sjá Vaxlíf pegar pað verður tekið upp aftur í haust. Þökk fyrir skemmtunina. — Á. J. sameiginlega. Áttu peir máske endilega að sjá pað í Austra fyrst í postullegri útleggingu V. H.? V. H. veit jafnvel og ég að pað var sérstök ástæða til að skrifa Tungumönnum, sem sé sú, að par var framkvæmd frestað í ár, pví miður. Smekkleysa V. H. um samúð, sem ég Iéti duga par er ekki svara verð. En að segja hér til um í hrein- skilni, pó ekki væri það skemmti- legt, legg ég mér ekki til lasts, ekki síst, þegar ég sé, að V. H. notar það sem sérstakt árásarefni í grein sinni. En svo kemur rúsinan um við- haldsféð, af því að því er hvergi skipt í vegaáætlun. En þó V. R. skipti því fé, þá veit Vilhjálmur mæta vel, að oft- ast höfum við vitað allvel um helstu fyrirætlanir í þeim efnum. Umdæmisverkfræðingur okkar liggur ekkert þar á. Hans stefna, sem í hvívetna er skynsamleg er sú að beina viðhaldsfé í eins rík- um mæli og unnt er að því að bæta þar við, þar sem staðið er að veru- legum framkvæmdum til að nýta féð sem best. Þess vegna lýsti hann því yfir, að með því að gera nýbyggingar- átak í Tungunni á einu ári í stað tveggja og fresta um leið annarri framkvæmdinni, þá mundi hann sjá til þess að við nýbyggingarféð bættist verulegt viðhaldsfé til að átakið yrði enn stærra og kæmi að enn betra gagni. Þú hlustaðir á þetta eins og ég Vilhjálmur og þarft því ekki að koma af fjöllum þetta varðandi. Og rólegur bíð ég þess, að þessi vilji umdæmisverkfræðingsins færi þeim Tungumönnum á næsta Framh. á 2. síðu Knattspyrna Um síðustu helgi kepptu Þrótt- ur og Austri í annarri deild. Fór leikurinn fram í Neskaupstað og sigraði Þróttur með tveimur mörk- um gegn engu. Hafði Þróttur und- irtökin lengst af í leiknum og þeir Björgúlfur Halldórsson og Bjarni Jóhannsson sáu um að skora. Var mark Bjarna alveg einstaklega glæsilegt, eitt það fallegasta sem sést hefur á þessum velli. Um helgina spilar Þróttur við Þór í Neskaupstað og er leikurinn á föstudagskvöld kl. 20. Austri leikur við Magna á Eskifjarðar- velli og hefst sá leikur klukkan 16 á Eskifjarðarvelli. Ekki er hægt að segja frá stöð- unni í yngri flokkimum par sem lítið hefur enn verið leikið en í priðju deildinni er baráttan á milli Einherja og Hrafnkels Freysgoða. Til Sandavogs . áí Sem kunnugt er pá er vina- bær Neskaupstaðar í Færeyj- um Sandavogur. Undanfarin ár hafa tekist mikil samskipti milli vinabæjanna og er um fjöldaheimsóknir að ræða ann- að hvert ár. Að þessu sinni eru það Norðfirðingar sem sækja þá Sandavogsmenn heim. N. k. laugardag heldur 50 manna hópur frá íþróttafélaginu Þrótti með Smyrli til Færeyja. Dvel- ur hópurinn í viku tíma ytra og keppir í knattspyrnu og handbolta við íþróttamenn víðsvegar í Færeyjúm. Venja hefur verið að Þróttur væri ytra um Vestastefnuna en af því gat ekki orðið nú vegna þess að hana bar upp á sömu helgi og bæjarafmælið. Auk þróttaranna fara fulltrú- ar frá bæjarstjórn Neskaup- staðar til Sandavogs. Austur- land árnar öllum Færeyjarför- um heilla og væntir þess að þeir verði verðugir fulltrúar Neskaupstaðar. — G. B. Þakkarorð Nýlega bárust Bakkagerðis- kirkju í Borgarfirði kr. 100.000 -— hundrað þúsund — frá syst- kinunum Svavari. Þuríði, Mar- grétu Lilju og Ólafíu, sem þau gáfu til minningar um foreldra sína. hjónin Láru Stefánsdóttur og Árna Sigurðsson, er lun árabii bjuggu í Bakkagerðis- þorpi. Lára Stefánsdóttir fæddist 14. júní 1883 og lést 18. maí 1976, en Árni fæddist 14. ágúst 1886 og andaðist 25. apr. 1937. Nafn Láni Stefánsdóttur hef- ur áður tengst Bakkagerðis- kirkju, því að kirkjan á tvo frábærlega vel unna altaris- dúka eftir hana, en Lára var sérstök hannyrðakona. Fyrir hönd Bakkagerðis- kirkju þakka ég hina höfðing- legu gjöf og þann hlýhug, sem að baki býr og sendi gefendum innilegustu ámaðar- og þakk- arkveðjur. Svcrrir Haraldsson sóknarprestur Miimingar- sjóður 27. júní sl. var stofnaður minningarsjóður um Þórhall Jónsson frá Möðrudal. Stofn- endur sjóðsins eru ekkja Þór- halls, Ragna Guðmundsdóttir og sonur hennar, Guðmundur H. Pétursson. Sjóðurinn er í vörslu stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Egilsstöðum og verður tekjum hans varið til hagsbóta fyrir vistmenn. Einnig gáfu þau mæðgin kr. I. 000.000 til Dvalarheimilisins til minningar um Þórhall. Stjórnin þakkar þessi höfðing- legu framlög. Fréttatilkynning.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.