Austurland


Austurland - 06.09.1979, Page 4

Austurland - 06.09.1979, Page 4
Auglýsið 1 Austurlandl Sfmar 7571 og 7454 Neskaupstað, 6. september 1979. GerÍSt áskriíendUr Lánið leikur við pig í aparisjóðmiiQ, SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Söltunarvélar í stað stúlkna Stemma hf. Hornafirði hefur söltun að nýju Menn voru að vonum jorvitnir að sjá hvernig nýja „söltunar- stúlkan“ stendur sig. — Ljósm. Ó. Þ. Sem kunnugt er brann allt sem brunnið gat í söltunarstöð Stemmu hf. á Höfn í Hornafirði sl. vetur nánar tiltekið 12. nóv. Útlitið var svart, ekkert stóð eftir nema skemmdur grunnurinn en uppbygging hófst í mars sl. og hefur verið haldið áfram síðan. Gert var við grunninn og nú er par risið 1800 m2 myndarlegt hús úr steyptum einingum og sá ístak hf. um byggingu pess. Þegar blaðamaður Austurlands rakst þar inn á laugardaginn 1. september var söltun að hefjast að nýju. Létt var yfir mannskapnum sem þarna var en óneitanlega leit salurinn dálítið öðruvísi út en síldarplön þau sem við höfum van- ist. Þarna voru ýmsar ókennilegar og forvitnilegar vélar sem komu í stað mannshandarinnar. Einn Eigendanna og stjórnar- formaður í Stemmu hf., Unnsteinn Guðmundsson var ásamt öðrum önnum kafinn við vélarnar en varð góðfúslega við beiðni Austurlands um smá viðtal og bauð blaða- manni upp í vistlega kaffistofu með útsýni yfir vinnusalinn og notaði tækifærið til að kveikja sér ( pípu. — Við erum að prufukeyra síldarsöltunarkerfið. Þetta er nýtt kerfi, sem við erum að reyna og okkur líst vel á það en byrjunar- örðugleikar eru margir. Þetta kerfi hefur aðeins verið prófað í Vestmannaeyjum. Við erum með sænskar vélar sem hausskera og slógdraga en annar söltunarbún- aður er smíðaður af vélsmiðju Héðins f Kópavogi og hannaður þar og af Lofti Loftssyni. — Eru söltunarstúlkur úr sög- unni? — Já, nú raða þær í vélar í stað þess að salta í tunnur. En síld- arstemmingin verður eftir sem áð- ur, það gerir silfrið og lyktin en merkið í stígvélið vantar. Við erum bjartsýnir, síldin er óvenjugóð á þessum árstíma og þessir byrjunarörðugleikar ganga yfir. £n við erum ánægöastir yfir aö framleiösian skuíi vera hatin aftur, því að et víö hefóum ekki verið svo ákveönrr í að skapa þessum stað teKjur og umsvtf, þá nefði okkur eigendum verið í lófa lagt að hirða tryggingarbæturnar, stmga þeim í vasann og pakka niður. Það var strax eínróma ákvörðun allra hiuthafa að leggja ekki árar í bát heldur berjast áfram, sagði Unnstein num leið og hann stakk pípunni í vasann og hélt aftur niður í vinnusalinn. Kristján Gústafsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins út- skýrði síðan vinnu vélanna: — Það þarf að raða síldinni á færiband fyrir véiarnar sem haus- skera síðan og slógdraga. Það er hægt að fá vélar sem raða síldinni en of dýrt fyrir svo stuttan tíma. Síðan fer sildin inn á færiband sem flytur hana í flokkunarvél sem skilar henni inn á tvískipt band þar sem búið er að flokka hana í stóra og smáa síld. Það færiband flytur hana á vigt sem vigtar hana, önnur smásíld hin stórsíld og úr vigtunum er síldinni hleypt inn í sjálfvirkar söltunar- vélar sem setja hana í tunnumar. Þetta er mikið hraðvirkara og þegar þetta