Austurland


Austurland - 08.11.1979, Qupperneq 1

Austurland - 08.11.1979, Qupperneq 1
Lúðvík Jósepsson Óbilandi trúdfólkið í öndvegi Mikil tíðindi teljast það þegar leiðtogi okkar austfirskra sósial- ista lætur nú af þingmennsku, gefur ekki framar kost á sér til forystu og leiðsagnar á vettvangi Aiþingis. Austurland og Alþingi sam- tengjast í nafni og starfi Lúðvíks Jósepssonar. Alþingi hefur verið sá staður þar sem hann hefur beitt kröftum sínum fyrir málefnum Austurlands, þar hafa málefni þess fengið umfjöllun og afgreiðslu, þar hefur hann sem og í svo mörgu öðru sýnt hörku og einurð samfara lagni og lipurð, aldrei eftir gefið í sókninni framávið fyrir málstaðinn, fyrir betra og byggilegra Austurlandi í heild. Sú saga öll verður síðar rakin en í atvinnusögu Austurlands síðustu áratugina verður nafn hans stórt, þáttur hans mikili, afdrifaríkari og affarasælli en menn jafnvel skynja nú í dag. Þar um gildir öll þjóðarsagan einnig. Sem samstarfsmanni hans um fjöida ára er ómæld þökk mér efst í huga nú. Þá þökk veit ég bergmála um allt Austuriand, ekki aðeins hjá samherjum heldur og andstæðingum. Markviss og fóm- fús barátta hans er þökkuð. Bar- átta sem einkenndist af einurð og drengskap en umfram allt af hug- sjón, ekki aðeins hugsjón sósíal- ismans um fegurra mannlíf og bættan hag alþýðu, heldur ekki síður þeirrar óbiiandi trúar á fólkið og fjórðunginn sem ætíð sat í öndvegi. En Lúðvík er ekki sestur í helgan stein. Sem formaður flokks okkar mun hann áfram berjast ótrauður sem áður og hér eystra mun hann leggja sitt góða lið nú, er á reynir um atfylgi aust- firskrar alþýðu til sjávar og sveita við það einingarafl gegn íhaldi sem Alþýðubandalagið er og sem Lúðvík Jósepsson á besta og gifturíkasta hlutdeild í að hafa gert það að. Um leið skal því heitið af okkur öllum að reyna sem best að halda á lofti því merki, sem hann hefur af glæsi- brag borið fyrir okkur, fram tíl sóknar og sigurs hér eystra. Það yrði honum dýrmætast alls nú ef okkur mætti auðnast að ná árangri sem skilaði alþýðufólki enn lengra áfram þá braut sem hann hefur vfsað og mun vfsa sem heilla- vænlegasta fslenskri þjóð. Helgi Seljan Framboðslisti Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi Á fjölmennum fundi kjördæmisráðs Alþýðu- bandaiagsins í Austurlandskjördæmi, sem hald- inn var á Reyðarfirði 28. október 1979, kynnti kjörnefnd, skipuð fulltrúum frá öllum Alþýðu- bandalagsfélögunum á svæðinu, tillögu um /. Helgi Seljan, jyrrv. alþingis- 2. Hjörleifur Guttormsson, maður, Reyðarfirði. 1y>rv- alpingismaður Nes- kaupstað. 5. Ágústa Þorkelsdóttir, hús- freyja, Refstað, Vopnafirði. 9. Pétur Eiðsson, bóndi, Snotrunesi, Borgarfirði. 6. Guðjón Sveinsson, rithöf- undur, Breiðdalsvík. 10. Baldur Sveinbjörnsson, sjómaður, Seyðisfirði. Kjósendur Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 10. nóvember. Stuðningsmenn G-listans, sem ekki eru vissir um að vera heima á kjördag, þurfa að kjósa sem fyrst hjá næsta bæjarfógeta, sýslumanni eða hreppstjóra. MUNIÐ AÐ LIST ABÓKST AFUR ALÞÝÐU- BANDALAGSINS ER G. Veitið kosningaskrifstofunum og umboðsmönnum G-listans upplýsingar um alla fjarstadda stuðnings- menn. Kosningastjórn G-listans skipan framboðslista flokksins í komandi alþing- iskosningum. Var hún samþykkt einróma og kjörnefnd falið að ganga endanlega frá skipan listans. Var það svo gert á fundi kjörnefndar á Egilsstöðum 31. október og er framboðslistinn þannig skipaður: 4. Þorbjörg Arnórsdóttir, hús■ freyja, Hala, Suðursveit. 7. Guðjón Björnsson, kenn- 8. Birgir Stefánsson, kennari, ari, Eskifirði. Fáskrúðsfirði. KOSNINGAMIÐSTÖÐIN í NESKAUPSTAÐ er að Egilsbraut 11, sími 7571. — Opin daglega kl. 17—19. KOSNINGASKRIFSTOFA Á EGILSSTÖÐUM að Bjarkarhlíð 6 (neðri hæð) sími 1245. KOSNINGASKRIFSTOFA Á HÖFN, sími 8426. KOSNINGASKRIFSTOFA Á SEYÐISFIRÐI að Austurvegi 21 (efri hæð) sími 2388. — Opin öll kvöld og um helgar. Á næstunni verða opnaðar kosningaskrifstofur á fleiri stöðum. Hafið samband við kosningaskrifstofumar og veitið upplýsingar um stuðningsmenn er verða fjarstaddir á kjördag 2. og 3. desember. Kosningastjórn G-listans

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.