Austurland


Austurland - 15.11.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 15.11.1979, Blaðsíða 2
ÆUSTURLMD. Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi RHnefnd: Ágúst Jón.vson, Árnl Þormóðssou, Bjarni Þórðarson, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Rltstjóri: ÓHff Þorvaldsdóttir «.7571 — h. s. 7374. AasVfllncw ei dbrstflug: Bima Gelrsdórtlr s. 7571 og 7454. Póíthólf 31 — 74« Neskaupstaft. RiUtjórn, afgreMsIa, aBglýslngar: Egflsbrant 11, Neskaupstað «taI7l71. tfntun: Nwprsnt Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Þjófstart Sverris Fyrir mánuði síðan skrifaði Sverrir Hermannsson ritstjórn- argrein í Þingmúla, blað Sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði, undir fyrirsögninni „Til vopna" og vakti hún nokkra athygli fyrir opinskátt tal um stórfelldan niðurskurð og skert lífskjör allra. Með orðum þessa fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðis- flokksins var áformunum m. a. lýst Þannig: „Augljóslega verð- ur nú um hríð að strengja klóna til hins ítrasta. Það verður Því aðeins gert, að það komi mikið við alla. Óþarfa eyðslu þarf að uppræta. Beinskera verður niður alla fjárfestingu svo að braki í hverju tré . . ." Mörgum pótti Sverrir taka hér djúpt í árinni og flytja óvenju ómengaðan íhaldsboðskap. Nú er hins vegar komið í ljós að hann endurómaði hér aðeins ]>á stefnu, sem verið var að sjóða saman í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins og birt var alþjóð með risaletri í Morgunblaðinu fyrir viku síðan undir fyrirsögninni „Leiftursókn gegn verðbólgu". Þar er jafn- vel enn sterkara að orði kveðið um niðurskurð og samdrátt en í vopnabraki Sverris og bætt við afnámi verðtrygginga á laun, þannig að launamenn standi berskjaldaðir gagnvart verðbólgunni og verði að bera verðhækkanir og frjálsa versl- unarálagningu bótalaust. Raforkuverðið Eitt af niðurskurðaráformum í kosningastefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins er að afnerna með öllu framlag úr rfkissjóði tíl Rafmagnsveitna ríkisins og fylgir með að Rafmagnsveit- urnar „ . . . verði reknar án halla". Hvað skyldi nú þessi boð- skapur þýða fyrir okkur Austfirðinga sem nær einvörðungu kaupum okkar raforku af Rafmagnsveitunum? Svar Sjálfstæð- isflokksins er einfalt: Raforkuverð til ykkar verður HÆKK- AÐ STÓRLEGA langt umfram verðbólgu og aukinn að sama skapi mismunurinn á raforkuverði frá Rarik og til annarra landsmanna. Á því rúma ári sem vinstri stjórnin sat, tókst að knýja fram nokkra verðjöfnun á raforku þannig að mismunur á raforkuverði fór úr um 90% í 53,5% miðað við heimilistaxta. Jafnframt féllst rfkisstjórnin á, að framvegis skyldi rfkissjóður fjármagna allar félagslegar og óarðbærar framkvæmdir sem Rafmagnsveitunum er falið að standa fyrir en það er um 60% af framkvæmdum Rarik á næsta ári, að mati stjórnar fyrir- tækisins. Með þessu mótí hefði fjárhagsstaða Rafmagns- veitnanna og aðstaða tíl verðjöfnunar í kjölfarið gjörbreyst og enn frekar ef jöfnun heildsöluverðs á raforku hefði náð fram að ganga með stofnun nýrrar landsvirkjunar. Það var hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn í borgarstjórn Reykjavíkur sem brugðu fæti fyrir þetta réttíætismál. í kosningunum í byrjun desember gefst kjósendum færi á að endursenda þessum flokkum ójafnaðarreikninginn og kvitta fyrir samdráttar- og niðurskurðaráformum sem fyrst af öllum mun bitna á landsbyggðinni og þeim sem minnst hafa til skiptanna. — H. G. Neytendahorn Frá Norðfjarðardeild NS Allmargir hafa lýst ánægju sinni með síðustu verðlagskönnun og er það vel. En aðrir hafa lítinn áhuga á þessu og er það miður því verðkannanir hafa tvímæla- laust sannað gildi sitt, þar sem þær hafa verið gerðar nokkuð reglu- lega. Það var ekki búist við