Austurland


Austurland - 01.11.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 01.11.1979, Blaðsíða 1
AUSTURLAND 29. árgangur. Neskaupstað, 1. nóvember 1979. 39. tölublað. Að éta vandann ## ii Ráðin hans Lúðvíks í landbúnaðarmálunum dugðu - Framsókn verður að bíta í það súra epli Fyrir síðustu kosningar var mikið rætt um landbúnaðarmál og hvað gera ætti til að draga iír sívaxandi útflutningi á kjöti og öðrum landbúnaðarvörum. Stefna ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar og Framsóknar hafði leitt til minnkandi kaupmáttar launa og til þess að kindakjöts- salan og smjörsalan innanlands fór síminnkandi. Þegar síðasta kosningabarátta var háð gerðu framsóknarmenn það sér til gamans að ræða um tillögur Alþýðubandalagsins í landbúnaðarmálum á þann smekk- lega máta, að Lúðvík ætlaði að éta offramleiðsluna. Lúðvík hafði nefnilega sagt það að með viss- um aðgerðum gætum við stór- minnkað vandann. í fyrsta lagi ætti þegar í stað að fella niður 20% söluskatt af kjötvörum. Ekki hægt, söng allur framsóknarherinn í kór. Dugar ekkert í öðru lagi ætti að greiða land- búnaðarvörur meira niður (en nið- urgreiðslur höfðu farið síminnk- andi) og auðvelda alþýðufólki kaup þeirra í stað þess að greiða á móti útflutningsbætur á það kjötmagn, sem þannig gengi út í landinu, greiða vöruna niður fyrir íslendinga í stað útlendinga. Dugar ekki, hefur engin áhrif, söng framsókn. Og allt íhaldið stóð gegn þessum tillögum. Þetta var þó gert, Lúðvík kom fram í stjórnarmyndunarlotu sinni áður en hann skilaði nær full- unnu verki til Ólafs Jóhannesson- ar, hvoru tveggja þessu, sem fram- sókn taldi ekki hægt og kratar tregðuðust vitanlega sem mest á móti. Lúðvík gerði raunar meira, því honum tókst að fá krata til þess ásamt okkur og framsókn að létta af bændum 1300 milljónum í verðjöfnunargjald, verkefni sem framsókn og íhald höfðu ekki náð að leysa. Þessum árangri skil- aði hann beint til Ólafs og frek- ari vitna þarf ekki við. Kjötsalan hér innanlands jókst Barðí farinn Það var ekki laust við að menn væru með söknuð í huga miðviku- daginn fyrir rúmri viku er Barð- inn fór frá Neskaupstað í síðasta skipti. Fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja skipið. Ekki virtist Barðinn alveg tilbúinn til að yfirgefa staðinn því rétt í þann mund er skipið skyldi leggja af stað kom upp bilun í stýrisiitbúh- aði skipsins og tafðist brottför hans af þessum sökum frá Nes- kaupstað um nokkra tíma. Barðinn hélt frá Neskaupstað fullfermdur fiski sem skipið seldi f Bretlandi sl. mánudag. Gerði Fremh. á 3. tíðe vegna ráðanna hans Lúðvíks tölurnar tala sínu máli. Þessar tölur sýna þróunina innanlandssölunni á kindakjöti: Árið 1974 10.200 tonn Árið 1975 9.900 tonn Árið 1976 9.600 tonn Árið 1977 9.000 tonn og Og smjörsalan féll úr 2000 tonnum árið 1974 í 1260 árið 1977. í Söluskatturinn á öllum matvör- um, 20%, var afnuminn. Það jafngildir nú yl'ir 6,0 milljarða verðhækkun á matvönim. Þetta reyndist hægt þegar vilj- Framh. á 2. síðu Frá Melarétt í Fljótsdal. Hávaxtastefnan í framkvœmd Eitt