Austurland


Austurland - 19.07.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 19.07.1979, Blaðsíða 2
• • • __________Æusturland_________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritncfnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðarson, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Rltstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Anglýsingar og drcifing: Biraa Geirsdóttir *. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskanpstað. Ritstjóra, afgreiðsla, anglýsingar: Egilsbrant 11, Neskanpstað síml 7571. Prentnn: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Félagslegt framtak Emkaframtak og einstaklingshyggja eru þau orð, sem auðvaldssinnar hafa letrað á gunnfána sinn. Með þeim þykj- ast þeir túlka meginatriðin í stefnu sinni, sem þeir segja að sé frelsi einstaklingsins og frjáls samkeppni á öllum sviðum. Ef við tökum mið af reynslunni er með einkaframtaki átt við rétt fárra manna til að arðræna marga menn. Og frjáls samkeppni birtist okkur í ofurvaldi auðhringa, sem hafa lagt undir sig auðlindir heimsins og nota pá aðstöðu, sem þeir hafa náð, til skefjalauss arðráns og yfirdrottnunar. Hin lofsungna frjálsa samkeppni er í rauninni ekki til. Gegn slagorðinu einkaframtak bera félagshyggjumenn fram hugtakið félagslegt framtak. Þeir vilja sameina menn til átaka — stefna orku þeirra að einu marki. Það liggur í augum uppi, að ef hópur manna vinnur saman verður honum marg- falt meira ágengt en ef hver togar í sinn skika og allir reyna að troða skóinn niður af öllum. Hið félagslega framtak getur verið í margvíslegu formi: ríkisrekstur, rekstur sveitarfélaga. samvinnurekstur eða ein- hverskonar blanda af pessu öllu koma til greina. Frá sjónar- miði sósíalistans getur stórfelldur ríkisrekstur ekki verið æski- legur fyrr en auðvaldsskipulaginu hefur verið komið fyrir katt- amef fyrir fullt og allt. Ríkisrekstur, sem stjómað er af kapí- talistum, getur ekki verið almenningi eða þjóðarheildinni æski- legasta formið. Þó er ríkisrekstur í okkar þjóðfélagi sjálfsagð- ur undir öllum kringumstæðum fegar um er að ræða vissa málaflokka, sem ekki verður auðvelt að ráða við með öðmm hætti. Nefnum þar póst og síma til dæmis. Stórfelldur atvinnurekstur sveitarfélaga er líka vafasam- ur fyrst og fremst vegna þeirrar fjárhagslegu áhættu, sem hon- um er samfara og gæti lagt fjárhag sveitarfélaga í rústir. Frjáls almenn samtök eru þriðja rekstrarformið og pá einkum í mynd samvinnusamtaka. Samvinnusamtökin em stór- veldi í landinu og hafa staðið að mörgum merkum framkvæmdr um. — Mikið af þessari starfsemi er í mynd hlutafélaga, pav sem hlutur samvinnusamtakanna er yfirgnæfandi. Hér á Austurlandi er félagshyggjan mestu ráðandi í at- hafnalífinu. Verslunin er að mestum hluta í höndum kaupfé- laganna. Sveitarfélög og samvinnufélög hafa staðið að pví að koma á fót framleiðslutækjum, sem atvinnulífið fyrst og fremst byggist á. Af stærri byggðarlögum hér eystra treysta aðeins Seyðisfjörður og Eskifjörður á einstaklingsrekstur, í félagslegu formi pó að nafninu til. Það gengur ágætlega, en sú hætta, sem einkarekstrinum er samfara, er að sjálfsögðu fyrir hendi. Víðast hvar mundi paÖ fyrirkomulag henta best, að rekstur pýðingarmestu atvinnugreinanna væri í höndum félaga, sem að stæðu viðkomandi sveitarfélög, samvinnufélög og einstakling ar og að þannig væri um hnútana búið, að enginn gæti í krafti fjármagns náð pav yfirráðum. En Austfirðingar þurfa að ganga betur fram í pví að koma á félagslegum samtökum um atvinnurekstur. Þau samtök eiga ekki að vera bundin við einstök byggðarlög. Félög og sveitar- félög