Austurland


Austurland - 13.09.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 13.09.1979, Blaðsíða 1
dUSTURLAND Heyönnum lokíð í Suðursveit 29. árgangur Neskaupstað, 13. september 1979. 32. tölublað. Hala, 28. 8. 1979. í Suðursveit byrjaði sláttur á nokkrum bæjum 13. júlí, en á öðr- Sveitarstjórnarmenn þinga Iðnþróunaráætlun, orkuframkvæmdir og skipulagsstofnun, helstu málin. Að morgni fimmtudags 30. ágúst sl. flykktust austfirskir sveitar- stjómarmenn ( hlað Nesjaskóla í Hornafirði en par skyldi halda aðalfund Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Menn komu ýmist akandi eða fljúgandi því sambandssvæðið er víðáttumikið, allt frá Skeggjastaðahreppi í norðri til Hofshrepps í suðri. Auk rúmlega fimmtíu pingfull- trúa og stjórnar SSA sátu fundinn allir pingmenn Austurlands og einir tíu gestir frá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, Fram- kvæmdastofnun ríkisins, Iðnaðar- ráðuneyti o. fl. Og þrátt fyrir mikla umræðu undanfarin ár um aukna þátttöku kvenna í sveitar- stjórnarstörfum voru aðeins þrjár konur í hópi þingfulltrúa. Mörg mál á dagskrá Fundarstörf hófust fyrir hádegi á fimmtudag undir traustri fund- arstjóm Þrúðmars Sigurðssonar oddvita í Nesjahreppi og Óskars Helgasonar oddvita Hafnarhrepps. Formaður SSA, Hörður Þór- hallsson sveitarstjóri á Reyðarfirði, flutti skýrslu um störf stjómar á síðasta ári og Bergur Sigurbjöms- son frkv.stjóri lagði fram og skýrði reikninga og fjárhagsáætlun. Síðan ávörpuðu gestir fundar- menn en þvf næst var tekið til við hin mörgu mál sem á dagskrá fundarins voru. Iðnþróunaráætlun Á síðasta vetri var sett á stofn á vegum S.S.A. samstarfsnefnd um iðnþróun á Austurlandi og áttu í henni sæti fulltrúar Austfirðinga, Frá aðalfundi SSA. — Ljósm. lóa. Iðnaðarráðuneytisins og Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra ávarpaði fundinn, rakti aðdraganda málsins og hét áfram- haldandi stuðningi ráðuneytisins. Theodór Blöndal flutti skýrslu um störf nefndarinnar, Ingimund- ur Sigurpálsson ræddi um mark- mið og leiðir til eflingar iðnaðar á Austurlandi og lagði fram skýrslu um málið frá byggðadeild Framkvæmdastofnunarinnar. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson ræddi og skýrði þingsályktunartillögu iðn- aðarráðherra um iðnaðarstefnu og álit samstarfsnefndar um iðnþró- un. Fjöldi tillagna Stjórn SSA lagði nokkrar tillög- ur fyrir fundinn og skiptust stjóm- armenn á um að tala fyrir þeim. Má nefna tillögur um orkumál, samgöngumál, skólamál, iðnaðar- mál, þjónustustofnanir og náms- vistargjöld. Þá var lögð fram að- Fnunh. á 3. «(00 um skömmu síðar. Aðeins á einum bæ lauk heyskap 17. ágúst, en á flestum bæjum í lok síðustu viku, og þeir síðustu luku við heyskap- inn í gær eða fyrradag. Á fáum bæjum var heyfengur f sumar með mesta móti, en á langflestum bæj- um var hann langt yfir það, sem áður hefur þekkst hér. Svo segja má, að sé miðað við mesta árs- heyfeng áður, þá er stökkið nú í sumar stærra en dæmi eru um áð- ur í Suðursveit. Grasspretta á öllum túnum var hér í hámarki jafnt á sandatúnum sem moldartúnum. E. t. v. stafar þessi góða spretta af því að bænd- ur hafi borið með meira móti á tún í vor vegna vorharðindanna. Þá gáfust hey víðast upp í sveit- inni í vor og bændur því sumir hverjir borið á til slægna ýmsa túnskika, sem þeir um árabil hafa áður aðeins notað til beitar. Annars hefur veðráttan hér f sumar verið að mörgu leyti mjög þægileg, nema til að þurrka töðu, alltaf logn að heita mátti og rign- ingar mjög Iitlar, en þó nóg væta til þess að gras sprytti vel og seint gengi að þurrka heyið. Veru- legir sumarhitar hafa sjaldan kom- ið hér í sumar, en láta mun nærri að hiti hafi verið hér 12—14 stig dag hvern. Sólskinsdagar voru fáir og því linir þurrkar, nema í síðustu viku kom ágætur þurrkur, sem þó varð fullskarpur um austanverða sveitina svo við lá að heyskaðar yrðu vegna vinds þar. Hey hefur Iegið flatt, stundum allt að því f hálfan mánuð. Má því segja, að hey séu dálftið hrakin hér að hluta. Á sandatúnunum tókst þó yfir- leitt allvel að þurrka, því mun auðveldara er að þurrka á þeim en moldartúnum. Torfi Steinþórsson GJOLD I NESKAUPSTAÐ: Síldarvinnslan hœst Þór sf. með hœstan tekjuskatt GJÖLD Á ESKIFIRÐI: Eftirtaldir gjaldendur á Eskifirði bera í ár yfir eina rnillj. kr. í útsvar: Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri 1.742.600, Jakob Úlfarsson, læknir 1.631.600, ísleifur Gíslason, skip- stjóri 1.350.100, Geir Hólm, húsa- smíðam. 