Austurland


Austurland - 25.10.1979, Síða 2

Austurland - 25.10.1979, Síða 2
• • • __________Æusturmnd__________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritncfnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðarson, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólfif Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Augiýslngar og dreifing: Bima Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: EgBsbraut 11, Neskaupstað siml 7571. Prentun: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Gjörræði í garð Austfirðinga Síðustu vikur hafa reynst afdrifaríkar í stjómmálabarátt- unni og fyrir þróun landsmála á mörgum sviðum. Alpýðu- flokkurinn hefur ekki aðeins sprengt ríkisstjóm og myndað dúkkustjóm í skjóli Sjálfstæðisflokksins, heldur vinnur þessi nýi meirihluti nú að j?ví leynt og ljóst að brjóta niður ákvarð- anir og stefnumál fyrri ríkisstjómar. Skýrasta dæmið um þetta, og f>að alvarlegasta sem snýr að Austfirðingum, er pað gjörræði Braga Sigurjónssonar ráð- herra að afturkalla ákvörðun Hjörleifs Guttormssonar fyrr- verandi iðnaðarráðherra, um að ráðist skuli í Bessastaðaár- virkjun, sem fyrsta áfanga virkjunar í Fljótsdal. Ákvörðun Hjörleifs var reist á gildandi lögum um Bessastaðaárvirkjun og f>eim heimildum fyri’verandi ríkisstjómar og Aljúngis sem veittar voru með lánsfjáráætlun yfirstandandi árs. Þar er tekið fram að ljúka megi í ár undirbúningi Bessastaðaárvirkjunar og ráðast í framkvæmdir, pcgar virkjunin teljist hagkvæm í heildarskipulagi orkumála landsins, að öryggissjónarmiðum meðtöldum. Þrátt fyrir hatramma andstöðu við virkjun á Austurlandi frá ýmsum aðilum og f>ingliði og ráðherrum Alpýðuflokksins sérstaklega, fékk Hjörleifur gild rök, studd áliti sérfræðinga, fyrir ákvörðun sinni um framkvæmdir við Bessastaðaárvirkjun, sem fella mætti að stærri heild á síðari stigum. í fjárlagafrumvarpi }>ví, er lagt var fram á Alfingi í fingbyrjun, er samkvæmt tillögu iðnaðarráðuneytisins gert ráð fyrir 1550 milljónum króna fjárveitingu til virkjunarinnar á næsta ári en hinn nýi iðnaðarráðherra Alfýðuflokksins hefur einnig lýst þessa tillögu um fjárveitingu ómerka og úr gildi fallna. Með riftun Braga Sigurjónssonar á ákvörðxmum fyrirrenn- ara síns hafa gerst hin alvarlegustu tíðindi, ekki aðeins fyrir Austfirðinga heldur framvindu orkumála í landinu á næstu árum. Vegna breyttra aðstæðna í orkumálum að imdanfömu og óvenjulegs árferðis er }>að nú mat sérfræðinga, að næsta virkjun fyrir landskerfið til að leysa almenna eftirspum, J>urfi að komast í gagnið á árinu 1985, og ekki síðar en 1983 þurfi Austfirðingar á viðbótarorku að halda, svo ekki sé minnst á ófullnægjandi öryggi er við nú búum við. Auk virkjunar í fjórðungi er lagning stofnlínu um Austiu-- Skaftafellssýslu og samtenging sunnan jökla nauðsynjamál er hrinda verður í framkvæmd á næstu árum. Iðnaðarráðherra gerði um J>að tillögu sl. sumar, að til lagningar stofnlínu frá Skriðdal til Hafnar í Homafirði verði veittar 2000 milljónir króna á næsta ári, )>annig að samtenging komist á við Höfn haustið 1981. Undir }>essa tillögu Hjörleifs hefur enn ekki verið tekið, og lítil ástæða sýnist til bjartsýni í þessu efni sem öðrum eins og nú horfir um landsstjórnina. Það eru pví dökkar horfur í orkumálum Austurlands eftir stjórnarskiptin og gjörræði nýrra valdhafa, )>ótt tekist hafi að koma mörgum hagsmunamálum áleiðis í orkumálum fjórðungsins undir forystu Hjörleifs Guttormssonar sem iðnað- arráðherra. Brugðið fæti fyrir nýja Landsvirkjun Alpýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur láta nú skammt stórra högga í milli gegn framförum og brýnustu endurbótum Megi gœfa fylgja Framhald af 4. síðu. pví sviði vonum við að vel megi til takast allt frá byrjun og óskum starfsliði skólans og nemendum hans giftu frá upphafi. Það er afar ánægjulegt, ekki síst fyrir okkur sem stefndum að því frá byrjun að Menntaskólinn á Egilsstöðum yrði fjölbrautaskóli, að á sama ári og hann tekur til starfa skuli austfirskir skólamenn á öllum þeim stöðum í fjórðungn- um, þar sem eitthvert framhalds- nám er eftir grunnskóla, hafa tekið höndum saman að eigin frumkvæði og lagt hér grunn að samstarfi milli skólastofnana, sam- ræmdu framhaldsnámi, hvað sem líður tregðu löggjafans að binda slíka stefnu í lög. Menntaskólinn á Egilsstöðum hlýtur eðlilega að verða forystustofnun í þeim