Austurland


Austurland - 19.07.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 19.07.1979, Blaðsíða 1
ÆUSTURLAND 29. árgangur 2^i_^ • J0I0 Neskaupsttað, 19. júlí 1979. tarfjárm 30. tölublað. Sigríður Ella og Stadspiperna í Egilsbúð í kvöld Vi orkuframkvœm • • Ríkisstjórnin gaf í síðustu viku út bráðabirgðalög um viðbótar- lánsfjáröflun að upphæð 2.275 milljónir króna til olíusparandi orkuframkvæmda, framkvæmda- undirbúnings og rannsókna í orku- málum. Er með þessu orðið við tillögum sem Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra lagði fram í ríkisstjórn í aprílmánuði þegar fyrir lá að verðhækkanir á olíu yrðu ekkert stundarfyrirbæri. Skipting fjárins er í samræmi við tillögur iðnaðarráðuneytisins en upphæðin er 325 milljónum kr. lægri en ríkisstjórnin hafði upp- haflega fallist á. Er ástæðan su, að þingflokkur Alþýðuflokksins féllst ekki á fjárveitingu til einnar borholu fvrir Kröfluvirkjun og ekki heldur á varat'llögu iðnaðar- ráðherra og fjármálaráðherra um að sömu upphæð yrði varið til dreifikerfa í þéttbýli til að greiða fyrir beinni rafhitun á stöðum þar sem varmaveitur verða ekki á dagskrá. Skilja fáir ef nokkrir þessa afstöðu kratanna. Af umræddri fjárveitingu renna um 400 milljónir króna til við- bótar við framkvæmdir á Austur- landi: 240 m. kr. til Vopnafjarð- arlínu, 60 m. kr. til hitaveitu Eg- ilsstaða og Fella og 70 m. kr. til fjarvarmaveitu á Höfn. Að auki er veitt 90 m. kr. til mælingar og undirbúnings háspennulínu um Austur-Skaftafellssýslu, þ. e. frá Hryggstekk um Djúpavog, Höfn og að S;göldu, og 40 m. kr. til styrk'ngar á byggðalínubúnaði. þar á meðal vegna Austurlínu en á Fró aðalfundi sýslunefndar A.- Skaftafellssýslu Meðal erinda sem Sýslunefnd A-Skaftafellssýslu ræddi og af- greiddi á aðalfundi sínum á Höfn dagana 8.—9. júní í sumar voru þessi: Heilbrigðisþjónusta Guðmundur Sigurðsson læknir á Egilsstöðum kom á fundinn og flutti ítarlegt erindi um stöðu og horf ur í heilbrigðismálum í hérað- inu. Sýslusjóður hefur i 5 ár rekið elli- og hjúkxunarheimili ásamt fæðingardeild á Höfn. Var á fund- inum kosin sameiginleg stjóm þessarar stofnunar og heilsugæslu- stöðvarinnar, svo sem lög mæla fyrir um. Mjög mikið vandamál hefur verið um eins árs skeið með ráðn- ingu lækna og þurft að byggja að mestu á lausamönnum, sem dvelj- ast um 2—3 mánaða skeið. Taldi fundurinn brýna nauðsyn til að ráðinn yrði a. m. k. einn fastur læknir til langs tíma. Aðalfundurinn sendi stjórnvöld- um eftirfarandi tillögur: Fjárhagsáætlun A-Skaft. 1979 Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- ar eru 24.756 millj. og er það um 50% hækkun frá fyrra ári. Stærstu útgjaldaliðir eru: — Endurbætur og viðhald lækn- isbústaðar á Höfn kr. 6 millj. — Til „Gömlu búðar" og byggðasafns kr. 6 millj. — Til félags- og menningarmála kr. 2.5 millj. — Til starfs byggingafulltrúa í sveitum kr. 2.4 millj. Sýsluvegasjóður hefur tæpar 20 millj. til ráðstöfunar á árinu. Raforkumál Sýslunefndin beinir því til stjóravalda að bœtt verði úr því ótrygga og kostnaðarsama ástandi sem ríkir í rafmagnsmálum sýsl- unnar og telur brýnt að tengja hana veitusvæði Austurlands. Fundurinn leggur áherslu á að næsta stórvirkjun verði á Austur- landi. Ennfremur er bent á að enn er ekki fullkannað hvort nýtan- leean jarðhita er að finna í Aust- u r-Skaf tafell ssýslu. Ef tirlit með útlend- ingum Fundurinn vekur athygli á stór- auknum ferðamannastraumi og breyttum ferðaháttum, m. a. með tilkomu ferjunnar Smyrils. Þekk- ingarskortur ferðamanna veldur oft spjöllum á íslenskri náttúru og þess vegna er því beint til Náttúruverndarráðs og Rannsókn- arráðs ríkisins að þeir sem fái leyfi til rannsókna fái fyrirmæli um hvernig þeir skuli haga störfum sínum svo síður komi til átroðn- ings og skemmda. Þá leggur sýslunefnd til að út- lendingar sæti eftirliti löggæslu- manna svo þeir geti ekki flutt jarðefni og aðra náttúrugripi úr landi án leyfis. Þá er lagt til að Náttúruvernd- arráð gefi út sérstakt leiðbeining- arrit sem allir ferðamenn fái við komu sína til íslands. Krjóh. sfðastliðnum vetri kom í ljós galli á línufestingu sem meðal annars olli bílun á Austurlínu í Möðru- dalsfjallgarði síðastliðinn vetur. Eins og kunnugt er heimsóttu 2 af vinabæjum Neskaupstaðar bæ- inn á 50 ára afmælinu og sem nokkurs konar afmælisgjöf komu listamenn frá Stavanger og Es- bjerg og tóku þátt í hátíðarhöld- unum. Vegna skorts á gistirými ákváðu 2 vinabæjanna Eskilstuna í Sví- þjóð og Jyvaskyla í Finnlandi að koma