af trúaratriðum Alþýðu- flokksins hefur verið svonefnd „raunvaxlastefna". Kjarni hennar er að hækka vexti til jafns við verðbólguna á hverjum tíma. Þau yfirborðsrök eru gjarnan. notuð til réttlætingar á raunvaxtastefnu, að hún eigi að tryggja hagsmuni sparifjáreigenda. Reynslan er þó allt önnur. Vextir hafa aldrei verið eins óhag- stæðir fyrir sparifjáreigendur og á tímum hávaxtastefnunnar. Hér eru dæmi um það. Alm. Verðbólgan spari-vextir Árið 1978 44,1% 19% Árið 1979 45—50% 22—27% En hvernig kemur hávaxta- stefnan út í efnahagslífinu? Athugum nokkrar staðreyndir. Húsnæðismál Ung hjón keyptu nýja íbúð á 20,0 milljónir króna. Lán voru þannig: 1. Vaxtaaukalán Ul 5 ára 6,0 millj. 2. Lífeyrissj.lán 3,0 millj. 3. HúsnæðismálasUán 5,7 millj. 4. Önnur lán 1,3 millj. Samtals 16,0 millj. Vaxtagreiðslur af þessum lánum eru 4,8 milljónir á ári, eða 400 þús. krónur á mánuðL Auðvitað sjá allir að venjuleg- ur launamaður fær ekki risið und- ir þessum vaxtakostnaði. Verðlagsmál Og hvaða áhrif hafa þessir háu vextir á verðlagsmálin í Iandinu? Meirihluti allra útlána bank- anna eru nú vaxtaaukalán með 40% vextí. Afleiðingarnar eru: Verslunarálagning hefur hækk- að vegna vaxtahækkunar. Landbúnaðarvörur hafa hækk- að vegna vaxtahækkunar. Iðnaðarvörur hafa hækkafi vegna vaxtahækkunar. Telja má fullvíst að almennt verðlag í landinu hafi hækkað í ár um 5—8% eingöngu vegna vaxtahækkunar. Vaxtaútgjöld ríkissjóðs verða á árínu um 16,3 milljarðar króna, mest til Seðlabankans. Þá fjár- hæð þarf að innheimta með hækk- uðum sköttum. Síðasta hækkun söluskatts var beinlínis rökstudd með auknum vaxtaútgjöldum ríkissjóðs. Atvinnureksturinn Og hver eru áhrif vaxtahækk- unarinnar á atvinnureksturinn? í mörgum greinum nema vaxta- útgjöldin nú helmingí á við öll vinnulaun. f nokkrum fyrirtækj- um eru vaxtaútgjöldin hærri en öll vinnulaun. Hinir háu vextir gera ókleift að fullvinna ýmsar vörur í land- inu, þar sem vaxtagjöldin gleypa allt viðbótar verðmætið. Niðurstaðan af hávaxtastefn- unni er þessi: hún liggur eins og mara á hús- byggjendum, hún dregur úr atvinnu, hún hækkar skatta hún ógnar atvinnurekstri og gerir íslenska framleiðslu ósam- keppnisfæra, þar sem vextir eru hér 30—40% en í sam- keppnislöndunum 6—10%, hún magnar verðbólguna og hún gerir hlut sparifjáreigenda lakari en áður var. Grundvallarsamkomul stjórnarsamstarfsins • it Undir forystu Lúðvíks Jóseps- sonar, formanns Alþýðubanda- lagsins, var gert það grundvaiiar- samkomulag á milli Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, sem rikisstjórnar- samstarfið síðan var byggt á. Meginatriði í þessu grundvall- arsamkomulagi koma fram í bréfi Lúðvíks til flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins þann 23. ágúst 1978, þegar Alþýðuflokkurinn var krafinn svara um það, hvort hann gæti samþykkt stjórnarfoystu Al- þýðubandalagsins. Alþýðuflokk- urinn neitaði að fallast á stjórnar- forystu Alþýðubandalagsins. Af því leiddi, að Ólafur Jóhannes- son tók við stjórnarmyndunar- forystu og lauk því verki, sem grundvallarsamkomulag var orðifi Um hvað var samið Grundvöllnr stjórnarsamstarfsins var f aðalatriðum þessi: 1. Kaupskerðingarlög ríkisstjórn- ar Geirs Hallgrímssonar frá febrúar og maí 1978 skyldi afnema. 