Austurland


Austurland - 20.09.1979, Side 1

Austurland - 20.09.1979, Side 1
ÆJSTURLAND 29. árgangur Neskaupstað, 20. september 1979. 33. tölublað Neytendasamtökin stofna deild í Neskaupstað ,<Það var hugur í fundarmönn- um og þeir ánægðir með pað sem fram kom á fundinum“ sagði Elma Guðmundsdótir í viðtali við blað- ið, en hún var kosin í 6 manna stjórn og varastjórn á stofnfundi Norðfjarðardeildar Neytendasam- takanna sem haldinn var í Gagn- fræðaskólanum í Neskaupstað sl. laugardag. Elma sagði að fundinn hefði sótt 14 manns og að sögn forráða- manna samtakanna, sem þarna voru, þeirra Reynis Ármannssonar formanns Neytendasamtakanna og Jóhannesar Gunnarssonar for- manns Borgarfjarðardeildarinnar, væri þetta ekki óeðlilegur fjöldi, vanalega væri fátt á stofnfundi en féiögum fjölgaði síðan mjög ört. í stjórn og varastjórn Norð- Síðastliðinn laugardag 15. sept. snjóaði allnokkuð víða um Aust- urland. Jörð var alhvít og fjallveg- ir illfærir. Undir blautum og pung- um snjónum stóð gróðurinn enn í sumarblóma. Blaðið hafði samband við Guð- björn Odd garðyrkjumeistara í Neskaupstað og sagði hann, að þetta hafi verið stórkostleg sjón. Hann sagði að nokkrar skemmdir hafi hins vegar orðið á trjám t. d. hafi greinar brotnað af birkitrjám í lystigarðinum en mesta furða væri, að ekki skyldi brotna meira eins og trén kengbognuðu undan snjónum. — Ó. Þ. Breiðdœla hin nýja komi út á árinu 1980 Eins og áður hefur verið greint frá, var fyrirhugað að Breiðdals- hreppur gæfi út í tilefni aldaraf- mælis Lestrarfélags Breiðdæla, nú Bókasafn Breiðdalshrepps, bók er nefndist „Breiðdæla hin nýja‘-. SYSLUNEFND N-MULASYSLU: Vill sameina sýslurn- ar og sýslumann á Hérað Nokkrar umræður um breytingu á sýsluskipan í Austurlandskjör- dæmi varð á aðalfundi SSA í Nesjaskóla. Fyrir fundi lá tillaga frá sýslu- nefnd N-Múlasýslu sem fól í sér ályktun um að skora á þingmenn kjördæmisins að vinna að því að sameina Múlasýslu í eitt lögsagn- arumdæmi með aðalsetri sýslu- manns á Eljótsdalshéraði. Aðalfundurinn samþykkti til- lögu vegna þessa um að milli- fundanefnd verði falið að kanna afstöðu sveitarstjórna og sýslu- nefnda í kjördæminu til samein- ingar sýslanna eða breyttra marka þeirra í milli. Skal millifundanefndin leggja greinargerð um þá könnun og til- lögur í málinu fyrir næsta aðal- fund SSA. Umsjón með verki þessu er i höndum Eiríks Sigurðssonar á Akureyri og Guðjóns Sveinssonar Breiðdalsvík. Átti bókin að koma út 1979. Eins og niörg mannanna verk, liefur þetta dregist ýmissa orsaka vegna, en má þó fyrst og fremst kenna að gagnasöfnun, einkum aðsendar greinar, hefur tafist meira en gert hefur verið ráð fyrir. En ekki má svo búið standa. Því hefur verið ákveðið, að bókin komi út á árinu 1980. Eru þeir sem greinar hafa í smíðum og eins þeir er luma á efni, er þarna á heima, beðnir að koma því á framfæri fyrir næstkomandi ára- mót. Því að handrit þarf að liggja fyrir fullbúið í janúar n. k. Telja umsjónarmenn verksins miður, ef gott efni mundi af tóm- læti lenda í glatkistunni af þeim sökum. Því er og fyrirhugað að í bók þessari verði birtar myndir einkum og sér í lagi frá aldamót- um og fram á fjórða og fimmta tug þessarar aldar, einkum hóp- myndir. Það er stefna útgefanda að bók þessi verði vönduð að allri gerð og að auki við áðurnefnt prýdd nokkrum litmyndum. Upplag bók- arinnar verður ekki stórt og verð- ur það fyrst og fremst selt áskrif- endum. Verða þau öll tölusett og nafn áskrifenda letrað í bókina. Eru þeir sem vilja gerast áskrif- endur beðnir að hafa samband við annan hvorn umsjónarmann verks- ins og helst fyrir áramót, svo að hægt verði að gera sér grein fyrir endanlegu upplagi. Er það mjög mikilvægt því að eftir að handrit er komið í prentun er ekki hægt að bæta inn í tölusettum eintökum. Er þess vænst að þeir sem hlut eiga að máli bregðist nú fljótt Framh. á 2. síðu fjarðardeildarinnar voru kosnir: Elma Guðmundsdóttir. Guðbjörn Oddur Bjarnason, Alfreð Alfreðs- son, Konráð Auðunsson og Heið- brá Guðmundsdóttir. Þessi 