Austurland


Austurland - 06.09.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 06.09.1979, Blaðsíða 1
dUSTURLAND 29. árgangur Neskaupstað, 6. september 1979. 31. tölublað. Listamenn frá Kazakhstan sýna í nœstu viku AÐALFUNDUR NAUST 1979: Þörf á efldu starfi Náttúruverndarsamtök Austur- lands — NAUST — héldu aðal- fund sinn við Snæfell í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs dag- ana 18. og 19. ágúst og sóttu hann 75 manns, félagar í samtökunum og gestir þeirra frá flestum byggð- arlögum á Austurlandi. Var ekið að Snæfelli um Hrafnkelsdal og fræðst í leiðinni um byggðasögu dalsins af Sveinbirni Rafnssyni, Sigurði Þórarinssyni og Stefáni Aðalsteinssyni, er voru þar staddir við fornleifarannsóknir. Við Snæ- fell var dvalið í tvo daga í hag- stæðu veðri og farið í gönguferðir á fjallið og um Eyjabakkasvæðið og greindi Oddur Sigurðsson jarð- fræðingur frá mótun svæðisins og jarðsögu. Á kvöldvöku greindi Skarphéðinn Þórisson líffræðingur frá umfangsmiklum rannsóknum, sem hófust í sumar á hreindýra- stofninum, en mest er um hreindýr í sumarhögum í grennd Snæfells. Hafa norskir sérfræðingar lagt á ráðin um þessar rannsóknir, sem kostaðar eru af Orkustofnun og eru þær liður í umhverfisathugun- um í tengslum við virkjunaráætl- anir á þessum slóðum. í NAUST eru nú um 230 einstaklingar sem félagar og 38 fyrirtæki og stofnanir sem styrkt- araðilar. Á fundinum urðu veru- legar breytingar á forystu í félag- inu. Hjörleifur Guttormsson, sem verið hefur formaður þeirra í 9 ár, allt frá stofnfundi 1970, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var í hans stað kjörinn formaður Einar Þórarinsson jarðfræðingur í Neskaupstað. Auk hans skipa stjórnina: Anna Þorsteinsdóttir,, Eydölum, varaformaður; Sigríður Kristinsdóttir, Eskifirði, gjaldkeri; Anna Kjartansdóttir, Höfn, ritari: Magnús Hjálmarsson, Egilsstöð- um, meðstjórnandi. Varamenn: Jón Einarsson, Neskauþstað; Ól Björgvinsson, Djúpavogi; Guðrúr Á. Jónsdóttir, Hlöðum. A fundinum voru fráfarandi formanni færðar þakkir fyrir brautryðjandastörf í þágu félags- ins. Aðalfundur NAUST við Snæ- fell 1979 samþykkti eftirfarand ályktanir: 1. Um verkefni á sviði náttúruverndar Aðalfundur NAUST 1979 rninn- ir á, að þrátt fyrir ýmsa ávinninga og aukinn skilning á umhverfis- málum á síðustu árum, er þörí á verulega efldu starfi oþinberra aðila og áhugafólks um náttúru vernd. Auk þess sem marka þarf skýra stefnu um hóflega nýtingu auð- linda lands og sjávar og hverfa frá rányrkju ,minnir fundurinn á eftirtalin verkefni er varða Aust- urland og aðra landshluta: 1. Að skipuleggja þarf landnotk- un með fjölþætta nýtingu og verndun í huga, ekki sfst í grennd þéttbýlisstaða. Eru sveitarstjórnir eindregið hvatt- Framh. á 2. síðu Hóþur áhugalistamanna frá sovéska lýðveldinu Kazakhstan kemur hingað til lands í dag og tekur þátt í. „sovéskum dögum" sem félagið MÍR efnir til árlega. Hópurinn kemur fram á Kjar- valsstöðum á föstudag og í Þjóð- leikhúsinu á laugardag en heim- sækir síðan Akureyri, Húsavík, Neskaupstað og Egilsstaði. Þetta eru allt áhugalistamenn sem þó hafa náð langt á lista- brautinni, því að flokkurinn sem kallar sig Úlítá hefur hlotið verð- laun á hátíð sovéskra áhugalista- manna. í hópnum sem hingað kemur eru 4 einsöngvarar, 7 hljóðfæraleik- arar og 10 dansarar og á efnis- skránni eru um 20 atriði. Hópurinn verður í Neskaupstað 12. sept og á Egilsstóðum 14. sept. Fundarmenn á aðalfundi NA UST fyrir framan skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Snœfell. — Ljósm. H. G. Opinber gjöld í Neskaupst Skattskrá Austurlands kom út fyrir júlílok og er það óvenju snemma sumars. Eins og vitaá var hækka allir skattar mikið £ krónu- tölu, enda hafa tekjur manna hækkað í samræmi við verðbólg- Vitað er, að í tveim kaupstöðum á Austurlandi, Eskifirði og Nes- kaupstað, hafa skattskrárnar verið ljósritaðar og seldar almenningi. Aðrar skattskrár hef ég ekki kom- Knattspyrna Nú líður senn að lokum knatt- spyrnuvertíðar. Keppni í yagri flokkunum er lokið svo og í þriðju deiid. í 5. flokki bar Sindri sigur úr býtum. Þurfti aukaleik við Þrótt til að fá fram úrslit í þeim flokki og sigraði Sindri eftir vítaspyrnu- keppni. í fjórða flokki sigraði Sindri en Þróttur í þriðja