eiga að taka höndum saman um að koma á fót æskilegum atvinnustofnunum dreifðum um fjórðunginn. B. Þ. Tapatl-Funálð Sá, sem tók í misgripum síðan, svartan frakka á dansleik í Egils- búð laugardagskvöld 7. júlí, vin- samlega hringi í sima 7460. Bíll til sölu Peugout 504 GL. árgerð ’74. Uppl. gefur Júhannes Svein- björnsson, sími 7386. Fréttabréf fró Hala Framhald af 4. síðu. 3. Bifreið, sem stóð á hlaðinu á Hala, fékk á sig svo mikið grjót- fok af veginum og kannski líka klaka, að lakkið gereyðilagðist á annarri hliðinni. Einnig skemmd- ist lakk nokkuð af grjótfoki á bifreið á Gerði. En Gerði er næsti bær við Hala. Þetta voru hvort- tveggja fólksbifreiðar árgerð 1978. Þá brotnuðu af grjótfoki af veg- inum allar rúður í þeim gluggum, sem sneru mót vestri á nýju íbúð- arhúsi Steinþórs Torfasonar á Hala. Við það skemmdust veru- lega eldhúsinnréttingar, sem urðu fyrir grjótfokinu. Þó klaki væri mikill, losnaði þó nægilegt af hlaði og vegum til að valda þessu tjóni. i Vorið og sauðburðurinn Margir bjuggust nú við góðu vori eftir þennan harða vetur. En því var ekki aldeilis að heilsa. Aprílmánuður var meinhægur, en °f kaldur til þess að gróður gæti lifað. Svo 28. maí brá til hörku norðanáttar með allmiklu frosti og stormi. Storminn lægði reynd- ar eftir nokkra daga, en frostið og norðlæg átt hélst tilbrigðalítið fram að 30. mai. Maímánuður skilaði af sér gróðurlítilli jörð, en klakalausri. Sauðburður byrjaði í Suður- sveit kringum mánaðamótin apríl og maí. Varla var hægt að sleppa iambám út á tún fyrr en kom fram um miðjan maí vegna kulda. En eftir það mátti segja að tíð væri mjög hagstæð fyrir sauðburð- inn. Hægt var þá að setja lamb- æmar út á túnið án þess að hafa áhyggjur af þeim þar, því aldrei rigndi og stöðugt hægviðri. En auðvitað þurfti að gefa lambán- um fulla gjöf á túm'nu, bæði hey °g fóðurbæti. Víða á bæjum var orðin þröng mikil í fjárhúsum um Það leyti, sem hægt var að láta ærnar út á túnið, því frjósemi mun hafa verið með mesta móti á þessu vori hjá ánum, og sennilega hafa fleiri lömb fæðst í Suðursveit í vor en nokkru sinni áður. Algeng- ast mun hafa verið frjósemi svona frá 70—90%, þó á einstökum bæj- um færi hún kannski niður í 50%. En líka dæmi til að fleiri en 200 lömb væru fædd eftir hverjar 100 ær. Hvort lambadauði hefur orðið meiri hér í sveit en undanfarin vor, veit ég ekki, en allavega var hann mikill í vor. Sjálfsagt hefur hin langa innistaða haft þar nokk- uð að segja. Það mun ekki hafa verið einsdæmi að allt að 60 lömb færust á sumum bæjum á þessu vori eða kannski allt að 8—10% af lömbum búsins. í þessum töl- um, sem hér eru nefndar, eru lömb einnig talin, sem fæddust dauð. En þau lömb hækka sjálf- sagt dánartöluna verulega á mörg- um bæjum. Þá drepast alltaf fleiri eða færri lömb af slysförum. En slysin geta orðið mörg og trúleg sum, sem lömbin hendir í sauð- burði. En af lambasjúkdómum er flos- nýrnaveikin lang alvarlegasti sjúk- dómurinn, sem hér herjar í sauð- burði og jafnvel í sumum tilvik- um langt fram á sumar. Þótt lömb séu sprautuð gegn þessari pest jafnvel allt að þrisvar sinnum, virðist það ekki einhlítt, svo að fleiri eða færri lömb drepast orð- ið á hverju vori á nær hverjum bæ í sveitinni úr þessari pest. i i Fóðurbirgðir Hey munu flestir bændur hér hafa haft sæmilega nóg handa sauðfé fram um 10. júní, en fáir öllu lengur. Varla mun hafa orð- ið um heyfyrningar að ræða í Suð- ursveit á þessu vori. Og þó, til mun það vera að fymingar hafi orðið verulegar. Um heykaup var naumast að ræða, aðeins eitthvað smávegis milli heimila hér innan sveitar. Graskögglaverksmiðja í Flat- ey hefur tvfmælalaust