Austurland


Austurland - 11.10.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 11.10.1979, Blaðsíða 1
Austurland isrr, ~ 29. árgangur. Neskaupstað, 11. október 1979. 36. tölublað. Menntaskólinn á Egilsstöðum Alþýðuflokkurinn sprengir ríkisstjórnina Þinglið hans sundrað og uppgefið og treystir ekki róðherrum flokksins Ymsir Atþýðuflokksmenn í verkalýðshreyfingunni andvígir ákvörðun þingflokksins Austurland sneri sér til Hjör- leifs Guttormssonar iðnaðarráð- herra síðastliðinn priðjudag og leitaði álits hans á síðustu við- burðum og loftfimleikum þing- manna Alþýðuflokksins. Hann hafði þetta um málið að segja: „Ákvörðun þingliðs Alþýðu- flokksins síðastliðinn föstudag um 55.000 tonn hafa borist til hafna Austanlands Mjög góð ioðnuveiði hefur ver- ið unaanlarið á ioðnumiðunum norður ar Koibeinsey. Ahs er veiðin orðm rúmar 200 þúsund lestir. — Fiskrfræðingar hafa lagt til að ekki verði veitt meira af ísienska loðnustofninum á sumar- og vetrarvertíð en 600 þúsund tonn en þegar er búið að veiða meir en heiming þess magns þegar afli Norðmanna er talinn með. Ekki er enn ljóst hversu lengi veiðarnar verða látnar halda á- fram nú í haust - en eitt er víst að þær verður að takmarka. — Skynsamlegra er að leyfa veiðar áfram fram eftir hausti en tak- marka þess í stað veiðar á vetrar- vertíð þar sem loðnan gefur af sér miklu meiri afurðir nú en þá. Fitumagn loðnunnar er þessa dagana um 15% og þurrefnismagn mjög svipað. — Á vetrarvertíð er fitumagnið 12-—14% í byrjun ver- tíðar en lækkar svo um c. a. 1% á viku. Þess ber þó að geta að hrognin eru mjög dýrmæt á vetr- arvertíðinni. Á þessari vertíð hafa alls borist um 55.000 tonn af loðnu til Aust- fjarðahafna og skiptist aflinn þannig milli staða: S. R. Seyðisfirði 19.000 tonn Isbjöminn Seyðisfirði 9.000 tonn Neskaupstaður 15.000 tonn Eskifjörður 11.000 tonn Reyðarfjörður 8.000 tonn Fáskrúðsfjörður 3.000 tonn Rúmlega 20 tíma sigling er af miðunum og hingað austur. — G. B. að sprengja ríkisstjómina og krefj- ast skammdegiskosninga hefur eðlilega mælst afar illa fyrir í röðum vinstri manna og þykir bera vott um ótrúlegt ábyrgðar- leysi. Hafi þinglið Alþýðuflokks- ins þó sýnt af sér marga ótrúlega tilburði á Alþingi síðastliðinn vet- ur og vitað var að drjúgur hluti þess var andvígur stjórnarsam- starfinu allt frá upphafi og vildi taka saman við Sjálfstæðisflokk- inn. Sérstaka athygli vekur, að Al- þýðuflokksforystan skuli undir- búa stjórnarslit og stökkva fyrir borð nú rétt fyrir þingbyrjun á sama tíma og innan ríkisstjórnar- innar vom í gangi viðræður um efnahagsstefnuna og ekki hafði skorist neitt teljandi í odda nýlega milli stjómarflokkanna. Þetta staðfesti raunar Magnús Magnús- son ráðherra frammi fyrir alþjóð um daginn og Benedikt Gröndal fullyrti aðspurður, að engin sér- stök ágreiningsmál hefði ráðið samþykkt þingflokksins nú. Fiokksforystan ber einkum við óánægju meðal stuðningsmanna Alþýðuflokksins með málafylgju hans í ríkisstjóminni þannig að samþykkt þingflokksins felur í sér sérstakt vantraust á ráðherra flokksins og uppgjöf af hálfu þingflokksins. Annars er mér efst í huga það ábyrgðarleysi og svik við vinstra fólk í landinu sem felst í þessari ákvörðun Alþýðuflokksins. Stjórn- arslit af hans hálfu nú þjónar fyrst og fremst hagsmunum Sjálf- stæðisflokksins og þeirra afla sem á bak við hann standa. Flokkur- inn ber við sérstökum áhuga sln- um á baráttunni gegn verðbólgu en stjórnarslitt nú og kosninga- barátta I vetur á sama tíma og flestir kjarasamningar eru lausir em einmitt líkleg til að valda ringulreið og óvissu og verulegri mögnun verðbólgunnar, landið verði stjórnlaust að kalla og af- greiðsla fjárlaga dragist úr hömlu. Þá vil ég minna á fjölmörg Framh. á 3. *íðu Myndin sýnir leikteppi sem nemendur Gagnfrceðaskólans í Neskaupstað gerðu undir stjórn þáverandi kennara síns Messíönu Tómasdóttur. Leikteppið gáfu þau Dagheimilinu á staðnum þar sem börnin hafa það ekki einungis til augnayndis heldur leika