Austurland


Austurland - 13.09.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 13.09.1979, Blaðsíða 2
KNATTSP iTRNA II. DEILD: __________Austurland_________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritncfnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðarson, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Rttstjóri: Óiöf Þorraldsdóttir «. 7571 — k *. 7374. Aagiýiingar og drettlig: Biraa Geirsdóttir «. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 74« Neskaupstað. Rttstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egflsbraut 11, Neskaupstað simi 7571. Prentun: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Iðnþróun á Austurlandi Á pessu ári hefur hafist skipulegt starf við gerð iðnþróunar- áætlunar fyrir Austurland að frumkvæði Samban.ds sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi með stuðningi Iðnaðarráðuneyt- isins og stofnana á þess vegum. Samstarfsnefndir heimaaðila og ráðuneytisins hafa frá f>ví í vor unnið að undirbúningi áætlun- arstarfsins og skiluðu greinargerðum og yfirliti par að lútandi til aðalfundar SSA sem haldinn var í Nesjaskóla síðastliðin mánaðamót. Þegar er hafin úttekt á stöðu iðnaðar á svæðinu og viðræður við forstöðumenn starfandi iðnfyrirtækja og atvinnumálanefnd- ir á nokkrum þéttbýlisstöðum sem sýna málinu vaxandi áhuga. Athugun á fjölgun fólks á vinnumarkaði á Austurlandi leiðir í ljós að óvíða á landinu er hlutfallslega eins margt æskufólk í uppvexti sem tryggja þarf starf heima fyrir ef framhald á að verða á þeirri J?róun sem vinstri stjómin 1971—1974 lagði homstein að. Ein af forsendunum fyrir ]>ví að ungt fólk stað- næmist á heimaslóð er öflugt og fjölþætt atvinnulíf og þar getur iðnaður af margvíslegu tagi orðið til verulegs stuðnings við hliðina á hefðbundnum atvinnugreinum í sjávarútvegi og landbúnaði. Auk ómissandi þjónustuiðnaðar höfum við ]>egar dæmi um fyrirtæki í framleiðsluiðnaði svo sem prjóna- og saumastofur sem eru orðinn snar páttur í atvinnu í sumum byggðalögum. Efling starfandi iðnfyrirtækja parf að verða gildur þáttur í þeirri iðnpróunarviðleitni sem hér er hafin jafn- hliða uppbyggingu nýiðnaðar, sem getur átt vaxtarmöguleika í austfirskum byggðum. f Jm' sambandi varðar miklu að vel sé staðið að undirbúningi og samvinna og nauðsynleg verkaskipt- ing tryggð milli fyrirtækja og iðngreina. Þar reynir meðal annars á skilning og víðsýni sveitarstjóma og góðan aðbúnað af þeirra hálfu að iðnfyrirtækjum innan byggðarlaganna. Bygg- ing húsnæðis í formi iðngarða og góð aðstaða innan skipulags byggðanna eru dæmi um stuðning sem sveitarfélög geta lagt af mörkum til eflingar iðnaði. Undirtektir aðalfundar SSA við hugmyndir og tillögur undir- búningsnefnda við iðn]>róunaráætlun fyrir Austurland vora mjög jákvæðar og samþykktir gerðar um að halda þessu starfi áfram. Iðnaðarráðherra hét stuðningi við þá viðleitni sem hér er á ferðinni enda fellur uppbygging iðnaðar víða um land að þeirri stefnumörkun um iðnþróun sem hófst eftir myndun nú- verandi ríkisstjómar og iðnaðarráðherra kynnti niðurstöður af á Alþingi í formi þingsályktunartillögu um iðnaðarstefnu sl. vor. Þar er eitt af megin markmiðum, að iðnþróun verði til að stuðla að æskilegri dreifingu og jafnvægi á þróun byggðar í landinu. Bætt starfsskilyrði og aukin áhrif starfsfólks á vinnu- stöðum eru einnig á meðal atriða í þessari víðtæku stefnumótun sem kynnt var á aðalfundi SSA en aðalfundurinn lýsti yfir einróma stuðningi við hana með sérstakri samþykkt. Margt þarf að gerast til að umtalsverð uppbygging iðnaðar verði á Austurlandi en gagnkvæmt samstarf heimaaðila og stjómvalda eins og hér er hafið og öflugt frumkvæði heima- manna á að geta skilað nokkram árangri áður en langt um líður. Þróttur í 4. sœti Austri berst Um síðustu helgi var leikin. síð- asta umferð í II. deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Lokastaðan í deiidinni verður þcssi: Breiðablik 29 stig F. H. 24 stig Fylkir 20 stig við fallið Þróttur 18 stig Selfoss 17 stig í. B. í. 17 stig Þór 17 stig Austri 15 stig Reynir 15 stig Magni 9 stig Breiðablik