Austurland


Austurland - 04.10.1979, Side 1

Austurland - 04.10.1979, Side 1
Austurland Rannsókn á húsum í Neskaupstað 29. árgangur. Neskaupstað, 4. október 1979 35. töiubiað. með tilliti til orkunotkunar, frágangs í kyndi- --------- klefum og alkalískemmda Seyðfirðingar vilja kanna nýjar leiðir til Á síðastliðnum vetri kaus bæj- arstjórn Seyðisfjarðar 3ja manna nefnd til þess að vinna að athug- unum um hagkvæmni fjarvarma- veitu. 18. ágúst sl. boðaði nefndin til borgarafundar til þess að kynna fólki málið. Sveinn Þórarinsson verkfræðingur á Egilsstöðum hafði áður gert frumathuganir og skilað skýrslu þar um í fyrra- haust. Hann mætti á þessum fundi ásamt Kristjáni Jónssyni raf- magnsveitustjóra ríkisins. Kyndistöðin myndi nota raf- magn sem orkugjafa en svartolíu til vara. Samkvæmt upplýsingum raf- magnsveitustjóra myndi raforka fást fyrir 50% af taxta 4—2 (þil- Mikil aðsókn til augnlœknis Augnlæknir er nú staddur í Neskaupstað sem ætti ekki að vera í frásögu færandi. En af því gerum við þetta að umtalsefni að um 300 manns pönt- uðu tíma hjá lækninum en ekki komust allir að sem vildu og þeg- ar síðast var vitað voru um 80 á biðlista og einnig var nokkuð um að fólk léti ekki skrá sig er um biðlistann fréttist. Blaðið hringdi til Stefáns Þor- leifssonar sjúkrahússráðsmanns og ilbað um upplýsingar á fyrirkomu- lagi augnlækninga í Neskaupstað. Stefán sagði að þetta væri á vegum Landlæknis, hann sendi augnlækna um landið en sveitar- félagið greiddi götu þeirra á hverj- um stað. Hins vegar hefði sjúkra- húsið veitt aðstoð við skráningu, öflun húsnæðis o. fl. og vanalega hefði augnlæknir komið 1 sinni á ári. Hann sagði að læknamir hafi hingað til komið með tæki með sér en £ heilsugæslustöðinni verði í framtíðinni aðstaða fyrir augn- lækna og stefnt yrði að því að þar verði a. m. k. lágmarksútbúnaður tækja. Hann gerði ráð fyrir að næsta ár geti augnlæknir haft að- stöðu í heilsugæslustöðinni en nú þurfi að leita á náðir aðila úti í bæ. Varðandi hina miklu þörf sem nú virðist vera á hjá bæjarbúum að komast til augnlæknis sagði Stefán, að um 1% ár væri liðið frá því að læknir hafi verið hér síðast, þannig að margir hafi vafalaust verið búnir að bíða leng- ur en gott væri. Hins vegar sagði hann aðsókn- ina vera meiri en gert hafi verið ráð fyrir, vaninn væri að um 15% íbúanna þyrfti augniæknisaðstoð árlega. Stefán sagði að læknirinn, sem hér væri, vildi mjög gjarnan leysa þennan vanda og væri nú að reyna að fá leyfi hjá vinnuveitendum Eramh á 3. tiðu hitunar húsa ofnataxta) sem væntanlega þýddi 90% til neytenda. Hjá Sveini kom fram, að nauð- synlegt væri, ef úr framkvæmd- um yrði, að vinna þær á sem stystum tíma vegna arðsemissjón- armiða. Nýlega munu Sveinn og Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri Austurlands, hafa setið fund með nefndinni og bæjarráði. Skoðanir fólks varðandi þetta mál munu vera nokkuð skiptar. Fiestum þykir orkuverðið of hátt miðað við þann stofn- og reksturs- kostnað sem veitunni fylgir. Síhækkandi orkuverð veldur samt því, að fólk er fullt áhuga á, að kannaðar verði vandlega allar nýjar leiðir í sambandi við húsahitun, því að sannarlega er olíukynding orðin flestum heimil- um óbærilega kostnaðarsöm og sígur þar stöðugt á ógæfuhliðina. JJ./Ó.Þ. Síðastliðinn þriðjudag var stadd- ur í Ncskaupstað starfsmaður Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins, Óli Hilmar Jónsson til að undirbúa rannsókn sem á að gera á húsum þar í bæ. Blaðið náði tali af Óla Hiimari og spurði hann um rannsókn þessa. Hann sagði, að þetta væri um- fangsmikil rannsókn, gerð að til- hlutan Iðnaðarráðuneytisins og að henni stæðu auk þess Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins, Orkustofnun og Brunamálastofn- un. Rannsaka ætti orkunotkun og möguleika á orkusparnaði. í leið- inni yrði svo rannsakað öryggi í sambandi við frágang í kyndi- klefum (ef í ljós kæmi t. d., að öryggi væri ábótavant yrði fólki gert viðvart). Síðast en ekki síst væri ætlunin að kanna ástand húsa með tilliti til alkaliskemmda, sem fundist hafa í húsum víða um land og athuga hvort ástandið væri eins slæmt á Frá aðalfundi kjördœmisráðs Hluti fundarmanna ú aðalfundinum. Aðalfundur kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Austurlands- kjördæmi var haldinn 1 Neskaup- stað dagana 29. og 30. sept. Fundinn