Austurland


Austurland - 20.09.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 20.09.1979, Blaðsíða 3
Hestafréttir Fyrr í sumar var þess getið hér í biaðinu ,að margt væri á döfinni hjá Hestamannafélaginu Blæ, Norðfirði. Verkefnaskrá sumars- ins, sem þar var upp talin, hefur nú verið tæmd. Mega félagsmenn vel við una starfsemi sumarsins, þótt gagnrýnisraddir hafi að sjálf- sögðu heyrst. Slíkt er aðeins eðli- legur hlutur í áhugamannafélagi, þar sem tími til félagsstarfa er naumt skammtaður. Þó er einn þáttur gagnrýninnar, sem ég vil gera að umtalsefni. Það er í sam- bandi við það að störf í félaginu færist ætíð á fárra hendur. Meiri- hluti félagsmanna komi þar sára- lítið nærri. Þetta er að mínu mati réttmæt gagnrýni og þessu verðum við að breyta ef við viljum veg félagsins sem mestan. Það er sama þótt bent hafi verið á að svona sé þetta í öllum félagsskap. Það gerir málið ekkert betra. En lítum nú á verkefnaskrá sumarsins. Firmakeppni félagsins var hald- in á hvítasunnu á Grænanesbökk- um. Þar sigraði Gustur, grár hest- ur frá Bjarna Hagen á Stóra Sand- felli. Var hann vel að sigrinum kominn og í áberandi bestri þjálf- un. Knapi var Drífa Þorgeirsdótt- ir. Œtluðum að verða fyrstir með víðavangshjaup Seinna í júní var svo haldið Samstartsgr. Framhald af 4. síöu. armenn þurfa að leita tii stofnun- arinnar og eins þarf starfsmaður hennar að ieita til sveitarstjórna á svæðinu. Þess vegna tel ég það ijóst að hagkvæmt sé að hún sé miðsvæðis og þá sérstaklega með tilliti til þeirra sem fjærst búa þ. e. A-Skaftfellinga og þeirra sem búa norðan Smjörvatnsheiðar. Það eru fleiri staðir sem koma til greina, Reyðarfjörður, Eski- fjörður og Fáskrúðsfjörður eru miðsvæðis líka. Það voru settir upp svokaliaðir „þjónustukilómetrar" og þá tekið tillit til fjarlægðar annars vegar og mannfjölda hins vegar sem ættu greiðan aðgang að vissum stöðum. Mér finnst að þær stofnanir sem fluttar verða til fjórðungsins, eigi að staðsetja á þessu svæði með tilliti til hag- kvæmi í rekstri og möguleikum á þjónustu. — Þá hefði semsagt verið sama á hverjum þcssara fjögurra staða stofnuniu umrædda hefði verið staðsett? — Já, en þá kemur það hvar fólkið vill setjast að. Af því að Egilsstaðir eru svona staðsettir og hafa góðar samgöngur við Reykja- vík, þá vill fólk setjast þar að og í þessu tilliti valdi Stefán annað- hvort Egilsstaði eða Neskaupstað. — Er þetta þá ekki öfug fram- kvæmdaröð? Ætti ekki að velja stofnuninni stað fyrst og ráða sið- an starfsfólk? — Jú mér minnst þetta vera öfug röð. Það er alveg ljóst. Það má líka koma fram, að það er mikill munur á hvort stofnanir eiga að þjóna öllu svæðinu eða hluta og ég held að dreifing stofn- ana komi fyrst og fremst til greina þegar þjónustan miðast við minna svæði en allt kjördæmið. A T V I N N A Fjórðungssjúkrahúsið vantar starfsmann til ræstinga. Upplýsingar gefur hjúkrunar- forstjórn í síma 7403. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað víðavangshlaup, sem er ný keppn- isgrein hér á íslandi. Ætluðu fé- lagsmenn að verða fyrstir á land- inu til að keppa í þessari grein, en Gustur í Kópavogi varð á undan. Ekki tókst okkur að verða okkur úti um keppnisreglur og urðum að styðjast við heimatilbúið kerfi. Reynt var að miða við aðstæður og hugsanlega getu hesta og knapa. Vegalengdin, sem riðin var mun vera eitthvað um 4 kílómetr- ar. Leiðinni var skipt niður í 4 kafla. I. Hesturinn teymdur ca. 50 metra. 2. Fetgangur ca. 50 metra. 3. Frjálst val á gangtegund, annað en stökk. 