og F. H. unnu sæti í 1. deild en Magni féll í 3. deild. Austri og Reynir þurfa að leika aukaleik um hvort liðið fellur : 3. deild. Sá leikur fer fram á Akur- eyri um næstu helgi. Vonarland Framhald af 4. síðu. ið við byggingu lítillar yfirbyggðr- ar sundlaugar við Vonarland. í sumar er fyrirhugað að grafa fyrir lauginni og steypa upp grunn hennar. Það verk munu félagar í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdals- héraði annast í sjálfboðavinnu. Hönnun vistheimilisins hefur annast Teiknistofan Óðinstorg, þ. e. a. s. arkitektarnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir og Vífiil Oddsson, verkfræðingur. Reynir Viihjálmsson, landslagsarkitekt hefur séð um skipulag lóðar. Hús- iðjan hf. á Egilsstöðum er bygg- ingarverktaki vistheimilisins og sér um alla þætti framkvæmda. Síldarvinnsl. Framhald af 1. síðu. gjöld 1250 þús. og hærri: Síldarvinnslan hf. 37.111.400, Kaupfélagið Fram 13.594.400, Dráttarbrautin hf. 2.336.800, Neta- gerð Friðriks Viihjálmssonar hf. 1.462.900, Byggingafélagið Askur hf. 1.300.000, Steypusalan hf. 1.250.000. Einstaklingar Eftirtaldir einstaklingar greiða yfir 250 þús. kr. í eignaskatt í Neskaupstað í ár: Gísli Þorvaldsson, útgerðarmaður 343.917, Sigurjón Valdemarsson, skipstjóri 319.761, Eiríkur Ás- mundsson, Bifreiðaþjónustan 319.530, Hjörleifur Guttormsson, ráðherra 277.838, Guðm. Sigfús- son, umboðsmaður 277.548, Kristján Lundberg, rafvirkjam. 257.562. Félög Þessi félög bera yfir eina millj. kr. í eignaskatt: Síldarvinnslan hf. 8.080.000, Kaup- félagið Fram 3.232.000, Drift hf. 2.121.000, Dráttarbrautin hf. 1.554.866, Múli hf. 1.089.038. • • • Styrktarfélagið og fjölmargir að- ilar aðrir á Austurlandi vinna stöðugt að fjársöfnun fyrir vist- heimilið og þá sérstaklega til hús- búnaðar og ýmissa tækja. Félag- inu berast stöðugt gjafir og áheit. Sérstaklega hafa kvenfélögin og lionsklúbbarnir átt stóran þátt í að styrkja félagið. Að tmdanfömu hafa félaginu borist stórgjafir auk þeirra sem áður hefur verið sagt frá. Nýlega afhenti kvenfélagið Blá- klukkur á Egilsstöðum 500 þús. kr. og Kvenfélagið í Fellahreppi 300 þús. kr. Hamrahlíðarkórinn í Reykjavík hélt söngskemmtun á Egilsstöðum fyrir nokkru og gaf ágóðann, hátt á þriðja hundrað þúsund kr. til Vonarlands. Átthagasamtök Hér- aðsmanna hafa gefið kr. 172.601. Úr dánarbúi Lára Jónasdóttur frá Bakka í Reyðarfirði hafa borist kr. 500 þús., sem systkini hennar hafa afhent og er samkv. ósk hennar í Bíll til sölu VW 1302 1971 til sölu með 1200 vél. Uppl. í síma 7116 eftir kl. 19.00. ÆÆTÆÆF Bíll til sölu Dodge Dart árgerð 1970 6 cyl. og sjálfskiptur. Uppl. í síma 7627, Neskaupstað. minningu foreldra þeura Jónasar Bóassonar og Valgerðar Bjarna- dóttur. Séra Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur í Reykjavík hefur afhent S.V.A. kr. 262.467, sem eru samskot sem inn komu á fjöl- skyldusamkomu, haldinni í tilefni barnaársins, þ. 11. mars sl. Þá hafa borist stórgjafir til Von- arlands frá félögum og einstak- iingum í Neskaupstað og hefur verið nánar sagt frá því í einu blaði áður. En þar er um að ræða yfir 1,1 millj. kr. í peningum. Ennfremur hefur verið samið við verkstjóra í frystihúsi Síldarvinnsl- unnar hf. í Neskaupstað um það, að þeir, sem vilja gefa dagsverk til Vonarlands, megi koma og vinna, er þeir vilja. Þeir sem hafa áhuga á þessu, geta snúið sér til verkstjóranna. Öllum sem hér eiga hlut að máli skulu færðar innilegustu þakkir. Þess má að lokum geta að aðal- fundur Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi var haldinn á Seyð- isfirði sunnudaginn 26. ágúst. Þorsteinn Sigurðsson talkennari var gestur fundarins og flutti erindi. ANDLÁT Laugardaginn 8. september lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað Jóhann S. Eyjólfsson. Jóhann fæddist í Sandvík, Norðfjarðar- hreppi 29. mars 1898. Hann flutt- ist til Neskaupstaðar 1919 og hef- ur búið þar síðan. Aðalfundur Leikfélags Neskaupstaðar verður haldinn í Tónabæ sunnudaginn 16. sept. kl. 17. Venjuleg aðalfundarstörf. Leikjélag Neskaupstaöar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.