Austurland


Austurland - 11.11.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 11.11.1979, Blaðsíða 1
ÆJSTUKLAND 29. árgangur. Sveinn Jónsson Meö framtíð í huga Framtíðin er allri þjóðinni sam- eiginlegt áhugamál. Ungir kjós- endur bera framtíðina sérstakiega fyrir brjósti þegar þeir ganga nú að kjörborðinu. Það er framtíðin sem verður að byggja þannig upp, að hún verði Þjóðarheildinni allri og ekki síst alþýðu þessa lands til hagsbóta og öryggis. Ungir kjósendur verða að geta litið björtum augum til framtíðarinnar, og í þeirra röðum eru margir áhugamenn sem eru reiðubúnir til að takast á við þann vanda sem að steðjar. Það Jeiðir aðeins til stjómleysis ef menn þora ekki lengur að hafa áhrif á gang mála og takast stjórnun á hendur. Alþýðubandalagið hefur mark- að sér skýra stefnu um uppbygg- ingu efnahags- og atvinnulífs þjóð- arinnar. Reynslan hefur sýnt það, að þessi stefna skilar árangri þeg- ar henni hefur verið beitt í reynd. Til að enn frekari árangri verði náð og sókn hægri aflanna hrund- ið verður að styrkja stöðu Alþýðu- bandalagsins við komandi kosn- ingar svo að það verði þess megnugt að koma baráttumáium sínuni áfram. Nú þarf að koma til festa og stefnumörkun í þjóðmálunum með áætlanagerð til lengri tíma í huga. Samdráttarbölsýni íhaldsaflanna má hér ekki villa okkur sýn. Við sem búum úti á landi vitum vel á hverjum hann bitnar sá niður- skurður sem þar er boðaður. Því munum við sjálf finna fyrir nái þau öfl yfirhöndinni. Eftir að til mín var leitað um að taka sæti á lista Alþýðubanda- lagsins og eftir nokkra umhugsun féllst ég á að axla þá ábyrgð að skipa þriðja sæti G-listans hér í kjördæmi og vænti að ég rísi und- ir því trausti sem mér er þannig sýnt, Ég er reiðubúinn að takast á við baráttu- og hagsmunamál íbúa kjördæmisins gefi þeir til þess brautargengi í komandi kosning- um. — S. J. Munið kosninga- • r G-listans Neskaupstað, 11. nóvember 1979. Hjörleifur Guttormsson: 41. tölublað. Vörumst samdráttar- usöng íhalds krata og framsóknar Hjörleifur Guttormsson Það kemur stöðugt skýrar fram, að Jcosningarnar í byrjun desem- ber munu öðru fremur snúast um það hvort ráðast eigi gegn verð- bólgu og öðrum efnahagsvanda í þjóðfélaginu með íhaldsúrræðum, stórfelldri kjaraskerðingu og sam- drætti í framkvæmdum og sam- neyslu, eða eftir þeim leiðum sem Alþýðubandalagið vísar á, m. a. eflingu og hagræðingu innan inn- lendra atvinnuvega, skipulegri fjárfestingu, skerðingu á óhóflegri yfirbyggingu og milliliðastarfsemi og skattlagningu á verðbólgu- gróða og hátekjur. í kjaraskerðingar- og samdrátt- arkórnum er þríraddað, þótt sungið sé með nokkrum tilbrigð- um og misjafnlega hátt. Alþýðu- bandalagið kynntist þessum söng innan fráfarandi ríkisstjómar frá krötum og Framsákn. J»að var þeirra meginstef, þar sem kratar gáfu tóninn, en Framsókn fylgdi fast á eftir, ekki síst fjármálaráð- herrann, og kauplækkunaráhugi þeirra og stuðningur við niður- skurðarstefnu Alþýðuflokksins fór ekki dult allt til loka stjórnarsam- starfsins. Þetta kora glöggt fram við undirbúning tveggja fjárlaga og lánsfjáráætlunar yfirstandandi árs. Alþýðuflokkurinn stóð sem fastast gegn tekjuöflun í sameiginlegan sjóð, nánast í. hvaða formi sem var og Framsókn gerðist dyggur liðsmaður kratanna í að lögfesta almennar takmarkanir á fjárfest- ingu með hinum frægu prósentu- ákvæðum „Ólafslaga" í fyrravet- ur og skipti þá engu hvers eðlis og hversu brýn slík fjárfesting væri. Raunar sáu ráðherrar Fram- sóknar sérstaka ástæðu til að bóka kratakenningarnar sem sína eigin stefnu, eftir að kratar höfðu slitið stjórnarsamstarfinu: Útgjöld fjár- laga verði undir 29% af vergri þjóðarframleiðslu, fjárfestingar- áætlun miðist við um 