Austurland


Austurland - 08.11.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 08.11.1979, Blaðsíða 2
Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóflsson, Bjarni Þórðarson, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaidsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og drelfing: Bimn Geirsdóttfa’ s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgrelflsla, anglýsingar: EgHsbraut 11, Neskanpstafl simi 7571. Prentnn: Nesprcnt. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Framsókn og hentistefnan Nú, er dregur að kosningum, reynir Framsóknarflokkur- inn eins og jafnan áður að fara í sparifötin, setja upp vinstra bros og bregða sér í gervi íhaldsandstæðings. Þessi andlitslyfting flokksins tekur á sig kynlegar og kát- broslegar myndir eins og sjá má af síðum Austra og annarra Framsóknarmálgagna f>essa dagana. Þannig er nú ausið út farva og prentsvertu til að leyna íhaldsdráttunum í stefnu og störfum Framsóknarflokksins og greinilegt er að forystumönnunum er mikið í mun að koma hentistefnustimplinum af sér og yfir á aðra en sá stimpill hefur fylgt Framsóknarflokknum eins og skuggi í marga áratugi og engin undanbrögð fyrir kosningar megnað að losa hann við hann. Hver kannast ekki við já, já og nei, nei stefnu Fram- sóknar í afdrifaríkustu stórmálum og j>að orðspor að flokk- urinn sé opinn í báða enda. Ósamræmi í orðum og athöfnum hefur öðru fremur valdið |>ví, að einlægir vinstri menn hafa misst traust á Framsóknarflokknum og fylkja sér í vaxandi mæli um Alj>ýðubandalagið. Dæmigert fyrir hægri j>róun og uppdráttarsýki Fram- sóknar eru þær breytingar sem endurspeglast í forystuliði flokksins hér eystra j>ar sem Tómas Ámason skipar nú j>að sæti, sem Eysteinn Jónsson sat í fyrir aðeins fimm árum. Ritstjóri Austra, sem skipar sæti ofarlega á framboðs- lista, er einnig dæmigerður fyrir hik og hentistefnu Fram- sóknarflokksins og j>að er j>ví ekki að undra, að hann reyni að skrifa hvem öfugmælaleiðarann af öðrum til að gera Al- jjýðubandalagið tortryggilegt og sannfæra lesendur blaðs síns um að fleiri finnist opnir í báða enda en Framsóknarforystan. Þannig er reynt að gera andstöðu Alj>ýðubandalagsins við erlenda stóriðju tortryggilega og breiða um leið yfir hlut og ábyrgð Framsóknarforystunnar í }>eim efnum. Á meðan Alþýðubandalagið stóð einhuga á Aljúngi gegn samningum um jámblendiverksmiðju á Grundartanga skipti þinglið Framsóknar sér í tvennt og yfirgnæfandi meirihluti j>ess greiddi atkvæði með }>ví, að ráðist yrði í J>essa stóriðju- framkvæmd. Með Sjálfstæðisflckknum og krötum stóðu Framsóknar- menn j>annig að samningum við hinn norska auðhring, að j>rátt fyrir formlegan meirihluta íslenska ríkisins í jámblendi- verksmiðjunni, var hinum erlenda eignaraðila afhent neitunar- vald varðandi breytingar á raforkuverði. Nú mæla forystumenn Framsóknar opinskátt með aukinni erlendri stóriðju hérlendis á sama tíma og Tómas Ámason beitir sér í reynd gegn áformum og stefnumörkun Alj>ýðu- bandalagsins um innlenda iðnj>róun. Þannig lagði Tómas til í fjárlagafrumvarpi sínu, nú í haust, að lækkaðir tekjustofnar til iðnj>róunar yrðu hirtir í ríkissjóð. Þetta bitnar meðal annars á undirbúningi að uppbyggingu iðnaðar hér á Austurlandi og viðleitni til að treysta j>annig atvinnuöryggi og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Það