6 manna hópur kæmi síðan bráðlega saman og skipti með sér verkum. Aðspurð um verkefni sagði Elma að deildin myndi væntanlega fara mikið til sömu leiðir og aðr- ar deildir þ. e. tekur fyrir verð- lagshækkanir og kvörtunar- þjónustu. Hún sagði að eftirtektarvert væri að t. d. í Borgamesi væri haft gott samstarf við heilbrigðis- fulltrúa í sambandi við dagsetn- ingu vara í verslunum og fleira, sem væri hans verkefni að sjá um. Heilbrigðisfulltrúi Neskaupstaðar var boðaður á fundinn, ásamt kaupfélagsstjóranum, og mættu þeir báðir. Elma sagði að lokum, að listi myndi liggja frammi í verslunum næstu daga og stjórnarmenn verða einnig með lista heima þar sem fólk getur látið skrá sig í Neyt- endasamtökin, félagsgjald væri kr. 3.000. en víðast hvar styrktu bæir og sveitarfélög starfsemi deild- anna þar sem 50% af árgjaldinu gengi til aðalsamtakanna í Reykja- vík sem reka þar skrifstofu og hafa lögfræðing á sínum snærum. Nýr spari- sjóðsstjóri Ragnar Sigurðsson hafnarstjóri í Neskaupstað hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Norðfjarðar. Staðan var auglýst til umsóknar og frestur rann út 15. sept. sl. Alls bárust 5 um- sóknir. — Ó. Þ. Góöi dátinn Svejk er hátíðarréttur Endurvarpsstöð sjónvarps var reist á Hestgerðiskambi í Suður- sveit og tók hún til starfa 15. desember sl. Með tilkomu þeirrar stöðvar fékk helmingur (14) Góð gjöf Hinn 24. júlí sl. afhenti Krabba- meinsfélag Austfjarða, Fjórðungs- sjúkrahúsinu Neskaupstað, að gjöf, magaspeglunartæki, að verð- mæti rúmlega 4 milljónir króna. Athöfnin fór fram á sjúkrahús- inu að viðstaddri stjórn Krabba- meinsfélags Austfjarða ásamt nokkrum félagskonum, sem þátt tóku í fjáröflun til kaupa á tæk- inu, svo og stjórn Fjórðungs- sjúkrahússins og nokkru af starfs- fólki þess. Formaður félagsins, Sigurborg Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur frá Eskifirði, afhenti tækið og lýsti tildrögum og tilgangi félagsins með þessari gjöf, sem hún sagði m. a. vera einn þátt f starfsemi félagsins í baráttunni við krabba- meinið. Eggert Brekkan yfirlæknir þakkaði gjöfina og lýsti gerð og notkun þessa rannsóknatækis. Sagði hann að með tilkomu þess batnaði verulega aðstaða lækna sjúkrahússins við athugun á sjúk- dómum f meltingarfærum, m. a. greiningu á krabbameini á byrj- unarstigi. Stjórn Krcibhmneinsfélags Austfjarða, ásarnt yfirlækni Fjórðnngssjúkrahússins Neskaupstað. Talið frci vinstri: Guðrún Sigurjónsdóttir, gjaldkeri, Eggert Brekkan.yfirlœknir, Sigurhjörg Bjarnadóttir, meðstjórnandi, Nanna Þórðardótt'n, meðstjórnandi, Sigurborg Einarsdóttir. for- maður, Aðalbjörg Magnúsdóttir, varaformaður. heimila í sveitinni aðstöðu til að sjá í sjónvarpi, sem þau höfðu ekki áður. Hjá hinum helmingnum, sem áður sá nokkuð, bötnuðu sjón- varpsskilyrðin, hjá sumum veru- lega. Vil ég hér með senda þakk- læti til þeirra, sem hiut eiga að máli frá okkur Suðursveitungum. Þá vil ég einnig hér með koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem hlut eiga að máli fyrir þá breyt- ingu til batnaðar, sem mér finnst hafi orðið á dagskrá sjónvarpsins nú fljótlega eftir síðustu áramót í þá veru að ofbeldiskvikmyndum hefur verulega fækkað og veitti sannarlega ekki af að slík siðabót hæfist á öndverðu barnaári, og mætti hún sannarlega standa vel og ■engi og gjarnan aukast. Það er nú svo, að hjá þeim, sem mikið stunda sjónvarpsgláp, vill oft á tíðum gott útvarpsefni fara fyrir ofan garð og neðan. Þess vegna fannst mér ánægjulegt, þeg- ar útvarpssögunni var á síðastliðn- um vetri valinn tími á milli út- varpsfrétta og sjónvarpsfrétta, þar sem einmitt mest líkindi voru til að sem flestir gætu haft aðstöðu til að njóta hennar .Enda má segja að hin frábæra saga Jaroslav Hasek of Góða dátanum Svejk í hinm snjöllu þýðingu Karls ísfelds hafi orðið hlustendum sannkallað- ur hátíðarréttur framreiddur af snillingnum Gísla Halldórssyni leikara á laugardagskvöldum í vetur, vor og sumar. Torfi Steindórsson

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.