er komið í það form sem það á að vera, það á eftir að stilla saman aukinn hraða og halla þá á vöðlarinn að skila tunnu á 1K mínútu. — Fæst góð vara með þessu móti? — Þetta er mjög góð vinna á síldinni. — Hvert fer síldin? — Hún fer á alla markaði sem íslensk saltsíld fer á. Við fáum að vita fyrir hvern dag hvert hún á að fara. — Hvernig er kaupið reiknað? — Það á eftir að semja um það. Þetta er mikið léttari vinna en ástæðulaust að fólk fái ver greitt fyrir þessa síldarsöltun en aðra. — lóa TIL SÖLU Fíat 125 P. 1974 á hagstæðu verði, dálítið af varahlutum fylgir. Upplýsingar í síma 7480 eftir kl. 7 á kvöldin. TIL SÖLU Til sölu Bronco árg. 1974 6 cyl. Upplýsingar í síma 7614, Nesk. Atvinna Óskum eftir að ráða starfsfólk á saumastofu. Prjónastofan Dyngja hf. Egilsstöðum, sími 1332. Frá Iðnskóla Austurlands Nemendur 1. og 2. áfanga mæti þriðjudaginn 11. september kl. 14. SKÓLASTJÓRI íbúðir til sölu Leiguíbúðanefnd Neskaupstaðar auglýsir hér með til sölu 4 íbúðir 100 m2, 2 íbúðir 75 m2 og 2 íbúðir 50 m2 í 11 íbúða fjölbýlishúsi við Nesbakka 19—20, sem haf- in er bygging á og áætlaður afhendingartími íbúðanna er í lok ársins 1980. Úthlutun íbúðanna og Iána- og greiðslukjör fer eftir reglugerð um úthlutun lána og byggingu leigu- og sölu,- íbúða sveitarfélaga nr. 403/1976. Umsóknarfrestur er til 25. september nk. og ber að skila umsóknum til formanns nefndarinnar, sem gefur nánari upplýsingar ásamt öðrum nefndarmönnum. Neskaupstað, 4. september 1979 / stjórn leiguíbúðanefndar Neskaupstaðar, Árni Þormóðsson, formaður, Ragnar Sigurðsson og Gísli Sighvatsson. Til gjaldenda Athygli gjaldenda Neskaupstaðar er vakin á því að 65% þeirra voru í vanskilum 31. ágúst sl. og höfðu gengið mjög nærri greiðslugetu bæjarsjóðs. Bregðist gjaldendur ekki skjótt við verður óhjákvæmi- legt að grípa til harðari innheimtuaðgerða sbr. auglýs- ingu um lögtök hér í blaðinu. Gjaldendur eru minntir á að 2. gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda var 1. september og J?ann 15. sept. verða 4,5% dráttarvextir á mánuði reiknaðir á öll vanskil. Þeir sem enn eiga ógreidd fasteignagjöld mega búast við lögtaksinnheimtu næstu daga. FORÐIST HÁA DRÁTTARVEXTI OG INN- HEIMTUKOSTNAÐ. BÆTIÐ GREIÐSLUSTÖÐU BÆJARSJÓÐS OG GERIÐ SKIL STRAX. TILKYNNIN0 FRÁ STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1980 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á fram- kvæmdinni, par sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Æskilegt væri að fram kæmi í umsókn væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkom- andi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endur- nýjun. Reykjavík, 22. ágúst 1979. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins Verkamenn óskast Verkamenn óskast í byggingavinnu við Fjölbrauta- skólann í Neskaupstað. Upplýsingar á staðnum eða í síma 97-7609 á kaffitímum. Úlítá flokkurinn frá Kazakhstan heldur tónleika og danssýningu í Egils- búð, Neskaupstað miðvikudaginn 12. sept. kl. 21. M. í. R. Laust starf Póstafgreiðslumann vantar á póstafgreiðsluna í Nes- kaupstað. Upplýsingar gefur stöðvarstjóri í síma 7101. BÆJARGJALDKERI

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.