fjöl- brautaskóla Austurlands, sem framsýnir skólamenn ályktuðu um á síðasta vori og menntamálaráðu- neytið hefur síðan veitt nokkurn stuðning við í verki. Nýsköpun í skólastarfi á öllum skólastigum er eitt af mörgum brýnum verkefnum í íslensku þjóðfélagi. Við þurfum á fram- haldsskóla að halda sem í senn varðveitir hið besta úr skólahefð okkar og tryggir staðgóða al- menna menntun, en sem einnig tekur mið af breytingum í þjóð- félagsgerðinni og atvinnulífi til sjávar og sveita. Við eigum ekki að beina æsku lands okkar í of ríkum mæli inn á langskólabrautir á þröngum sérsviðum og enn síð- ur á skólaganga að verða til þess að deila fólki upp í stríðandi fylk- ingar um kaup og kjör, þar sem Hjörleifur Guttormsson fyrrv. iðnaðarráðherra prófgráður ráða mestu um hluta- skipti. Hér sem á öðrum sviðum, þurfum við að stefna að jöfnuði og þá einnig að jöfnuði í aðstöðu til náms og þjálfunar hugar og handa. Um leið og skólastofnun sem þessi, er hér er vígð í dag, á að auðvelda austfirskum æsku- lýð og fullorðnum að bergja á brunni mennta og fræða, má hún ekki verða til þess að beina blóm- anum af nýjum kynslóðum burt frá heimabyggðum. Þess vegna skiptir það miklu að þessi stofnun verði frá byrjun opin fleirum en þeim er stefna að svokölluðu stúdentsprófi og hyggi á háskóla- nám. Tengsl við atvinnulíf og við- fangsefni hins daglega lífs skiptir hér miklu máli og að kostur gefist á stuttum námsbrautum og endur- menntun fyrir þá er fullorðnir teljast. Megi gift a fylgja því starfi sem hér er hafið í þessari ungu og ört stækkandi byggð hér á Egilsstöð- um . Menntaskólinn Framh. af 4. síðu. Guttormsson, iðnaðarráðherra, Helga Seljan, alþingismann, Orm- ar Þór arkitekt, Þorstein Gústafs- son framkvæmdastjóra Brúnáss, Þorvald Jóhannsson skólastjóra á Seyðisfirði, og Magnús Einarsson oddvita. Skólameistari þakkaði fyrir hönd skólans gjafir og góðar ósk- ir, og er Ijóst að Austfirðingar styðja af heilum hug skólann og það starf sem honum er ætlað að vinna. Er það öllum starfsmönn- um skólans mikil hvatning. — A. E. KDRKJA Bamastarfið í Norðfjarðarkirkju hefst í kirkjunni n. k. laugardag, 27. okt. kl. 10.30 f. h. Allir velkomnir. Kjördæmisráð Aukafundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi verður haldinn í Félagslundi á Reyðarfirði sunnudaginn 28. okt. og hefst kl. 14. DAGSKRÁ: 1. Tillögur uppstillingamefndar. 2. Kosningastarfið. 3. Önnur mál. STJÓRNIN Kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi verður í Neskaupstað, Egilsbraut 11, sími 7571. Skrifstofan }>ar verður opin frá og með fimmtudegin- um 25. október kJ. 17—19 daglega. Fáið upplýsingar varðandi alþingiskosningamar. Veitið upplýsingar um stuðningsmenn er verða fjar- staddir á kjördag 2.—3. desember. Kosningastjóri G-listans Neskaupstaður Félagsfundur verður í fundarsal Egilsbúðar fimmtu- daginn 25. október kl. 20.30. DAGSKRÁ: Stjórnmálin og undirbúningur kosninga. Lúðvík Jósepsson kemur á fundinn. STJÓRNIN í raforkumálum. Sama daginn og ráðherra Al)>ýðufloldcsins afturkallaði kvörðun um Bessastaðaárvirkjun felldi Sjálfstæð- isflokkurinn með stuðningi annars fulltrúa Alþýðuflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur sameignarsamning um nýja Lands- virkjun er sjá skyldi um framkvæmdir til raforkuöflunar og tryggja átti raforku á sama verði í heildsölu til allra landshluta. Með þessu er brugðið fæti fyrir löngu tímabæra skipulags- breytingu og um leið hagsmunamál allra }>eirra er búa við ósanngjamt raforkuverð. Undir forystu Alþýðubandalagsins tókst iðnaðarráðherra )>ess að draga úr verðmismun á heimilistaxta raforku í Reykja- vík og á Austurlandi úr 88% í 53%, m. a. með hækkun verð- jöfnunargjalds, en }>etta var aðeins áfangi í miklu réttlætismáli. Að sama marki var unnið varðandi upphitimarkostnað. Það em því ótíðindi sem ekki mega gleymast er íhaldinu hefur tekist með fulltingi Alþýðuflokksins að tefja l'ramgang áformanna um nýja Landsvirkjun. Messa í Norðfjarðarkirkju á sunnudag, 28. okt. kl. 2 e. h. Sóknarprestur AFM/KLÍ Birgir Sigurðsson, skipstjóri, Blómsturvöllum 17, Neskaupstað varð 50 ára 21. október. Hann fæddist í Neskaupstað og hefur jafnan átt þar heima. Bíll til sölu Volvo 144 árgerð 1972. Ekinn 85.000 km. Mjög góður bíll. Uppl. í síma 7505 eða 7397. EFNALAUGIN Neskaupstað verður opin 29. okt.—2. nóv.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.