4. Leyfilegt að hleypa síðustu 800—900 metrana. Hindr- unarstökk var ekki notað í þess- ari keppni ,en látið nægja að fara yfir þær hindranir, sem náttúran sjálf hefur útbúið, svo sem kara- þýfi, sfki og leiruna. Keppt var um bikar sem Síldarvinnslan hf. gaf og hlaut hann að þessu sinni Ófeigur, eigandi og knapi Magnús Guðjónsson. Reiðnámskeið og kappreiðar í byrjun ágúst var svo haldið reiðnámskeið. Kennari var Sigurð- ur Ragnarsson. Nemendur voru 25 í þrem flokkum. Að námskeið- inu loknu fóru svo fram hinar árlegu kappreiðar á Kirkjubóls- eyrum. í A-flokki sigraði Neisti Helgu Skúladóttur, Neskaupstað. í B-flokki sigraði Kári Sigurðar Sveinbjömssonar, Nesk. í unglingakeppni fékk gullið Baugur Guðmundsson á Stjörnu. í 250 metra unghrossahlaupi sigraði Sörli Friðjóns Þorleifsson- ar. í 300 metra stökki sigraði Hroll- ur Jóns Egilssonar, Reyðarfirði. í 650 metra brokki sigraði Gust- ur Bjarna Hagen, frá Stóra Sand- felli. Ýmislegt þótti mönnum athuga- vert við framkvæmd mótsins, sem ekki verður farið út í hér. Þó má geta þess, að ekkert úrslitahlaup fór fram í 300 metra stökki, en besti tími úr milliriðlum látinn ráða. Verður ekki annað séð en að félagsmenn verði að taka sig alvar- lega á í framkvæmd slíkra móta, ef meiningin er að halda þessu eitthvað áfram. Líkur eru á nokkurri fjölgun hrossa í Neskaupstað í sambandi við hið nýja hesthús sem nú er að rísa í Vindheimi. Allir básar í húsinu eru nú seldir. — Á. J. Skotvopnaleyfi Frestur til jtess að endurnýja skotvopnaleyfi rennur út 1. október 1979. BÆJARFÓGETINN í NESKAUPSTAÐ íbúðir til sölu Leiguíbúðanefnd Neskaupstaðar auglýsir hér með til sölu 4 íbúðir 100 m2, 2 íbúðir 75 m2 og 2 íbúðir 50 m2 í 11 íbúða fjölbýlishúsi við Nesbakka 19—20, sem haf- in er bygging á og áætlaður afhendingartími íbúðanna er í lok ársins 1980. Uthlutun ibúðanna og lána- og greiðslukjör fer eftir reglugerð um úthlutun lána og byggingu leigu- og sölu- íbúða sveitarfélaga nr. 403/1976. Umsóknarfrestur er til 25. september nk. og ber að skila umsóknum til formanns nefndarinnar, sem gefur nánari upplýsingar ásamt öðrum nefndarmönnum. Neskaupstað. 4. september 1979 / stjórn leigníbúðanefndar Neskaupstaðar, Árni Þormóðsson, jormaður, Ragnar Sigurðsson og Gísli Sighvatsson. NESKAUPSTAÐUR Frá bæjarverkstjóra Vantar 2—3 fastráðna verkamenn. Laun eru hæsta tímakaup samkv. samningum Verkalýðsfélags Norð- firðinga. Stefnt að akkorði í sorphreinsun. EGILSBÚÐ juuuuanaad Sími 7322 Neskaupstað □□□□□□ VIÐ SKULUM KÁLA STELPUNNl Bráðskemmtileg gamanmynd í litum, sem gerist á þriðja áratug aldarinnar er tveir ungir menn hyggjast með prettum komast yfir arf ungrar stúlku. Aðalhlut- verk Jack Nicholson. Sýnd í kvöld (fimmtudag) kl. 9. Kvöldbann 14 ára. DANSLEIKUR laugardagskvöld kl. 10 til 2. Hljómsveitin Áslákur leikur. — Munið nafnskírteinið. KALLI KEMST f HANN KRAPPANN Teiknimynd sem gerð er um vinsælustu teiknimynda- söguhetju Bandaríkjanna. — Sýnd sunnudag kl. 3. EYJAR í HAFI (ÍSLANDS IN THE STREAM) Afburðasnjöll litmynd gerð eftir einni af sögum snill- ingsins Emest’s Hemingways. Aðalh. George C. Scott. Sýnd sunnudag kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára. Norðfirðingar - Austfirðingar Mjög mikið úrval af vandaðri gjafavöru. Verslun Kristjáns Lundberg Neskaupstað NESKAUPSTAÐUR Til gjaldenda Þeir gjaldendur sem voru í vanskilum 17. sept. sl. mega búast við lögtaksaðgerðum eftir 27. sept. nk. ef ekki verða gerð skil fyrir )>ann tíma. BÆJ ARGJ ALDKERl Norðfirðingar athugið Vegna hreinsunar eru ]>eir sem eiga matvæli í frysti- hólfum sínum vinsamlega beðnir um að fjarlægja f>au nú }>egar. Einnig eru leigendur frystihólfa beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar og endurnýja hólfa- leigu sína fyrir 26. september. Að öðrum kosti verða hólfin leigð öðrum. Kaupfélagið FRAM, Norðfirði Prjónakonur Sænskt innflutningsfyrirtæki óskar eftir konum til að prjóna peysur, sokka, vettlinga og fleira úr lopa. Einnig umboðsmanni (konu) með góða þekkingu á prjónaskap. Allar frekari upplýsingar er að fá hjá Skrifið (á íslensku) til Handelsbolaget VASI & CO., P.o. box 2056 Varberg 2 Sverige

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.