Austurland


Austurland - 25.10.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 25.10.1979, Blaðsíða 1
ÆUSTURLAND 29. árgangur. Neskaupstað, 25. október 1979. 38. tölublað. Gjörræði iðnaðarráðherra kratanna Ákvörðun um virkjun Sjálfvirkur símí á alla sveitabœi innan fjögurra ára Ragnar Arnalds lagði fram á Alþingi í haust frumvarp um símamál t[•!• • Bessasi afturkölluð r Eins og Austurland greindi frá í síðustu viku, tók Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðar- ráðherra, um það ákvörðun 11. október sl., að ráðist skuli í Bessa- staðaárvirkjun á grundvelli gild- andi heimildarlaga, en fram- kvæmdum verði hagað pannig, að virkjunin geti myndað hluta af stærri heild. Þetta gerðist áður en stjórn Ólafs Jóhannessonar baðst lausnar og sendi iðnaðarráðuneyt- ið Rafmagnsveitum ríkisins erindi par að lútandi. Ekki hafði Alpýðuflokkurinn fyrr myndað ríkisstjórn á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins en nýr iðn- aðarráðherra, Bragi Sigurjónsson ákvað að afturkalla fyrirmæli Hjörleifs og fylgdu m. a. stað- hæfingar um, að ekki væri „þörf á að taka ákvörðun um fram- kvæmdir að svo stöddu ..." Þessi einstæða gjörð iðnaðar- ráðherra Alþýðuflokksins hefur eðlilega vakið undrun og réttláta reiði og verið fordæmd víðar en hér eystra. Menn minnast þess, að hér eru á ferðinni sömu aðilar og komið hafa í veg fyrir allar Vopnafjörður Ný heilsu- gœslustöö Fyrir nokkru var tekin í notkun ný heilsugæslustöð á Vopnafirði. Mun hún þjóna Vopnafirði og Skeggjastaðahreppi. Heilsugæslustöðin kostaði um 100 milljónir króna og par eru 2 sjúkrastofur og lyfjageymsla. Tæki stöðvarinnar eru gömul en vonir stóðu til að fjárveiting til tækjakaupa yrðu á næstu fjárlög- um. Læknir stöðvarinnar er Þengill Oddsson og einnig starfar þar hjúkrunarkona og ljósmóðir. Seyðisfjörður Prests- kosning Sunnudaginn 14. október fór fram prestskosning { Seyðisfjarð- arprestakalli. Einn umsækjandi var í kjöri séra Magnús Björn Björnsson, settur prestur á Seyðisfirði. Á kjörskrá voru 552. Atkvæði greiddu 338. Magnús hlatit 337 atkvæði og þar með lög- mæta kosningu. Einn seðill var auður. tilraunir til frekari gufuöflunar fyrir Kröfluvirkjun og felldu einn- ig sl, sumar tillögu iðnaðarráð- herra um að verja jafnhárri upp- hæð í styrkingu dreifikerfa fyrir rafmagn í þéttbýli, sem flýtt hefði fyrir raforku til húshitunar. Þá bera Alpýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur einnig á því ábyrgð, að samdægurs og ákvörðun um Bessastaðaárvirkjun var afturköll- uð, var sameignarsamningur um nýja Landsvirkjun felldur í borg- arstjórn Reykjavíkur, en tilkoma þess fyrirtækis hefði m. a. þýtt stórt spor til jöfnunar raforku- verðs. Um þessi ótíðindi er nánar fjall- að í leiðara Austurlands í dag. Brýnasta verkefnið í símamál- um okkar landsbyggðarfólks jafn- hliða auknum jöfnuði, hvað kostn- að snertir, er tvímælalaust að koma sveitum landsins í viðun- andi símasamband. Þjónustu- og öryggisleysið er þar „ víða svo mikið að fæstir mundu í raun trúa því. Tvens konar áætlanir um að- gerðir í símamálum lágu nú fyrir í ráðuneytinu. Ragnar Arnalds hafði þar kappsamlega unnið að hvoru tveggja, þó ekki yrði starfs- tími hans langur. Annars vegar snerti þetta jöfn- un símakostnaðar, markvissar að- gerðir til viðbótar við þau áður teknu skref, sem skiluðu okkur þó alltof skammt á veg. Þó skyldi því ekki gleymt hér eystra, að á sl. vetri var hæsti 130 þús. tonn af loðnu komin til Austfjarðahafna +:W>: gjaldflokkur