Austurland


Austurland - 11.11.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 11.11.1979, Blaðsíða 3
Vörumst... Framhald af 1. líðu. er fiví ekki sannfærandi er þessir flokkar og talsmenn Framsóknar- flokksins hér eystaa með Tómas Árnason í fararbroddi hyggjast gagnrýna kreppusöng þann, sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að gera að meginstefi í kosninga- baráttu sinni. Á þeirri stefnu Sjálf- stæðisflokksins og hægri aflanna hjá Framsókn er enginn eðlis- munur og brýnt er að landsbyggð- arfólk gjaldi þar varhug við. Á landsbyggðinni mun samdráttar- stefnan fyrst af öllu bitna í minnk- uðum framlögum til verklegra framkvæmda og atvinnumála, til félags- og menningarmála út um hinar dreifðu byggðir. Nauðsyn- leg samhjálp, samvinna og aukinn jöfnuður milli þegna í okkar stóra en strjálbýla landi verða ekki tryggð og viðunandi nema okkur takist að halda í horfi og auka samneyslu í þjóðfélaginu. Verum á verði gegn samdrátt- arstefnu og kreppusöng þríflokk- anna í komandi kosningum. Þar er alvara á ferðum sem fyrst af öllu mun bitna á aðstöðu og af- komu fólks út um hinar dreifðu byggðir. — H. G. Snœfugl hf. var eigandi Snœfugls Guðmundur Helgason Reyðar- firði hafði samband við blaðið til að koma þeirri leiðréttingu á framfæri að það væri Snæfugl hf. sem var eigandi Snæfugls, bátarins sem seldur var úr landi fyrir skömmu en ekki G.S.R. Guðmundur sagði að skamm- stöfunin G.S.R. stæði fyrir Gunn- ar og Snæfugl, Reyðarfirði, en það eru tvö hlutafélög, sem eiga sam- nefnda báta og reka saman sölt- unarstöð. — Ó. Þ. Nœgilegt... Framh. af 4. síðu. um eftir og öðru jarðraski og ann- ar fullnaðarfrágangur“. Logi sagði, að framkvæmda- kostnaður yrði líklega rúmar 100 milljónir króna og að nokkuð vantaði á, að það fjármagn hafi fengist, sem vilyrði hafi verið gef- in fyrir, og að það hafi valdið bænum nokkrum fjárhagserfið- leikum í haust. — Ó. Þ. Leiðrétting í leiðara síðasta Austurlands, sem tekinn var gegnum síma, slæddust tvær prentvillur, sem leiðréttast hér með: 1) „Þannig er nú ausið út farða (ekki farva) og prentsvertu . . .“ 2) „Þannig lagði Tómas til í fjárlagafrumvarpi sínu að mark- aðir (ekki lækkaðir) tekjustofnar til iðnþróunar yrðu hirtir í ríkis- sjóð . . .“ Einnig slæddist inn ein villa í „Veistu?“: „að þann 30. okt sl. komu svo viðbrögð Dúkku með frétt um að fundist hefði fé (ekki bréf) til áframhaldandi rannsókna á Fljótsdalsvirkjun . . .“. Z-gardínu- brautir Umboð fyrir Austfirði. Fram- leiði eftir máli. Litaúrval. Mjög stuttur afgreiðslufrestur. Pantanir og upplýsingar í slma 7529, Neskaupstað. Umboðsmenn G-listans á Austurlandi BAKKAFJÖRÐUR: Jámbrá Einarsdóttir, símstöðinni. VOPNAFJÖRÐUR: Gunnar Sigmarsson, sími 3126. BORGARFJÖRÐUR: Pétur Eiðsson, sími 2951. FLJÓTSDALSHÉRAÐ: Ófeigur Pálsson, sími 1413, (kosningaskrifstofa, sími 1245) SEYÐISFJÖRÐUR: Gísli Sigurðsson, sími 2117. NESKAUPSTAÐUR: Smári Geirsson, sími 7571. ESKIFJÖRÐUR: Guðjón Bjömsson, sími 6250. REYÐARFJÖRÐUR: Anna Pálsdóttir, sími 4166. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Birgir Stefánsson, sími 5111. STÓÐVARFJÖRÐUR: Ármann Jóhannsson, s. 5823. BREIÐDALSVÍK: Snjólfur Gíslason, sími 5627. DJÚPAVOGUR: Eysteinn Guðjónsson, sími 8873. HÖFN f HORNAFIRÐI: Eiríkur Sigurðsson s. 8386. Umboðsmennirnir veita upplýsingar um utankjör- fundaratkvæðagreiðslu. Einnig veita þeir viðtöku fram- lögum í kosningasjóð G-listans. STYRKIÐ KOSNINGABARÁTTU G-LISTANS. Alþýðubandalagið á Austurlandi. Kjésendur Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er hafin. Stuðnings- menn G-listans, sem ekki eru vissir um að vera heima á kjördag, þurfa að kjósa sem fyrst hjá næsta bæjar- fógeta, sýslumanni eða hreppstjóra. MUNIÐ AÐ LIST ABÓKST AFUR ALÞÝÐU- BANDALAGSINS ER G. Veitið kosningaskrifstofunum og umboðsmönnum G-listans upplýsingar um alla fjarstadda stuðnings- menn. Kosningastjórn G-listans Snjóhjólbarðar Flestar stærðir og gerðir af Good-year snjóhjólbörðum með eða án nagla. Mikið magn fyrirliggjandi á Bronco-jeppa L78xl5.. BENNI OG SVENNI Eskifirði Til viðskiptavina Síldarvinnslunnar hf. Af marggefnu tilefni viljum við minna viðskiptavini vora á að reikningar sem greiðast eiga á föstudögum verða að hafa borist gjaldkera eigi síðar en kl. 17 á mið- vikudögum. SÍLDARVINNSLAN HF. Norðfirðingar Austfirðingar Höfum fengið mjög mikið úrval af loft- og veggljósum. Einnig mjög mikið úrval af gjafavöru. Njótið þess að gefa góða og fallega jólagjöf. Sendum í póstkröfu. VERSLUN KRISTJÁNS LUNDBERG 740 Neskaupstað Söluskálinn er opinn frá kl. 9 f. h. til 10 e. h. alla daga. Verslið þar, sem ekki þarf að standa úti í kuldanum. SÖLUSKÁLI B P Neskaupstað Frá Brunabótafélagi íslands NESK AUPST AÐ ARUMBOÐ minnir viðskiptavini sína á að gjalddagi brunabóta- gjalda var 15. október. Allar tryggingar á einum stað. — B. í. tryggt er vel tryggt BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Neskaupstaðarumboð Kosningastarfið KOSNINGAMIÐSTÖÐIN í NESKAUPSTAÐ er að Egilsbraut 11, sími 7571. — Opin daglega kl. 17—19. KOSNINGASKRIFSTOFA Á EGILSSTÖÐUM að Bjarkarhlíð 6 (neðri hæð) sími 1245. KOSNINGASKRIFSTOFA Á ESKIFIRÐI að Strand- götu 37 A, sími 6397. Opin öll kvöld. KOSNINGASKRIFSTOFA Á HÖFN, sími 8426. KOSNINGASKRIFSTOFA Á SEYÐISFIRÐI að Austurvegi 21 (efri hæð) sími 2388. — Opin öll kvöld og um helgar. Á næstunni verða opnaðar kosningaskrifstofur á fleiri stöðum. Hafið samband við kosningaskrifstofumar og veitið upplýsingar um stuðningsmenn er verða fjarstaddir á kjördag 2. og 3. desember. Kosningastjórn G-listans

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.