1.257.900, Kristinn Aðal- steinsson 1.061.600, Rúnar Sören- sen 1.053.900. Einstaklingar Þessir einstaklingar á Eskifirði bera í ár yfir 250 þús. kr. í að- stöðugjöld: Elís Guðnason, rafv.m., verslun 500.000, Arnþór Ásgrímsson, út- varpsv. 300.000, Jakob Úlfarsson, læknir 289.700. Félög Eftirtalin fyrirtæki á Eskifirði bera í ár aðstöðugjald yfir 1.250 þús. kr.: Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 18.587.000, Pöntunarfélag Eskfirð- inga 6.227.300, Friðþjófur hf. 1.740.100. Eftirtaldir einstaklingar á Eski- firði yfir 2,5 millj. kr. í tekjuskatt í ár: Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri 5.629.043, Jakob Úlfarsson, læknir 5.236.405, Geir Hólm húsasm.m. 4.103.639, ísleifur Gíslason, skip- stjóri 3.556.725, Kristinn Aðal- steinsson 3.393.761, Rúnar Sören- sen 3.007.234, Aðalsteinn Jónsson, framkv.stj. 2.763.622. Hæstan tekjuskatt félaga ber Þór sf. kr. 20.515.625. Einstakjingar Tveir Eskfirðingar bera yfir 250 þús. kr. í eignaskatt hvor, þeir Aðalsteinn Jónsson, framkv.stj. 331.482 og Elís Guðnason, kaup- maður 277.548. Tvö fyrirtæki á Eskifirði greiða yfir eina millj. í eignaskatt hvort: Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 8.620.681 og Jón Kjartansson hf. 1.483.197. Eftirtaldir einstaklingar í Nes- kaupstað greiða yfir 1 millj. kr. í útsvör á þessu ári: Hjörleifur Guttormsson, ráðherra 2.124.100, Sigurjón Valdemarsson, skipstjóri 1.985.900, Eggert Brekk- an, yfirlæknir 1.706.300, Magni Kristjánsson, skipstjóri 1.699.300, Björgvin Jónss., vélstjóri 1.301.600 Jón Einar Jónsson, sjómaður 1.256.200, Helgi Jóhannsson, stýri- maður 1.241.000, Tryggvi Vil- mundarson, sjómaður 1.174.800, Kristján Vilmundarson, sjómaður 1.156.800, Helgi Valdemarsson, stýrimaður 1.144.700, Guðmundur Stefánsson, stýrimaður 1.141.500, Jón Ölversson, skipstjóri 1.139.800, Ólafur Gunnarsson, framkv.stj. 1.117.000, Birgir Sigurðsson, skip- stjóri 1.070.040. Einstaklingar Þessir einstaklingar eiga að greiða yfir 2,5 millj. kr. í tekju- skatt í ár: Sigurjón Valdemarsson, skipstjóri 6.042.133, Eggert Brekkan yfir- læknir 6.005.217, Magni Kristjáns- son, skipstjóri 4.947.242, Hjörleif- ur Guttormss., ráðherra 4.095.651, Kristján Vilmundarson, sjómaður 3.349.761, Björgvin Jónsson, vél- stjóri 3.279.177, Jón Ölversson, skipstjóri 3.032.636, Jón Einar Jónsson, sjómaður 3.020.263, Gylfi Gunnarsson, framkv.stj. 2.957.886, Sveinn Benediktsson, skipstjóri 2.938.150, Sigfús Jónsson, vélstjóri 2.795.124, Helgi Jóhannsson, stýri- maður 2.684.590, Sverrir G. Ásgeirsson, vélstjóri 2.679.540, Guðm. Stefánsson, stýrimaður 2.618.132, Helgi Valdemarsson, stýrimaður 2.615.405, Haraldur Jörgensen, verkstjóri 2.533.494. Félög Þessi félög greiða yfir 6 millj. kr. í tekjuskatt: Drift hf. 41.031.250, Síldarvinnslan hf. 41.031.250, Ölver hf. 18.684.055 aupfélagið Fram 8.206.250, Olíu- samlag útvegsmanna 6.565.000. Samkvæmt þessu ber Drift hf. sem gerir út einn meðalstóran bát, og Síldarvinnslan hf., stærsta fyr- irtæki landsins á sviði útgerðar og fiskvinnslu upp á krónu sama Steinþór Einarsson, bóndi í Ein- holti á Mýrum kom niður á mannabein í túninu þar, þegar hann var að láta laga það til með jarðýtu. Þetta var skammt frá völvuleiði sem þar er og að sjálfsögðu var ekki rótað við. skatt. Trúlega er hér málum bland- að. Einstaklingar Eftirtaldir einstaklingar eiga að greiða yfir 250 þús. kr. í aðstöðu- gjald í ár: Höskuldur Stefánsson, kaupmaður 1.457.600, Óskar Jónsson, kaup- maður 1.408.900, Kristján Lund- berg, rafv.m., verslun 617.900, Gunnar Davíðsson, bflstj., verslun 501.800, Vigfús Guðmundsson apótekari 488.800, Eiríkur Ás- mundsson, Bifreiðaþjónustan 404.200, Lindberg Þorsteinsson, veitingasala 337.000, Guðmundur Haraldsson, prentari 260.200. Félög Þessi félög greiða í ár aðstöðu- Pnunh. á 2. ilða Einholt er gamall kirkjustaður frá ómunatíð en þetta var ekki nálægt þeim kirkjugarði sem menn halda að hafi verið þarna. Menn frá Þjóðminjasafninu eru væntanlegir austur til að rannsaka þetta nánar. — H. Þ. G. Beinafundur

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.