að neyt- endur hlypu á milli verslana, allt eftir því hvar hver vara væri ódýr- ust. Þetta var gert til þess að neytendur gætu séð hvar hag- kvæmast væri að versla í heildina, en það kemur fyrst í ljós þegar sem flestar vörutegundir hafa ver- ið bornar saman. Til þessa hafa verðkannanirnar eingöngu náð til matvara og hreingerningavara og mun sjálf- sagt verða þar framhald á þar sem nánast er ómögulegt að bera sam- an verð á öðrum vörum, þar sem oftast er um aðeins eina verslun að ræða sem hefur viðkomandi vörutegund og vörumerki. Annar þáttur í verðkönnunum og ekki síður mikilvægur er verð- gæslan sem sh'kar kannanir hljóta að leiða af sér. Óskar Bj. Bj. Lína Kf. Fram Cheerios 425 Coco Puffs 595 605 Paxo rasp 225 165 225 232 Bl. ávextir niðurs. heil ds. 1058 1020 1140 Epli rauð 1 kg. 660 650 600 900 Appelsínur 1 kg 525 740 600 650 Egg 1 kg 1500 1570 1500 Melroses te 20 stk. 245 285 320 335 Kavíar 95 gr. 286 300 300 312 Ferskjur niðursoðnar 875 996 830 934 Perur niðursoðnar 934 1065 940 994 Colgate tannkrem 140 gr. 550 635 627 Wim ræstiduft 297,9 gr. 510 gr. 297 120 260 Ajax hreingerningalögur 820 ml. 450 640 Lux sápa lítil 186 135 195 198 Suðusúkkulaði 200 gr. 990 1055 990 1054 Kókosmjöl 100 gr. 150 245 200 gr. 438 Sírop 520 862 Hrísmjöl Pama 195 250 325 276 Nýjung hjá Námsflokkunum Námsflokkar Neskaupstaðar eru nú að hefja vetrarstarf sitt. í dreifibréfi sem borið hefur verið út í bænum er gerð grein fyrir starfinu. Þar kemur m. a. fram að f vetur verður boðið upp á fram- haldsnám í fjórum greinum, í samvinnu við Gagnfræðaskólann, þ. e. ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði. Námið er skipulagt sem byrjun á framhaldsnámi, en hentar engu síður þeim, sem ein- göngu hafa áhuga á að hressa upp á gamla kunnáttu eða afla sér auk- innar þekkingar. Hér er um nýjung að ræða sem sérstök ástæða Austfirðingar Sparið fé og fyrirhöfn og búið í hjarta borgarinnar, þar sem leikhús, verslanir og önnur þjónustufyrirtæki eru í seilingarfjarlægð. Njótið þægilegs umhverfis, góðra veitinga og 1. flokks þjónustu á Hótel Borg. — Verið velkomin. Munið helgarferðirnar og hagstæð kjör á hópferðum. Hóiel Borg í fararbroddi í hálfa öld. Frá Iðnskóla Austurlands 3. áfangi. verður starfræktur á vorönn 1980 og hefst um miðjan janúar. Þeir nemendur sem hug hafa á námi við skólann hafi vinsamlegast samband við skólastjóra sem fyrst í síma 7620 eða 7136, Neskaupstað. SKÓLASTJÓRI er til að vekja athygli á. Auk framhaldsnáms er boðið upp á ýmis styttri námskeið s. s. í bókbandi hnýtingum, blaða- mennsku o. fl. 6 þús. fjár slátrað ó Fáskrúðsfirði Slátrun hófst í sláturhúsi Kaup- félags Fáskruðsfirðinga 24. sept. f fyrstu fór fram slátrun nautgripa, en síðan tók sauðfjárslátrunin við. Áætlað er, að í haust verði slátr- að hér um 6.000 fjár. Reiknað er með, að fallþungi dilka verði minni en f fyrra. Úrtak sem gert var fyrstu daga sauðfjárslátrun- arinnar, bendir til, að fallþungi verði um 1 kg minni á dilk, en í fyrra, en líkur eru þ<5 á, að þessi munur verði minni — B. S. Tóbakið hœkkar Enn einu sinni dundi ein hækk- unin á tóbaki yfir og nú hækkaði það um 18% og fór einn pakki af vindlingum í 800 kr. pakkinn. Það hefur sjálfsagl ekki farið fram hjá neinum að tíl þessa hefur ekki verið eðlilegt hvað verslanir hafa átt lítinn tóbakslager eftir hverja hækkun og nú er bara að sjá hvað verður í þetta sinn. í þessu sambandi má minna á að f fyrra þegar ekkert tóbák var afgreitt frá Á.T.V.R. vegna verk- falls, dugðu tóbaksbirgðir verslana bara hel . . . lengi. Norðfjarðardeild Neytendasam- takanna. Litla dóttir okkar Sigríður María verður jarðsungin frá Norð- fjarðarkirkju föstudaginn 16. nóv. kl. 14.00. Þyri Sigfúsdóttir Ágúst Guðmundsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.