felldur niður og sárasti broddurirm þar með. Allir sveitabæir í sjálf virkt samband Hins vegár er svo áætlun, sem lögð var nú fram um algeran for- gang þess verkefnis að koma öll- um sveitabæjum á landinu í sjálf- virkt símasamband. Þessi áætlun er í aðalatriðum fóigin í pvi að stefnt er að pví, að öll hcimili eigi kost á sjálfvirkum síma inn- an fjögurra ára. Til pess að auðvelda petta skulu tæki og búnaður til pessa verk- efnis undanpegin aðfiutnings- gjöldum og söiuskatti við inn- flutning og heimiluð er lántaka allt að 600 millj. kr. árlega til fjármögnunar framkvæmdanna. Frumvarp Ragnars var staðfest og sampykkt tii framiagningar af fyrri ríkisstjórn og lagt fram á Alpingi í samræmi við pað. Því skal ekki að óieyndu trúað á neina ríkisstjórn, að hún fylgi þessu ekki eftir. Þó skyldi hér varnagli sleginn. Þeir sem boða sífellt niðurskurð opinberra framkvæmda hljóta að verða að taka par á ákveðnum þáttum og hver veit nema ráðist yrði á garðinn þar sem hann er lægstur, misréttið verst og einmitt í þessu yrði hnífnum beitt. Sveita- f ólk verður að vera hér vel á verði og knýja á um það, að í engu verði á slakað. Hér er um að ræða jafnréttismál, sem sveitafólk á sjálfsagða kröfi til. — H. S. Vopnfirðingar Vona að úr rœtist Mikil og góð loðnuveiði hefur verið að undanförnu, er sú afla- hrota sem undan er gengin sú mesta sem hér hefur komið síðan veiðar hófust á loðnu að hausti til. Á annaðhundrað þúsund lestir hafa borist til Austf jarða og skipt- ist aflinn pannig sl. priðjudag. Vopnafjörður 6.000 t. S.R. Seyðisfirði 37.000 t. fsbjörninn Seyðisfirði 15.000 t. Neskaupstaður 26.000 t. Eskifjörður 21.000 t. Reyðarfjörður 16.000 t. Fáskrúðsfjörður 5.000 t. Vopnfirðingar hafa fest kaup á tannlæknatækjum sem setja á upp í gamla læknisbústaðnum þar. Tannlæknir er enginn á Vopna- firði en vonir standa til að úr þeim málum rætist með tilkomu tækjanna. Neskaupstaður í tilefni barnaárs Barnið og skipulagið Samtals 130.000 t. Ekkert er vitað hvort framhald verður á loðnuveiðum, en mörg- um þykir nú tími til kominn að stöðva veiðarnar, þannig að eitt- hvað magn megi veiða á vetrar- vertíð. — G. B. Myndin að ofan er frá loðnu- löndun á Eskifirði — Lm. Ó. Þ. í upphafi barnaárs var stofnuð barnaársnefnd í Neskaupstað að frumkvæði barnaverndarnefndar. Voru fulltrúar úr ýmsum nefnd- um á vegum bæjarins kvaddir í nefndina og var hennar fyrsta verk að standa f yrir kynningar- og um- ræðufundi um barnabókmenntir þar sem Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur flutti erindi. Á vordögum var haldið 2ja daga foreldranámskeið undir leið- sögn Sigrúnar Júlíusdóttur fé- lagsráðgjafa. Nú hyggst nefndin taka fyrir uuihverfis- og skipulagsmál með tilliti til barna. Laugardaginn 27. október n. k. kl. 15.00 verður fjallað um þau mál á fundi í fund- arsal Egilsbúðar. Þar mun Logi Kristjánsson bæjarstjóri ræða um skipulag þéttbýlis með tilliti til barna og taka þá sérstaklega mið af Neskaupstað og Stefán Thors skipulagsarkitekt sem nýlega var ráðinn til skipulagsskrifstofu S.S.A. á Egilsstöðum mun ræða um það umhverfi sem foreldrar geta skapað börniun sfnum sjálfir t. d. á lóðum sfnum. Þessi verkefni barnaársnefhdar hafa öll verið fyrir foreldra, næst verður eitthvað gert fyrir börnin, meira um pað sfðar. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri Stefán Thors skipulagsarkitekt Á meðan á fundinum stendur verfiur baraagæslft í Dagbeimillnu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.