flokki. Sigurveg- ararnir tóku svo þátt í úrslita- keppni íslandsmótsins og stóðu sig með ágætum. Einherji frá Vopnafirði sigraði í Austurlandsriðli þriðju deildar. Hrafnkell varð í öðru sæti og Hug- inn í þriðja. í úrslitakeppni þriðju- deildar f ór Einherji og lenti í riðli með Völsungi og Skallagrími. Tap- aði Einherji fyrir Völsungi 3 : 2 en sigrað i Skallagrím 3 :0. Völsung- ur sigraði í riðlinum og vann sig upp í aðra deild ásamt Ármanni sem sigraði í hinum úrslitariðlin- um. Nú er aðeins einni umferð ólokið í 2. deild og er staðan þann- ig: Breiðablik F. H. Fylkir Þróttur Selfoss í. B. í. Þór Austri Reynir Magni 27 stig 24 stig 20 stig 17 stig 17 stig 15 stig 15 stig 14 stig 13 stig 9 stig Breiðablik og F.H. hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í 1. deild á næsta keppnistímabili. Á botni deildarinnar er ógnarspennandi keppni um það hvaða lið halda sér í deildinni. Magni er þegar fall- inn en Í.B.Í., Þór, Austri og Reyn- ir geta fallið svo að síðasta um- ferðin verður þrungin spennu. Ekki minnkar spenna okkar Aust- firðinga við það að síðasti leikur Austra og Þróttar er innbyrðis- uppgjör þessara liða á Eskifirði klukkan tvö nk. laugardag - G.B. ist yfir og verður því umfjöllun mín einskorðuð við þá staði tvo. Neskaupstaður Þegar kunnugur maður rennir augum yfir skattskrána, verður honum ljóst, að sumt í henni fær ekki staðist. Er þar um að ræða annarsvegar áaetlanir skattstofu í þeim tilfellum að ekki hafi verið talið fram og eins og sjálfsagt er leitast skattstofan við að áætla svo ríflega, að menn geti ekki hagnast á vanrækslunni. Hinsvegar er svo um að ræða mistók í úrvinnslu skattstofu eða við mötun tölvu. Þetta verður í einstaka tilfellum til þess, að gjaldendur, sem eiga að bera háa skatta, eru í skránni með lága eða enga skatta. Og til er það, að maður, sem að réttu lagi á að greiða lága eða enga skatta, eiga eftir skattskránni að bera milljónir. Öll svona mistök verða að sjálfsögðu leiðrétt, ef þau koma í ljós. Svona mistök hafa vissulega komið fyrir áður, en mest var það sláandi, er sá maður, sem greiða átti hæstan tekjuskatt og hæsta útsvar í Neskaupstað átti samkvæmt skattskrá ekkert að greiða. Skattar í Néskaupstað Heildarskattar einstaklinga í Neskaupstað eru kr. 746.868.063.- á Eskifirði og félaga og stofnana kr. 344.111.844.-, samt. 1.090.979.907. Líklegt má telja, að þeir lækki nokkuð þegar kærur hafa verið afgreiddar. Hæstu skattar einstaklinga eru: Tekjuskattur kr. 380.681.578, út- svör kr. 285.455.100, sjúkratrygg- ingagjöld kr. 44.730.700, aðstöðu- gjöld kr. 7.889.000, launaskattur kr. 7.151.352 og eignarskattur kr, 5.691.171. Hæstu skattar félaga og stofn- ana eru: Tekjuskattur kr. 161.026.446, aðstöðugjöld kr. 64.191.700, lífeyristryggingagjald kr.46.855.000, eignarskattur kr. 24.001.879 og launaskattur kr. 23.711.630. Útsvör eru lögð á 717 einstak- linga, tekjuskattur á 556 einstak- linga og 37 félög, sjúkratrygginga- gjald á 700 einstaklinga, aðstöðu- gjöld á 90 einstaklinga og 38 félög og eignarskattur á 72 einstaklinga og 39 félög. Síldarvinnslan hf. er langhæsti skattgreiðandinn og jafnframt sá hæsti í Austurlandskjördæmi. Álagning bæjarskatta og áætlun Á fjárhagsáætlun bæjarins þetta ár eru útsvarstekjur án vanhalda áætlaðar kr. 265.696.000, en reyn- ast, eins og áður er sagt kr. 285.455.100 og fara kr. 19.859.100 fram úr áætlun eða um 7,5%. Aðstóðugjöld eru á fjárhags- áætlun áætluð kr. 58.913.000, en reynast álögð kr. 72.080.700 og fara kr. 13.167.700 fram úr áætl- un, eða 22,3%. Samtals voru ut- svör og aðstöðugjöld áætluð kr. 324.609.000 en reynast kr. 357.535.000 og er það 10,1% hækkun frá áætlun. Munurinn kann þó að minnka þegar kærur hafa verið afgreiddar. Álögð útsvör í Neskauþstað hækka um 79,9% miðað við árið á undan, en aðstöðugjöld um 97%. Eskifjörður Samanlagðir skattar einstaklinga á Eskifirði eru kr. 410.852.077 og félaga 142.920.718, samtals kr. 553.772.795. Hæstu skattar einstaklinga eru: Tekjuskattur kr. 204.770.836, út- svör kr. 163.003.300, sjúkratrygg- ingagjöld kr. 24.846.200, launa- skattur kr. 3.872.484, aðstöðugjöld kr. 3.532.900 og eignarskattur kr. 2.711.858. Hæstu skattar félaga og stofn- Framh, í 2. síðn

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.