2. 15% gengislækkun skyldi sam- þykkt, en jafnhliða gerðar ráð- stafanir til lækkunar á vöru- verði með afnámi 20% sölu- skatts á matvörum og auknum niðurgreiðslum sem næmi 10% í kaupgjaldsvísitölu. 3. Samkomulag um að leysa fyr- irliggjandi fjárhagsvanda land- búnaðar með greiðslu á 1,3 milljarði króna í viðbótarút- flutningsbætur. 4. Sett skyldi upp sérstök fjár- festingarstjórn, bönkum fækk- að og rekstrarkerf i ríkisins tek- til endurskoðunar. 5. Grundvöllur hafði verið lagð- ur að samkomulagi við stærstu launþegasamtökin um óbreytt grunnkaup til 1. des. 1979 enda þá gengið frá samkomulagi um samráð við þau samtök um aðgerðir í efnahagsmálum og varðandi réttindamál launa- fólks. Hvað var gert Á grundvelli þessa samkomulags yar eftirfarandi gert á valdatíma ríkisstjórnarinnar: 1. Kaupskerðingarlög ríkisstjórn- ar Geirs Hallgrímssonar voru afnumin og með því tóku launasamningar frá árinu 1977 gildi að nýju með þeirri breyt- ingu einni, að vísitölubætur á hærri laun en 233 þús. kr. á mánuði fyrir daglaun (hlið- stæð tala nú 370 þús.) skyldu vera sama krónutala og á 233 þúsund. Með þessum reglum tóku allir ASl-samningar gildi að fullu og aðeins lítill hluti af BSRB starfsmönnum hlaut ekki fullar vísitölubætur. 2. 20% söluskattur á öllum mat- vörum var afnuminn. Sú ráð- stöfun hefur orðið láglauna- fólki til verulegra hagsbóta. 3. Niðurgreiðslur voru stóraukn- ar og tekna aflað tíl þess með auknum sköttum á atvinnu- rekstri, háum tekjum og mikl- um eignum. 4. Afleiðingarnar af því að lækka verð á landbúnaðarafurðum hafa orðið þær að innanlands- salan á kindakjöti hefur aukist um tæp 2000 tonn miðað við árið 1977. Hefðu þau 2000 tonn verið flutt út, hefði þurft að auka útflutningsbætur um 2,0 milljarða króna. 5. Á fyrstu 6 mánuðum stjórn- arsamstarfsins, frá 1. 8. '78 til 1. 2. '79, hækkaði framfærslu- vísitalan um 12,2%, eða sem nemur um 24,4% verðbólgu & ári. Til samanburðar má nefna að verðbólgan var 51,7% á síðustu 12 mánuðum ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar. 6. í framhaldi af því samkomu- lagi sem gert var við samtök launafólks f upphafi stjórnar- Um hvað var samið? Hvað var gert? samstarfsins, var samkomu- lagið um greiðslur vísitölu- bóta 1. desember 1978, þar sem fallið var frá 3%-stigum í vísitölu, gegn löggjöf um fé- lagsleg réttíndi, sem nefnd hafa verið félagsmálapakkinn. I þeirri löggjöf voru láglauna- fólki tryggð ýmis félagsleg réttindi sem aðrir hafa, eins og kaup í veikindum og upp- sagnarfrestur. 7. Fjárhagsvandi landbúnaðar var leystur með viðbótargreiðslum, 1,3 milljarði króna. ÖU þessi atriði voru knúin fram af Alþýðubandaiaginu . öll þau atriði, sem hér hafa ver- ið nefnd, voru knúin fram af Al- þýðubandalaginu, enda í beinu framhaldi af því grundvallarsam- komulagi, sem það hafði beitt sér fyrir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.