sóttu 40 fulltrúar frá flestum Alþýðubandalagsfélögum á Austurlandi og var hann haldinn í Egilsbúð. Meðal fulltrúa voru alþingis- mennimir Lúðvík Jósepsson, Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, sem flutti erindi um iðnþróun og iðnaðarstefnu. Gestur fundarins var Baldur Óskarsson, erindreki, sem ræddi um stöðu verkalýðsfélaganna og fleira. Stjórn kjördæmisráðsins var endurkjörin, en hana skipa: Heim- ir Þór Gíslason, Höfn, form., aðr- ir í stjórn eru: Þorbjörg Arnórs- dóttir, Hala Suðursveit og Viðar Þorbjömsson Höfn. Nefndir störfuðu á laugardags- kvöld og einnig á sunnudag . Ályktanir allsherjamefndar og stjórnmálanefndar, sem samþykkt- ar vom á fundinum, birtast ann- ars staðar hér í blaðinu. Austurlandi og víða fyrir sunn- an. Óli Hilmar sagði, að rannsóknin yrði gerð í haust á fjórum stöð- um: Raufarhöfn, Hvolsvelli, Bol- ungavík og í Neskaupstað, allt svæði sem ekki hafa hitaveitu og að rannsökuð yrðu 150 hús á hverjum stað eftir tölvuúrtaki. Tveir hópar sem { yrðu tveir menn myndu fara á staðina. Hann sagði, að þegar væri byrj- að á Hvolsvelli og að fólk þar hafi sýnt málinu töluverðan áhuga. Áætlað væri að ljúka vett- vangsrannsókn fyrir áramót og hefja síðan úrvinnslu þeirra. Framkvæmd rannsóknarinnar mun vera í höndum Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins. — Ó. Þ. Fiska nú fyrir erlendan markað Bátamir tveir sem Reyðfirðing- ar gera út, Gunnar og Snæfugl fiska nú fyrir erlendan markað og hafa þegar selt einu sinni hvor. Þeir lönduðu 12 tonnum alls á vetrarvertíðinni. Reyðfirðingar hafa barist lengi fyrir því að fá að endurnýja flot- ann en gengið illa og aldrei ver en nú. Þeir eiga auk ofannefndra báta y2 togara. Hólmanesið, á móti Eskfirðingum. Hann landar á Eskifirði og er aflanum ekið til Reyðarfjarðar. . Frystihúsið fær einnig afla frá trillunum en mikil óánægja ríkir hjá trillukörlum vegna þess hve þeir fá stuttan tíma til löndunar. Þeir fá aðeins að landa 2 klst. á dag virka daga. Tregur afli hefur verið hjá trill- unum í sumar. Fyrsta loðnan í sumar barst á síðasta föstudag þann 21. sept. og eru nú komin á land um 1500 tonn og bræðsla hafin. — ÁJM./Ó.Þ. Þarf stóraukna frœðslu- starfsemi verkalýðsfélaga Formaður kjördœmisráðs, Heimir Þór Gíslason Lífið á Eskifirði gengur sinn rólcga vanagang. Atvinna næg og finnst víst sumum nóg um og tal- að er um vinnuþrælkun. Allavega stendur þessi mikla vinna félags- lífi mjög fyrir þrifum, ásamt áhugaleysi, sem er alveg geysileg- ur dragbítur á allt starf. Nokkur félög eru þó starfandi og má' segja, að þau séu sæmi- lega lifandi, má þar nefna Ung- mennafélagið Austra, sem hefur haldið uppi talsverðri starfsemi einkum til stuðnings knattspymu- liði sínu, sem eins og kunnugt er leikur í 2. deild K.S.Í. og skapar því mikil aukaútgjöld fyrir félag- ið. Margir hafa orðið til þess að styðja myndarlega við bakið á Austradrengjunum og er það metnaðarmál Eskfirðinga, að þeir standi sig sem best Kvenfélagið er líka nokkuð virkt og heldur uppi reglulegum spilakvöldum með kaffiveitingum. Ágóðanum af þeim er varið til góðra málefna eins og er háttur kvenfélaga almennt. Slysavarnadeildin Hafrún hefur sömuleiðis unnið gott starf. Leikfélag Eskifjarðar var endur- lífgað á síðastliðnum vetri en það hafði sofið þyrnirósarsvefni ámm saman, aðeins rumskað lítillega á margra ára fresti. Sem sagt það var vakið upp og starf þess á liðn- um vetri lofar góðu og þess vænst, að það geti orðið mikill menn- ingarauki og gleðigjafi fyrir bæ- inn. Verkamannafélagið Árvakur starfar nokkuð vel, en það bagar mjög almenn deyfð og áhugaleysi. Það er engu líkara en fólk geri sér ekki grein fyrir hversu þýð- ingarmikil verkalýðsfélög em fyr- ir hinar vinnandi stéttir eða hvar við stæðum án þeirra. Starf félagsins er í höndum alltof fárra aðila, sem hefnir sín í lakara starfi og í óhóflegu álagi á þá sem áhuga og skilning hafa á þýðingu félagsins. Sennilega mætti ráða bót á þessu að einhverju leyti með stóraukinni fræðslustarfsemi á vegum verka- lýðsfélaganna, því að það er stað- reynd, að það ríkir ótrúleg fá- fræði á þessu sviði. Sérstaklega er áberandi sinriuleysi ungs fólks á öllum félagsmálum. Þama er mik- ið verk að vinna, virkja þarf þetta unga fólk, þvf að það er jú það sem á að erfa landið. — Þ. E.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.