Austurland


Austurland - 18.10.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 18.10.1979, Blaðsíða 1
AUSTURLAND 29. árgangur. Neskaupstað, 18. október 1979. 37. tölublað. ! Eitt síðustu verka Hjörleifs sem iðnaðarráðherra: Hlupu frá þýðingarmiklum hagsmunamálum alþýðu til að mynda dúkkustjórn fyrir íhaldið aö leika með ) Akveðið að virkja \ Bessastaðaá sem J1. hluta virkjunar í Fljótsdal Nú hefur það gerst að ný stjórn hefur tekið við á landi hér á ábyrgð og með fullum stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Alþýðuflokkurinn kaus að opinbera enn betur en áður þá staðreynd, sem raunar hefur legið ljós fyrir þeim sem gerst hafa fylgst með, að meirihlutinn í þeim flokki vill ekki eiga samleið með vinstri öflum'í landinu. Hann vill stjórna með Sjálfstæðisflokknum af þeirri eðlilegu ástæðu að meginstefnu- mið þeirra fara saman. Þessi dúkkustjórn á að leggja grunn að þessu samstarfi og sjálfstæðismenn hafa þar tögl og halgdir, ráða í raun og bera alla ábyrgð á hugsanlegum stjórnarathöfnum og þeirri þróun sem nú er að gerast. Vinstra fólki í landinu er þetta holl lexía. Fyrrverandi ríkisstjórn tók sannarlega vel á mörgum mál- um. Alþýðuflokkurinn hljóp frá mörgum þýðingarmiklum hags- munamálum íslenskrar alþýðu, ekki síst landsbyggðarfólks, mál- um sem í höfn hefðu komist nú í vetur ef af heilindum hef ði verið starfað. Deilurnar í ríkisstjórninni stóðu um afar einföld atriði í raun. Samstarfsflokkar Alþýðubanda- Iagsins höfðu þar um margt sam- eiginlega afstöðu þó að Alþýðu- f lokkurinn gengi þar ætíð lengra. Deilan stóð um samneysluna í þjóðfélaginu, atvinnuöryggið og í Iieinu samhengi þar við en ofar öllu: Lífskjör híns vinnandi manns við sjó og í sveit. Alþýðubandalagið neitaði ævin- lega að leysa vandann einhliða með því að lækka kaup láglauna- fólks með því að stofna atvinnu- öryggi í hættu á þann samdráttar- veg sem Alþýðuflokkurinn setti í öndvegi. Illu heilli snérust Framsóknar- menn á sl. vetri til liðs við kröfur Alþýðuflokksmanna um skerðingu kaups, um samdrátt, og um há- vaxtastefnu sem einhliða aðgerðir sem nú eru að verða eitt alvar- legasta vandamál margra alþýðu- heimila. Alþýðubandalagið mat líf ríkis- stjórnarinnar og störf hennar það mikils fyrir alla vinstri menn í landinu, að það lét í sumu undan; sætti sig við málamiðlun eftir að ýmiss fráleitustu atriðin í tillög- um samstarfsflokkanna höfðu verið felld út eða lagfærð. Nú þegar ný íhaldsstjórn blasir við, ef vinstra fólk f landinu verð- ur ekki á verði, er mörgum ef til vill ljósara hvers vegna Alþýðu- bandalagið lagði svo mikla áherslu á það þrátt fyrir allt að halda fyrri stjóra saman. Skilin eru nú skörp: Annars vegar er stjórn íhalds með — samdrátt nauðsynlegra fram- kvæmda — skerðingu kaupmáttar — óheftan gróða einkaframtaks- ins — erlenda stóriðju og — ómengaða aronsku. Fáskrúðsf jörður: Sólborg seldi ytra Sólborg hefur veitt ínet f sum- ar og haust, en afli hefur verið tregur í heild og auk þess voru miklar frátafir frá veiðum vegna þorskveiðibannsins. Sólborg er nú nýlega komin úr söluferð til Þýskalands, þar sem hún seldi 63 tonn fyrir gott verð. Guðmundur Kristinn er byrj- aður línuveiðar og minni bátar stunda einnig með línu. Afli togaranna hefur veríð með minna móti að