Austurland


Austurland - 15.11.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 15.11.1979, Blaðsíða 4
JUSTURLAND Neskaupstað, 15. nóvember 1979. Auylýsið i Aasturlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrlfendur Það er lán að sldpta við sparisjóðinn. SPARISJÓBUR NORÐFJARÐAR Hjörleifur Guttormsson: Sverris-rímur á haust- Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki um langt árabil boðað jafn ómeng- aða afturhaldsstefnu og nú eftir að hann vaknaði af dvala á haust- dögum og tók saman við Alþýðu- flokkinn. Undir merkjum svokall- aðrar „frjálshyggju" boðar flokk- urinn nú stórfelldan samdrátt í fjárframlögum til almannaþarfa, félags- og menningarmála í þjóð- félaginu, og um leið aukið og óheft frelsi innlends og erlends auðmagns til umsvifa í landinu. Eðlilegan ótta almennings við verðbólguþróun undanfarinna ára á að nota til að höggva svo um munar í það velferðarstig, sem tekist hefur að ná hérlendis fyrir atbeina vinstri afia og verkalýðs- hreyfingar í landinu. Þess í stað er teflt fram „hugsjónum" íhalds- ins um frjálsan markaðsbúskap og áróðurinn fyrir erlendri stóriðju er nú kominn á svipað stig og var við lok Viðreisnar um 1970, þegar sú kenning var í algleym- ingi að innlend orka yrði brátt ekki lengur samkeppnisfær vegna tilkomu ódýrrar kjarnorku. Kröfur Alþýðuflokks og Fram- sóknar innan ríkisstjórnar síðustu misseri um kaupskerðingu og sam- drátt sem lausn og viðbrögð við óðaverðbólgu hafa fengið magn- aðan stuðning í málflutningi Sjálf- stæðisflokksins að undanförnu, þannig að enginn þarf að efast um hvað við tekur, ef þessir flokk- ar og Sjálfstæðisflokkurinn eflast í komandi kosningum. Þannig sér oddviti Sjálfstæðis- flokksins hér eystra, Sverrir Her- mannsson, aðeins stórfelldan sam- drátt sem eina úrræðið í efna- hagsmálum og boðar hann nií sem fastast í ræðu og riti. Minnir sá lestur einna helst á stríðsboð- skap Winston Churchills um „blóð, svita og tár" á vordögum 1940. Hins vegar er það þakkar- vert að Sverrir dregur ekki dul á, hver hann telji að eigi að vera úrræðin eftir kosningar og vert er fyrir Austfirðinga að átta sig á, hvað þar er á ferðinni. Við skulum gefa Sverri sjálfum orðið, en fáeinar tilvitnanir verða hér að nægja: í fréttaauka í ríkisútvarpinu 10. okt. sl. mælti Sverrir m. a.: „Ég held að minn flokkur muni nú væntanlega kjósa að tala tæpi- tungulaust, ekki gylla ástandið að einu eða neinu leyti né heldur að búa menn undir að þetta verði einhver dans á rósum heldur þvert á móti: Hér þarf að beita feikna aðhaldi og niðurskurði fram- kvæmda og sparnaði sem frekast má verða". f siðustu tveimur leiðurum „Þingmúla" hefur Sverrir klifað á sama stefi og þar má lesa 19. október sl. undir fyrirsögninni „Til vopna". „Þjóðin á nú ekki margra kosta völ, sem átakalítið fleyta henni yfir bersýnilegar ófærur. Augljós- lega verður nú um hríð að strengja kióna til hins ítrasta. Það verður ekki gert án þess að það komi við neinn. Það verður því aðeins gert að það komi niikið við alla. — Óþarfa eyðslu þarf að upp- ræta. Beinskera verður niður alla fjárfestingu svo að braki f hverju tré. Aðeins verður tekið til hönd- um ef sparnaður orsakar beint þjóðhagslegt tap" (Leturbr. Aust- url.). Kosningastarfið G KOSNINGAMIÐSTÖÐIN í NESKAUPSTAÐ er að Egilsbraut 11, sími 7571. — Opin daglega kl. 17—19. KOSNINGASKRIFSTOFA Á EGILSSTÖÐUM að Bjarkarhlíð 6 (neðri hæð) sími 1245. KOSNINGASKRIFSTOFA Á ESKIFIRÐI að Strand- götu 37 A, sími 6397. Opin öll kvöld. KOSNINGASKRIFSTOFAN Á REYÐARFIRÐI er að Bólstöðum og verður opnuð 17. nóv. Opið um helgar og kl. 17—19 virka daga. KOSNINGASKRIFSTOFAN FÁSKRÚÐSFIRÐI er að Búðavegi 16 (Hoffell). Opnar 17. nóv. — Opið um helgar og frá 17—19 og 20.30—22 virka daga. KOSNINGASKRIFSTOFA Á HÖFN, sími 8426. KOSNINGASKRIFSTOFA Á SEYÐISFIRÐI að Austurvegj 21 (efri hæð) sími 2388. — Opin öll kvöld og um helgar. Hafið samband við kosningaskrifstofurnar og veitið upplýsingar um stuðningsmenn er verða fjarstaddir á kjördag 2. og 3. desember. Kosningastjórn G-listans -lii^. • • !