er von að ritstjóri Austra vilji leiða huga manna frá staðreyndum af j>essu tagi. Á sama hátt er }>að táknrænt, að forysta Framsóknar og ritstjóri Austra skuli nú telja sér henta að blöskrast yfir tog- arakaupum sem Lúðvík Jósepsson beitti sér fyrir sem sjávar- útvegsráðherra á árunum 1971—’74, og telja útvegun slíkra atvinnutækja dæmi um hentistefnu af hálfu Alj>ýðubandalags- ins. Skuttogaramir sem j>á var ráðist í að kaupa hafa síðan verið undirstaða í atvinnulífi við sjávarsíðuna víðast hvar á landinu og j>eir eru að miklum meirihluta í félagslegum rekstri bæjarfélaga og almennings. Það sætir furðu að forystumenn Framsóknar skuli nú kasta hnútum að j>eirri atvinnuuppbyggingu sem unnið var að í samvinnu við stuðningsmenn Framsóknarflokksins ekki sfður en aðra. Alj>ýðubandalagið hefur.aldrei litið á sinn hlut í að treysta innlenda atvinnuvegi sem j>röngt flokkspólitískt verkefni held- Að bjóða fram klofið Sigurður Ó. Pálsson kvað j>essar vísur j>egar hann las blaðafréttir um j>að að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að bjóða fram klofið: Kosningahugur er kominn í menn því kratarnir þing hafa rofið. Og frjálslyndi sýna vill íhaldið enn það œtlar að bjóða fram klofið. En sundraður gerist nú sjálfstceðis her er sœkir um fylgið og lofið. Og svo þegar mátturinn þverrandi fer þá er að bjóða fram klofið. NESKAUPSTAÐUR Frá Námsflokkum Neskaupstaðar Innritun í Námsflokka Neskaupstaðar fer fram fimmtu- dag og föstudag (8. og 9. nóv.) kl. 9—17 í síma 7625 og á kvöldin sömu daga í síma 7690. Dreifibréfi með kynningu á framboði í vetur hefur verið borið út. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið bréfið geta vitjað j>ess á bæjarskrifstofunum. Skólafulltrúinn í Neskaupstað ur sem lið í að tryggja efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði j>jóðarinnar og atvinnuöryggi alj>ýðu manna. Óvíða hefur hentistefna og tvískinnungur Framsóknar- forystunnar komið skýrar í ljós en í }>jóðfrelsismálum okkar, allt frá lýðveldisstofnun. Bæði varðandi aðild að hemaðar- bandalagi og herstöðvar í landinu. Stór hluti almennra fylgismanna Framsóknarflokksins og ótvíræður meirihluti j>eirra hér á Austurlandi hefur verið and- vígur herstöðvum og hermangi hérlendis allt frá j>ví Kefla- víkursamningurinn var gerður árið 1946. Forysta og Júnglið Framsóknarflokksins hefur hins vegar stutt herstöðvastefnuna í verki og í vinstri stjómum hefur Framsóknarflokkurinn æ ofan í æ hlaupist undan gerðu samkomulagi um brottför hers- ins, }>vert ofan í hátíðlegar og ítrekaðar samj>ykktir eigin flokksj>inga. Fáir hafa gleymt j>eim endemum er utanríkisráð- herra Framsóknarflokksins í vinstri stjóm undirritaði sam- komulag um brottför hersins í áföngum á útmánuðum 1974 en tók síðan að sér að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins og Varins lands í sama embætti innan hægri stjómar fáum mánuðum síðar. Ritstjóri Austra hefur í orði talið sig herstöðvaandstæðing en j>ó aldrei }>orað að ljá j>eim málstað lið í blaði sínu, hvað j>á á fundum, af ótta við húsbændur sína og herstöðvasinna eins og Tómas Ámason, fyrrverandi formann vamamála- deildar. Er furða J>ótt Austri vilji bendla aðra við hentistefnu í herstöðvamálum. Um j>verbak keyrir síðan er }>essi sami ritstjóri og frambjóðandi ætlar að koma höggi á Alj>ýðubanda- lag'ð vegna j>eirrar hægri stefnu í