Austurland


Austurland - 25.10.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 25.10.1979, Blaðsíða 3
Utankjörfundarkosning Utankjörfundarkosning vegna alþingiskosninganna 2. og 3. desember mun hefjast laugardag- inn 10. nóvember, en skilafrestur á framboðslistum rennur út 7. nóvember. Austfirðinga- félagið 75 ára Austfirðingafélagið í Reykjavík er 75 ára um pessar mundir. Mun félagið minnast þessara tímamóta föstudaginn 2. nóvember með hófi að Hótel Sögu. Þar mun formað- ur Austfirðingafélagsins frú Guð- rún K. Jörgensen flytja ávarp. Samkórinn Bjarmi frá Seyðisfirði mun syngja, söngstjóri Gylfi Gunnarsson. Heiðursgestir sam- komunnar verða Eysteinn Jónsson fyrrv. alpm. og frú. Veislustjóri verður Helgi Seljan alpm. Aðgöngumiðar verða seldir á skemmtunina að Hótel Sögu 31. okt. og 1. nóv. Allur ágóði af skemmtuninni mun renna til Sum- arbúða kirkjunnar að Eiðum. Perusala Hin árlega perusala Lions- klúbbs Norðfjarðar verður laug- ardaginn 27. október. Ávallt hefur verið vel tekið á móti Lionsmönnum, pegar þeir hafa heimsótt bæjarbúa í pessum erindagjörðum og vona peir, að svo muni einnig verða að pessu sinni. Allur ágóði af perusölunni renn- ur sem fyrr til góðgerðamála inn- an fjarðar. *ÆÆÆÆJÆÆÆKÆÆÆ Athugið Björgunarsveitina Gerpi vantar góða kolaeldavél helst með vatns- kassa. Vélina á að nota í Sand- vík. Vinsamlegast hafið samband við Tómas í síma 7216. Bíll til sölu Lada Sport árgerð 1978. Uppl. í síma 7557, Neskaupstað. Alpýðubandalagið hvetur alla stuðningsmenn flokksins, sem fjar- staddir kunna að verða á kjördag að greiða sem fyrst atkvæði utan kjörfundar. Jafnframt eru stuðn- ingsmenn hvattir til að veita kosningaskrifstofum eða umboðs- mönnum G-listans hið fyrsta upp- lýsingar um fjarstadda stuðnings- menn, ekki síst pá er dveljast er- lendis eða eru á förum til útlanda. Haustfundur Kvenfélagsins Nönnu Norðfirði verður haldinn í Egils- búð mánudaginn 29. okt. kl. 21.00. Rætt verður um vetrarstarfið. — Munið árgjaldið. Selt verður kaffi. — Mætum allar. STJÓRNIN Nýkomið í byggingavörudeild: Gólfdúkar mikið úrval. — Teppi 5 litir. Nótaður útikrossviður. — Skopan þilplötur 9 mm, 12 mm, 15 mm, 18 mm og 22 mm. Einnig vorum við að taka upp kaffi- og matarsett. Staka bolla og diska (CilnKraft ensk leirvara). Vatnsglös og niðursuðukrukkur. Kaupfélagið FRAM Norðfirðingar — Sala á nautgripakjöti fer fram í sláturhúsinu Neskaup- stað laugardaginn 26. okt. nk. milli kl. 10—16. Kaupfélagið FRAM MEÐ GRACE FROÐUHREINSUN Einkaumboð á íslandi K. JÓNSSON & CO. HF. Hverfisgata 72 — Reykjavík — Iceland — Phone 1 24 52 — P.O. Box 5189 er leikur einn að þrífa frystihúsið, sláturhúsið, og fiskibátinn. GRACE ÞRÍFUR ALLT. Hringdu og við komum og sýnum hvað auðveld öll þrif verða. — Froðuhreinsun er framtíðin. — Egilsbúð Simi 7322 Neskaupstað Fimmtudaginn 25. okt. HIN RÍKJANDI STÉTT. Æsispennandi mynd með Peter O’Toole í aðalhlut- verki. Fyrsta vetrardag, laugardaginn 27. okt. kemur hin geysivinsæla hljómsveit BRUNALIÐIÐ. Kl. 5 verður hún með FJÖLSKYLDUSKEMMTUN. Spilað verður BINGO og svo fara fram ýmis skemmtiatriði Kl. 10 hefst svo DANSLEIKUR sem allir hafa beðið eftir. Nú koma allir AUSTFIRÐINGAR í EGILSBÚÐ. Þeir skilja stressið eftir heima og slappa af í góðum leik. Sunnudaginn 28. okt. verður hin stórbrotna og skemmti- leg mynd SKASSIÐ TAMIÐ sýnd. í aðalhlutverki eru hin frægu Elizabeth Taylor og Richard Burton. Sýnd bæði kl. 3 og 9. — Hækkað verð. íbúðir til sölu Til sölu er íbúð að Miðstræti 22 og Strandgötu 20 A Neskaupstað. Upplýsingar gefur VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA GUÐMUNDAR ÁSGEIRSSONAR Melagötu 2 — Neskaupstað Sími 7677 NESKAUPSTAÐUR Til gjaldenda Fimmtudaginn 1. nóv. n. k. er fjórði gjalddagi eftir- stöðva útsvara og aðstöðugjalda. Fimmtudaginn 15. nóv. reiknast 4,5% dráttarvextir á öll vanskil. Forðist óþarfa óþægindi og gerið skil tímanlega. BÆJARGJALDKERI Muuuubnnac □□□□□□□□□□ Austfirðingar Sparið fé og fyrirhöfn og búið í hjarta borgarinnar, þar sem leikhús, verslanir og önnur þjónustufyrirtæki eru í seilingarfjarlægð. Njótið þægilegs umhverfis, góðra veitinga og 1. flokks þjónustu á Hótel Borg. — Verið velkomin. Munið helgarferðimar og hagstæð kjör á hópferðum. Hólel í fararbroddi í hálfa öld.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.