• um Hér fer ekkert milli mála, hér er ekkert tekið úr samhengi. Full- ljóst er hvað þessi oddviti Sjálf- stæðismanna hér á Austurlandi hyggst leggja til og ná fram kom- ist hann og flokkur hans til áhrifa eftir kosningar. Og við þurfum ekkert að efast um að hann fái í þetta sinn dyggilegan stuðning frá ráðamönnum íhalds- ins á suðvesturhorni landsins. í þeim herbúðum er nú ekki talað neitt dulmál um „frjálshyggju", þ. e. frelsi auðmagnsins og rétt hins sterka, og er þá erlent auð- magn og óheft stóriðja útlendinga ekki undanskilin. Alþýðuflokkurinn virðist í heild geta tekið undir flest í þeirri stefnu sem Sverrir Her- mannsson boðar nú með vopna- gný og ljóst er af reynslunni í síðustu ríkisstjórn að sterk öfl innan forystu Framsóknarflokks- ins hafa trú á þeim kreppuráð- stöfunum, sem hér eru boðnar. Efast nokkur um hverjar afleið- ingarnar yrðu í reynd og þá fyrst af öllu úti um byggðir landsins, ef þessi íhaldsboðskapur fengi byr í komandi kosningum? — H. G. Barnadagur í Egilsbúð Eins og fram kom hér í Austur- landi fyrir þrem vikum síðan ætlar barnaársnef nd í Nesk að láta sitt lokaverkefni vera fyrir börn en ekki um börn eins og fyrri verkefni hafa verið. Laugardaginn 17. nóv n. k. verður haldinn barnadagur í Egils- búð og flutt menningarlegt efni á sviði bókmennta, myndlistar og tónlistar. Allt húsið verður nýtt í þessu skyni og hefst dagskráin kl. 15. í fundarsalnum verður upplestur úr bókum fyrir yngstu börnin og foreldra, farið í leiki og sungið undir stjórn fóstranna á dagheim- ilinu og nemenda úr Gagnfræða- skólanum sem að undanförnu hafa verið í vettvangsnámi á dagheim- ilinu. í stóra salnum verður dag- skrá fyrir eldri börn, unglinga og fullorðna. Þar verður fluttur leik- þáttur, lesið úr bókum og sungið. í anddyri hússins verður sett upp bóka- og myndlistarsýning. Mynd- irnar eru tengdar efni bókanna, sem lesið verður úr, unnar af nemendum í barnaskólanum undir Ieiðsögn myndlistarkennara. Bæk- urnar sem sýndar verða eru í eigu Bókasafns Neskaupstaðar og dag- heimilisins. Opið verður inn í bókasafnið meðan á dagskrá stendur. Foreldrafélagið verður með kaffisölu í veitingasalnum og rennur ágóði af henni til kaupa á bókum í skólasafn barnaskólans. Bæjarbúar ungir og gamlir eru hvattir til að leggja leið sína í Egilsbúð á laugardag og skemmta sér saman. Kosningasjóður G-listans Kjósendur, styðjið kosningabaráttu G-listans. Um- boðsmenn og kosningaskrifstofur G-listans í kjördæm- inu taka á móti framlögum. f Neskaupstað taka eftirtaldir einstaklingar einnig á móti framlögum: Guðmundur Sigurjónsson, Jóhannes Stefánsson, Kristín Lundberg, Stefanía Stefánsdóttir og Þórður M. Þórðarson. Kosningastjórn G-listans Árshátíð Alþýðubandalags Héraðsmanna Árshátíðin verður hafdin að Iðavöllum laugardaginn 24. nóv. og hefst kl. 20.30. Tilkynnið þátttöku í síma 1245. Kaffiveitingar — Skemmtiatríði — Góðir gestir —Dans Alþýðubandalag Héraðsmanna Krefjið Sverrir sagna Kjósendur Sverris ættu að krefja hann nákvæmra sagna um hvað það er sem hann ætl- ar „að beinskera svo að braki í hverju tré" og fá svarið fyrir kosningar svo að þeir þurfi ekki að naga handarbökin á eftir, þegar þeir hafa kosið yfir sig atvinnuleysi, hækkun matvöru, síma og rafmagns, gengisfellingu, erlenda stóriðju 03 vaxtaokur, svo aðeins sé vitnað í nokkrar fyrirfram boðaðar aðgerðir íhaldsins. * Árshátíðin verður 24. Alþýðubandalagsmenn á Héraði ætla að halda árshátíð sína að Iðavöllum, laugardag- inn 24. nóv. nk. og á hún að hefjast ki. 20.30. Arshátíðin átti að vera um síðustu helgi en varð að fresta henni. Veitt verður kaffi og skemmtiatriði verða höfð í frammi og dans stiginn. Vitað er að þarna verður margt góðra gesta. Góða skemmtun. Gjafir' til SVA Nýlega hefur Styrktarfélagi vansefinna á Austurlandi borist 100 þus. kr. frá Svein- hildi Vilhjálmsdóttur Hiíðar- götu 33, Neskaupstað, sem hún gefur í minningu um eigin- mann sinn Jónas Valdorfsson og son þeirra Eystein. Þá hafa börn í Neskaupstað afhent félaginu fjárupphæðir sem þau hafa aflað með því að halda hlutaveltur. Þessi börn eru: Bryndís Magnadótt- ir, Bára og Sigrún Hólmgeirs- dætur , Birna Gunnarsdóttir, Heiðnin Guðmundsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Hákon Hreiðarsson og Sigrfður Björk Aradóttir. SVA hefur beðið Austurland að koma á framfæri þökkum til allra þessara aðila.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.