sér með það. Hlutirnir eru fœranlegir, hœgt að hengja upp þvott, taka upp kartöflur o. s. frv. Með myndinni viljum við minna á „Opið hús“ í Dagheimilinu á laugardag. Sjá frétt á 4. s. — Ljósm. E. Þ. „Blóðugt að geta ekki fullnýtt möguleikana" Árið 1963 var byggð upp á Djúpavogi aðstaða til síldarsölt- unar sem síðan hefur verið árviss þáttur í atvinnulífinu þar. Á vertíðinni í fyrra var saltað I 9 þúsund tunnur af síld hjá Bú- landstindi hf. Fyrsta síldin á þess- ari vertíð barst 27. september sl. og er nú búið að salta í um 3 þúsund tunnur á rúmri viku. Útflutningsverðmæti þessa magns mun vera 125—130 milljónir króna. 40 stúlkur vinna í ákvæðisvinnu við söltunina og auk þess vinna 8 manns í tímavinnu að staðaldri hjá stöðinni. Síldin sem komið hefur á land er fengin á Lónsbugtinni sem er um tveggja klukkustunda stím frá Djúpavogi. í þessari aflahrotu fékk mótor- báturinn Jón Guðmundsson 11 hundruð tunnur af síld í einni drift, sem mun vera metveiði hjá reknetabát. Mönnum hefur fundist það heldur blóðugt, að geta ekki full- nýtt þá möguleika sem hægt væri við verkun síldarinnar, sem best á land ekki síst þar sem síldin er bæði stór og feit og mjög góð til frystingar, bæði til útflutnings svo og til beitu. Frystihúsið á Djúpavogi er þannig í stakk búið þessa stund- ina, að það getur ekki tekið á móti neinu hráefni til vinnslu þar sem unnið er við að fullljúka byggingunni. Vonir standa þó til að hægt verði að taka nýja frysti- húsið að fullu í notkun við upp- haf vetrarvertíðar. Nú er verið að vinna að því að steypa upp 360 ferm. frystiklefa og eru frystivél- ar væntanlegar í byrjun desember. Mikið er I húfi að allar áætlanir standist svo að atvinnumálin lendi ekki í kaldakol um hábjargræðis- tímann. —Már. verður vígður næstkomandi sunnudag. Athöfnin hefst kl. 14 í Egils- staðakirkju. Að lokinni athöfninni í kirkj- unni verður gengið til skólans þar sem flutt verður ávarp, gestum boðið að þiggja kaffiveitingar og skoða skólann og eru allir vel- komnir. Skólastarfið er hafið. Nemend- ur eru 99, flestir eða u. þ. b. % eru af Austurlandi. Skólinn starfar eftir samræmdu eininga- og áfangakerfi fjölbrauta- skólanna. Stefnt er að útskrift fyrstu stúdenta vorið 1981, á við- skiptamála-, uppeldis- og náttúru- fræðibraut. Auk þess stunda nám í skólanum nemendur, sem stefna að öðru en stúdentsprófi. Má þar nefna bóklegan kjama iðnnáms, leiðbeinendanám í íþróttum o. fl. Skólahúsið er afar vandað (nem- endaherbergi búin snyrtiherbergj- um með steypibaði). Mötuneyti er rekið I skólanum, bæði fyrir heimavistamemendur og einnig þá sem búa úti í bæ. LEIKFELAG NESKAUPSTAÐAR: Setur upp Andorra Leikfélag Neskaupstaðar hefur hafið vetrarstarf sitt. Félagið frumflutti í sumar í til- efni 50 ára afmælis Neskaupstað- ar nýtt leikverk „Vaxlíf“ eftir Kjartan Heiðberg kennara í Nes- kaupstað. Gert hafði verið ráð fyrir að taka Vaxlíf til sýninga aftur í haust og fara I leikför hér Austan- lands en af því getur ekki orðið, ,vegna fjarveru tveggja leikenda æn of viðamikið yrði að æfa aðra í stað þeirra. Þess í stað hefur Leikfélagið hug á að setja upp leikritið Andorra eftir Max Frisch. Leik- stjóri hefur þegar verið ráðinn, Magnús Guðmundsson og er verið að ráða í hlutverkin. Félagið hefur fengið aðstöðu í Tónabæ, þar er orðið hið vist- legasta húsnæði til æfinga og geymslu leikmuna. Formaður Leikfélags Neskaup- staðar er Anna M. Jónsdóttir. — Ó. Þ. Sláturtíðin Sláturtíð stendur nú yfir á Djúpavogi sem annars staðar og er áætlað að slátra um 17 þúsund fjár en það er um 15 hundruð fleira en í fyrra. Dilkar eru mun rýrari en í fyrra og gæti því heildarkjöt- þungi orðið svipaður og þá var. Um 50 manns vinna við slátrun- ina eins og jafnan áður. Slátrun hófst 13. sept. hjá Kaup- félagi Héraðsbúa á Reyðarfirði. Dilkar eru heldur í lélegra lagi. Reiknað er með að slátmn standi út október og að slátrað verði um 25 þúsund f jár. — Á.M./Ó.Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.