ekki á sama tíma. í dag, fimmtudag, er væntanlegur 50 manna hópur frá þessum bæjum og í þeim hópi eru 10 listamenn frá Eskilstuna. Það eru Stadspip- Sýningunum erne sem eru þekktir fyrir að leika á margskonar hljóðfæri frá fyrri öldum og koma fram í tilheyrandi búningum og bregða á leik. Þeir munu koma fram í kvöld í Egils- búð, en þá munu fleiri góðir gest- ir koma fram. Sigríður Ella Magn- úsdóttir söngkona sem nií er stödd hér á landi ætlar að skreppa aust- ur og syngja fyrir Norðfirðinga og þarf ekki að efa að margir bíða eftir að sjá hana og heyra. Sigríð- ur lærði söng að mestu í Vínar- borg. Hún hefur fengið verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum m. a. í Frakklandi og Bretlandi og sung- ið víðsvegar bæði í Evrópu og Ameríku. Hér á landi er hún vafa- laust þekktust fyrir hlutverk sitt í Carmen þar sem hún kom, sá og sigraði svo að lengi verður í minn- um haft. Undirleikari Sigríðar verður Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari, sem er íslendingum að góðu kunnur fyrir undirleik hjá fjölmörgum íslenskum söngv- urum og m. a. hjá Sigríði í 15 ár. Opnar sýningu A mánudag opnar Guðjón Ket- ilsson myndlistarsýningu í Egils- búð í Neskaupstað. Guðjón útskrlfaðist úr Mynd- lista- og handíðaskólanum sl. vor og hefur kennt myndlist við skól- ana í Neskaupstað í vetur. Þetta er fyrsta einkasýning Guðjóns en hann heldur nú utan til náms við ríkislistaskólann í Halifax. Myndirnar á sýningunni eru f lestar frá Neskaupstað og má þar m. a. sjá bæði þekktar persónur og bvggingar úr bænum. Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýningarnar sem settar voru upp í kringum afmœlishátíð Neskaupstaðar. Mikil aðsókn hefur verið á þœr allar eða um 1400 manns samtals. Og margir hafa séð þær oftar en einu sinni, sérstaklega sögu- sýninguna. Síðasti dagurinn verður sunnudagur 22. júlí. Myndin að ofan sýnir Jón Lunda Baldursson rifja upp gamlar minningar á sögusýningunni. Guðjón Ketilsson. Vinabœjamót á Egilsstöðum Aðalf undur Norræna f éiagsins á Egilsstöðum var haldinn fimmtu- daginn 21. júní sl. í stjóm voru kjörnir: Ólafur Guðmundsson, formaður, Halldór Sigurðsson ,ritari, Elísabet Svav- arsdóttir, gjaldkeri, Jón Ólafur Sigurðsson, meðstj., Helgi Hall- dórsson, meðstj. í varastjórn voru kjörnir: Þrá- Þakkir frá Afmœlisnefnd Afmælisnefnd Neskaupstaðar þakkar innilega öllum þeim ein- staklingum, félögum og stofnun- um sem með starfi sínu gerðu af- mælishátíðina 5.—8. júlí svo ánægjulega sem raun bar vitni þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. í ávörpum gesta kom fram að þeir töldu eitt aðaleinkenni Norð- firðinga vera samheldni og sam- stöðu og þessi afmælishátíð sýndi þetta einmitt og sannaði. Þó þessi hátíð hafi verið há- punktur afmælisársins er það ekki búið og sjálfsagt á nefndin enn eftir að leita til manna. Þá er gott að geta fyrirfram verið viss um að fá góðar viðtökur. Afmælisnefnd. inn Skarphéðinsson, Friðjón Jó- hannsson og Sveinn Herjólfsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Gunnhildur Ingvarsdóttir og Páll Halldórsson. í skýrslu fráfarandi stjórnar kom m. a. fram að deildin á Egils- stöðum hefur tekið þátt í land- kynningarstarfsemi í vinabæjum Egilsstaða, þ. e. Eidsvoll, Skara, Sorö og Suolahti; ennfremur hefur deildin kappkostað að fá hingað sýningar og listflytjendur en fjár- skortur hamlaði mjög þeirri starf- semi. Þá aðstoðaði stjórnin ýmsa hópa frá Egilsstöðum er sóttu vinabæina heim og tók á móti gestum frá vinabæjunum og víðar frá Norðurlöndum. Þá hefur frá- farandi stjórn unnið að því að koma á vinabæjatengslum við Færeyinga. Aðalstarf fráfarandi stjórnar á yfirstandandi ári hefur verið und- irbúningur vinabæjamóts á Egils- stöðum sem haldið verður 27.—29. júií nú í sumar. Það mót munu u. þ. b. 29 erlendir gestir sækja. Það er fyrsta vinabæjamótið á Egilsstöðum. En vinabæjamót þessi eru haldin annað hvert ár til skiptis í vinabæjunum fimm eftir ákveðinni röð. Þannig að aftur kemur að Egilsstöðum 1989. Stefnt er að því að efna til menningarviku á Egilsstöðum þar sem vinabæirnir verða kynntir sér- staklega með listflutningi og sýn- ingum og ennfremur að tekið verði í auknum mæli þátt í samsvarandi menningarvikum vinabæjanna — ef fjármögnun tekst. Þá var því ennfremur hreyft í fráfarandi stjórn að efna til frekari almennra hópferða beint frá Egilsstöðum til Norðurlanda, en slíkar ferðir hafa verið farnar til Færeyja og Noregs. — A. E.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.