vaxtamálum, fjárfestinga- málum og launamálum almennings sem Framsóknarflokkur- inn leitaðist við að knýja fram með Alj>ýðuflokknum innan síðustu ríkisstjómar. Það er sannarlega íslensk fyndni og öfugmælasmíð í betra lagi er ritstjóri Austra reynir j>annig að koma hentistefnu- stimplinum af Framsóknarforystunni yfir á aðra flokka og tönnlast nú á )>ví að Framsóknarflokkurinn sé öðmm flokk- um færari um að veita Sjálfstæðisflokknum viðnám. Þeir sem }>annig skrifa virðast treysta á að minni Aust- firðinga og annarra landsmanna nái skammt eða hvar var fyrir að fara íhaldsandstöðunni í 4 ára samstjóm Geirs Hall- grímssonar og Ólafs Jóhannessonar 1974—’78? — H. G. Sjólfsbjörg vinnur vel Aðalfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Austurlandi, var hald- inn priðjudaginn 23. 10. í bama- skólanum í Neskaupstað. Starf- semi félagsins hefur verið mikil á síðastliðnu ári, og er aðalvið- fangsefnið að styrkja endurhæf- ingastöð sjúkrahússins, sem tekur til starfa árið 1980. Einnig hefur félagið styrkt ýmis mannúðarmál s. s. Vonarland, sundlaugarsjóð Sjálfsbjargar, Há- tún 12, ferðasjóð Sjálfsbjargar, Hátúni 12, félagsbúðir Sjálfsbjarg- ar Hátúni 12, Rvík. o. fl. Sjálfsbjörg hélt bingó miðviku- daginn 31. 10 og styrktu fyrir- tæki og verslanir það. Sjálfsbjörg á nú um 800 pús. á vaxtaaukareikningi, sem rennur í endurhæfingastöðina í vor. Formaður félagsins er Unnur Jóhannsdóttir. Aðrir í stjóm eru Kristrún Helgadóttir, varaform., Helga Axelsdóttir, gjaldkeri, Sig- rún Dagbjartsdóttir, ritari, Þóra Þórisdóttir, meðstjórnandi. Sveitar- stjórnar- mannatal komið út Vera má að lesendur blaðsins reki minni til pess, að í síðasta jólablaði birtist í samantekt Bjama Þórðarsonar yfirlit um sveitarstjórnarkosningar í Nes- hreppi og Neskaupstað frá 1913, að Norðfjarðarhreppi var skipt, til ársloka 1978 að 50 ár voru liðin frá pví hreppurinn fékk kaup- staðarréttindi. A fyrri hiuta pessa árs birtist svo sem framhaldspáttur í blað- inu, einnig í samantekt Bjarna Þórðarsonar, sveitarstjórnar- mannatal 1913—1978. Er par getið allra petrra, sem átt hafa sæti á lunaum svextarstjórnarmanna sem hreppsnetndarmenn og bæjarfmi- trúar, getið foreidra peirra, fæð- ingardaga, fæðingarstaða og dán- ardægurs og dánarstaðar, ef látn- ir eru. isamsvarandi uppiýsingar eru um maka. Þá er pess getið hvaða tímabil menn áttu sæti í sveitarstjórn, fyrir hvaða flokk, eftir að listakosning var upp tekin og gefin upp tala peirra sveitar- stjómarfunda, sem hver og einn hafði setið. Einnig er parna bæj- arstjóratal og forsetatal bæjar- stjórnar. Loks er pess að geta að rakin eru skyldleikatengsl og tengdir peirra, sem við sögu koma. Austurland er útgefandi kvers- ins. Þar koma við sögu 114 sveit- arstjómarmenn auk priggja bæj- arstjóra, sem ekki áttu sæti í bæjarstjóm sem bæjarfulltrúar. Verð kversins er kr. 1.000. Verður pað borið í hús í Neskaup- stað, en fæst auk pess í Bókaversl- un Höskuldar Stefánssonar, á skrifstofu Alpýðubandalagsins og í prentsmiðjunni Nesprenti. Ritið mun einnig selt á nokkr- um stöðum utan Neskaupstaðar, en einnig má panta pað hjá út- gefanda og verður pað pá sent um hæl. / Arshátíðinni frestað Árshátíð AB á Héraði sem vera átti á morgun 9. nóv. er frestað par til helgina 23.—25. nóv. Nánar auglýst síðar. Stjórnin.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.