bjargað miklu hér í héraðinu á þessu harða vori svo og víðar um land. Fyrir tveim áram leit helst út fyrir að verksmiðjan yrði að hætta störf- um vegna sölutregðu á framleiðsl- unni. En nú í vor var hvert kíló A að ræna Smyrli? Færeyska ferjan Smyrill hefur nú í nokkur sumur haldið uppi reglubundnum siglingum milli ís- lands, Færeyja, Noregs og Skot- lands. Einn af forstöðumönnum færeyska fyrirtækisins sagði í við- tali við fréttamann útvarpsins í vor að þeir væra harðánægðir með aðstöðuna á Seyðisfirði og öll við- skipti við menn þar. Samt kom fram í viðtalinu að töluvert hefði verið þrýst á þá að breyta áætlun- inni og fara til Þoriákshafnar í stað Seyðisfjarðar. Þessi þrýsting- ur kemur frá Reykjavík. Þetta er makaiaus ósvífni og mér finnst raunar furðulegt hve lítið hefur verið um þetta rætt. Um leið og menn syðra sjá að ef til vili er hægt að græða á þessu á að hrifsa það til sín án nokkurs tillits til hagkvæmni. Allt tal um að flest fólk búi á Suðvest- urlandi er auðvitað út í hött í þessu sambandi. Smyrill ætti þá líka að hætta að sigla til Bergen og Scrabster og fara þess í stað til Osló og Edinborgar. Útlendir ferðamenn era ekki komnir til ís- lands til þess að skoða Reykjavík heldur til að skoða landið og miklu skiptir að sá tími sem í upppantað af framleiðslu síðasta árs strax um sumarmál. Maímánuður kvaddi með gróð- ursnauðari jörð en elstu menn hér muna eftir. Slík vorharðindi eftir þvílfkan vetur hefði sennilega fyr- ir nokkrum áratugum þýtt stór- felli. En nú bendir ekkert til að um veralegt afurðatjón verði hér að ræða vegna vorharðinda. Hitt er svo annað mál, að það gefur auga leið, að þessi Iangi gjafar- tími og miklu fóðurbætiskaup skapa stóraukin útgjöld fyrir bændur. I Júnímánuður Eins og áður sagði, skipti hér yfir til hlýrri veðráttu í lok maf. Júnf hefur allur verið fremur hlýr hér, en of þurrviðrasamur fram yfir miðjan mánuð. Á Hala var fyrstu einlembunum sleppt á út- haga 28. maí, en síðustu tvílemb- unum 13. júnf Gróðri hefur farið hér ótrúlega mikið fram í júnf, einkum þó eftir miðjan mánuðinn. Nú í dag 30. júnf, era allar horf- ur á þvf, að sláttur geti hafist hér eftir um það bil viku, ef þá yrði þurrlegt. Er það á svipuðum tfma og hér gerist í meðaláram. Hala, 30. júnf 1979. Torfí Steinþórsson. siglinguna fer sé sem stystur. Aust- firðingar eiga allir sem einn að mótmæla þessum ósvífna þrýst- ingi bissnessmanna syðra og von- andi sjá þingmenn okkar og ráð- herrar til þess að Smyrill fái áfram að sigla í friði til Seyðisfjarðar. Þakkað fyrir sig: Menn eru yfirleitt fijótari til að lasta en lofa eins og lesenda- dálkar dagblaðanna bera með sér. Menn kvarta undan lélegri þjón- ustu, stirðbusahætti o. s. frv. en það er sjaldgæft að menn hrósi opinberlega góðri þjónustu, lip- urð og hlýju viðmóti. í síðustu viku fór ég með 40 manna hóp norskra unglinga og fararstjóra þeirra, upp í Egilsstaði en þaðan flugu þeir til Homa- fjarðar. Skemmst er frá því að segja, að allar viðtökur og öll þjónusta á Egilsstöðum var þeim til mikils sóma, hvort sem var út á flugvelli, upp í Valaskjálf eða í Dyngju, en heimsókn þangað var hápunktur dagsins fyrir Norð- mennina. Kærar þakkir. Krjóh. NESKAUPSTAÐUR 1929] 1979/ Kvöld með Sigríði Ellu og Stadspiperna í kvöld fimmtudag 19. júlí munu Sigríður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona áasmt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara koma fram með Stadspiperna frá Eskilstuna í Egilsbúð. kl. 9. Aðeins þetta eina skipti. Verð aðeins kr. 1.000.00. Úr einu í annað KRISTINN V. JÓHANNSSON

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.