undanförnu, en þó hefur vinna verið næg í fisk- vinnslunni. Haffell landaði 50 tonnum á mánudag og Ljósafell er fyrir skömmu byrjað veiðar að nýju eftir að hafa verið í slipp um skeið. Hingað hafa borist 3.300 lestir af loðnu til bræðslu og hefur bræðsla gengið vel. — B. S. Hins vegar er stefna Alþýðu- bandalagsins með — áframhaldandi sókn til auk- innar samneyslu og félagslegra framfara og uppskurðar á efnahagslífinu Þann 11. október sl. sendi Iðnaðarráðuneytið erindi til Rafmagnsveitna ríkisins þar sem tilkynnt er sú ákvörðun ráðuneytísins að ráðast skuli í Bessastaðaár- virkjun sem fyrsta áfanga Fljótsdalsvirkjunar og að Rafmagnsveitunum sé falið að reisa og reka virkjunina. Neskaupstaður: atvinnuöryggi á grunni lenskrar atvinnustefnu ís- aukinn launajöfnuð og bættan kaupmátt hinna lægst launuðu og þá stefnu í þjóðfélagsmál- um okkar sem jafnt lýtur að andlegu sem efnahagslegu sjálfstæði okkar. Kosningabaráttan verður hörð og óvægin en megin sanníndin liggja lyrir: Valið er milli Alþýðubanda- lagsins og ihaldsins. í engu má sundra kröftum einlægra vinstri manna, það sannar saga síðustu stjórnar það sanna atburðir lið- inna daga. Skuttogaramálið komið í höfn Lán fengið hjá enskum banka til kaupanna. Helgi Seljan Nú hefur endanlega verið geng- ið frá sölu á skuttogaranum Barða NK 120 úr landi. — Sala þessi hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og setti Kjartan Jóhannsson reglu- gerð þess efnis að ekki fcngist lán úr Fiskveiðisjóði til kaupa á skipi í stað Barða. Síldarvinnslan hf. fór þá aðrar leiðir og tókst að fá lán hjá enskum banka til skipakaupanna. — Barðinn er seldur til Frakk- lands og þaðan kemur einnig hið nýja skip sem keypt er í stað Barða. Það skip er systurskip Birtings NK. Kaupverð nýja skipsins er 10,5 milljónir franka en söluverð Barðans 4,5 milljónir franka. Barðinn er nú á veiðum og mun hann sigla með aflann og selja hann í Frakklandi, en að því loknu munu hinir frönsku kaup- endur taka við skipinu. Hið nýja skip sem bera mun nafnið Barði fer til Englands til breytinga og vænta má að skipið komi til íslands síðari hluta desember- mánaðar. — G. B. Djúpavogur: Aœtlað að framkvœmdir höfn og frystihús fylgdust að Frá höfninni á Djúpavogi. . Fjórir batar 70 til 120 tonn liefja linu strax eftir áramótin, auk þess munu nokkrir minni bátar verða gerðir þaðan út f vetur. Á vegum Búlandstinds hf. er nú unnið að endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins jafnframt pví að verið er að kanna, hvernig hráefnisöflun fyrir nýja frystihús- ið verður best tryggð heima fyrir til i'rambúðar. Á fjárlögum yfirstandandi árs var áætlað að leggja 35 milljónir króna tij hafnannála á Djúpa- vogi. Fyrirhugað var að þessi upphæð færi til þess að kaupa 50 metra stálþil sem koma á framan við nýja frystihúsið. Það hefur verið stefnt að því frá upphaíi f öllum áætlunum, Ljósm. Ó. Þ. vegna uppbyggingar fiskiðjunnar, að þessar tvær framkvæmdir þ. e. frystihúsið og hafnarframkvæmd- in fylgdust að svo tengdar sem þær eru hvor annarri. Hart er, að það geti orðið svo slæmt sem það nú er. Verið er að ljúka lagfæringu á síldarverksmiðjunni þannig að hægt verður að taka á móti loðnu til bæðslu í næstu viku. — Már

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.