25% af áætluðum þjóðartekjum og leitað verði eftir samkomulagi við sveit- arfélögin um samsvaradi aðhald. Þetta er framhald á þeirri stefnu sem Tómas Árnason boðaði með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1979, þar sem stefna átti að 16% magnminnkun verklegra fram- kvæmda miðað við 1978, en Al- þýðubandalaginu tókst að draga verulega úr þeim samdráttarfyrir- ætlunum. Svipuð hugsun og skiln- ingur á uppbyggingarstefnu í at- vinnulífinu birtist í fjárlagafrum- varpi hans fyrir árið 1980, þar sem ná átti prósentumarkinu og láta tekjudæmi ríkissjóðs ganga upp með því m. a. að hirða 2000 milljónir króna af mörkuðum tekjustofnum til sérstakra iðnþró- unaraðgerða og ráðstafa þeim í allt annað. Um þessa samdráttarstefnu gagnvart brýnustu framkvæmd- um og samneyslu í þjóðfélaginu má finna mýmörg dæmi úr til- lögum og málflutningi krata og Framsóknar síðustu misseri. Það Framh. á 3. síðu ! I Menntaskólinn á Egilsstöðum, 1. áfangi. — Tefst frekari upp- bygging hans vegría samdráttarstefnunnar. \ Baráttan um kaupmáttinni Mikið hefur verið rætt um ósamkomulag stjórnarflokkanna í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar um ráðstafanir í efnahags- málum. Vissulega var ágreiningur flokkanna oft mikill og deilur harðar um hvað gera skyldi. En um hvað stóðu þessar deilur? Það er auðvitað algjör- Iega út í hött að segja, eins og kratar gera, að þeir hafi viljað draga úr verðbólgunni en Alþýðubandalagsmenn ekki. Þessar hörðu deilur stóðu fyrst og fremst um viðhorf til kaupmáttar launa. Hér eru nokkrar staðreyndir um þessar hörðu deilur: Alþýðuflokkurinn lagði fjórum sinnum fram formlegar tiílögur um verulega lækkun launa. Dæmi: 1. Strax við myndun ríkisstjórnar lagði Benedikt Gröndal fram að gert yrði 15—17% gengislækkun og það ákveðið um leið að 7% í kaupgjaldsvísitölu yrði felld niður bóta- laust Á þessari tillögu sprakk stjórnarmyndunartilraun Gröndals. 2. í nóvembermánuði 1978 ' lagði Alþýðuflokkurinn fram skriflega tillögu um að 14,1% vísitöluhækkun launa, sem greiða átti samkvæmt samningum, yrði afgreidd þannig: a. Launahækkun yrði 3.6% b. Niðurgreiðslur yrðu 2.5% Samtals 6.1% en það sem eftir var 8.0% skyldi fellt niður bótalaust. 3. Eftir áramótin 1978/79 lagði Alþýðuflokkurinn til í ríkis- stjórn og í jafnvægisfrumvarpi sínu, að sett yrði hámark á vísitölubætur á laun 5% 1. mars og síðan 4% á þriggja mánaða fresti. Þetta hefði jafngilt 17% verðbótum á ári, eða 12—15% kauplækkun miðað við líklega verðlagsþróun. 4. Þá stóð Alþýðuflokkurinn að tillögu um að fella út úr kaupgjaldsvísitölu öll áhrif af hækkun óbeinna skatta, eins og tolla, söluskatts og vörugjalds. Ennfremur lagði hann til að vísitalan yrði stórlega skert með tengingu við við- skiptakjör, breytingu á búvörufrádrætti, áhrifum af verð- lagi áfengis og tóbaks og vegna olíukostnaðar atvinnu- reksturs. Framsóknarflokkurinn studdi allar þessar tillögur Alþýðu- flokksins og knúði m. a. fram þær breytingar á kaupgjalds- vísitölunni, sem gera ráð fyrir lægri prósentuhækkun í verð- bætur til láglaunafólks 1. desember n. k., en greiða á þeim sem hærri tekjur hafa. Það var Alþýðubandalagið, sem knúði í gegn þau ákvæði að þessari kjaraskerðingu var frestað til 1. desember. Nú þorir Alþýðuflokkurinn ekki annað en að taka þessa fyrirhuguðu kjaraskerðingu til baka vegna kosninganna. Deilurnar í ríkisstjórninni um ráðstafanir í efnahagsmálum hafa fyrst og fremst staðið um þessar kauplækkunartillögur. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa aldrei viljað ræða um önnur ráð gegn verðbólgu en lækkun almennra launa. Gegn slíkum tillögum hefur Alþýðubandalagið staðið. . i

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.