Austurland


Austurland - 22.11.1979, Blaðsíða 8

Austurland - 22.11.1979, Blaðsíða 8
Æjsturland Neskaupstað, 22. nóvember 1979. Angrlýslð i Anstnrlandi Sfmar 7571 og 7454 Gerist áskriíendur Það er lán að slripta við sparisjóðinn. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Mennt er máttur Mikil áhersla er lögð á menntun í pjóðfélaginu. Milljarðatugum er árlega með einum eða öðrum hætti varið til skólakerfisins. Nýir skól- ar rísa, nýjar námsbrautir opnast til viðbótar öðru sem fyrir er. Almenningur er stoltur af að geta veitt börnunum þá menntun sem hugurinn stendur til og álítur væntanlega að slíkt stuðli að proska einstaklingsins og eflingu pjóðarhags. Þegar litið er tU, hvers konar menntun er í hæstum veg- um höfð, vakna ýmsar spurning- ar. í mannlýsingum fyrri ára segir stundum frá múgamanni, lúsug- um og lörfum klæddum sem starir lotningarfullur á kaupmanninn á blankskónum eða borðum prýdd- an sýslumanninn. Æðsta ósk pessa múgamanns er gjarnan talin sú að börn hans losni við lúsina og verði svona fín. Öll viljum við að heUbrigði og þrifnaður sé í góðu lagi, en er tUgangurinn með menntuninni að gera börn fín. Allir vita að pjóðin vUl ekki verk- menntun og byggir par af leiðandi ekki skóla til þess konar brúks. Sjómanna- og fiskvinnsluskóla verður að nafninu til að hafa. í pessum atvinnugreinum hallast þó ekki á, prófskírteini skólanna annars vegar og undanþágupappír- ar ráðuneytisins hins vegar. Hvers konar menntun vUl pá pjóðin, eða a. m. k. þeir sem stjórna þessari pjóð. Háskóla og menntaskóla auðvitað, sem undanfara háskóla- námsins. Um petta væri ekkert nema gott að segja ef . . . Alvöru fiskveiðipjóðir nota há- skólann m. a. tU að mennta fiski- menn og fiskvinnsiufólk. Hvað er eðlUegra en að treysta sem best pann grunn sem byggt er á? Held- ur einhver í alvöru að mikUvæg- ara sé að mennta fólk í háskóla til vegagerðar en útgerðar? Af hverju kontórista af ýmsu tagi, apótekara og júrista? Er okk- ur líkt farið og manninum sem ég gat um áðan — eða hvað Hraksmánarlegt dæmi um van- rækta menntunarþætti er sú stað- reynd að fiskifræðin er homreka í háskólanum. Ekki er pað síður ámælisvert að pegar fiskifræðing- ar koma frá námi erlendis tekur enginn mark á peim. Er pá mennt- un ei lengur máttur. Svo virðist sem fiskifræðinga sé ekki pörf nema pegar reka parf útlendinga úr landhelginni. Þá er pjóðin stolt af þeim og metur pá jafnvel á við gott varðskip með klippur. í annan tíma geta þeir haft hægt um sig og kvarnað porsk ef peir hafa löngun tU. Meðan petta viðhorf tU fiski- fræóinnar er ríkjandi skulum vrð hætta að senda unga hugsjona- menn til útianda tU náms i grein- inni. 1 staðinn getur sjávarútvegs- ráouneytrð geíið út undanpágur tii starfa í íaginu, t. d. til ráð- gj af a verkf ræðinga. Jafnframt væri eðiilegt að fyrir orðin „vísindin efia alia dáð", sem greypt eru í múrinn yfir dyrum háskólans, komi orðin „látum kylfu ráða kasti". Barði íariim Utgerðarferli Barðans iauk á glæsilegan hátt. Með fullfermi kvaddi hann og héit á braut í síðasta sinn. Það er reisn yfir slikum viðskilnaði. Brátt mun sá nýi komast í gagnið og vonandi verður hann happaskip. Við brott- för Barða reikar hugur til baka, til upphafs skuttogaratimabilsins. Allan síðasta áratug hömuðust stjórnvöld leynt og ljóst við að grafa undan togaraútgerð í land- inu. Vantrú viðreisnarstjórnarinn- ar margfrægu á togaraútgerð var algjör. Kratar áttu pá sjávarút- vegsráðherrann. í upphafi pessa áratugs hafði Eggert G. Þorsteins- son náð peim árangri við útrým- ingu togaraflotans að eftir voru 17 skip, flest aflóga gufutogarar. Á þessum árum mændu viðreisn- armenn á ál og aðra stóriðju. Inngangur íslands í E.B.E. og E.F.T.A., var á dagskrá hjá þess- um viðreisnarpostulum. Líklega hafa „viðskiptakjörin“ átt að verða pað góð að allt petta slor yrði óparft. Þrátt fyrir allt tókst í blóra við stjórnvöld að koma fyrsta skuttogaranum til landsins. Þá atvinnulífsbyltingu sem á eftir fylgdi er óparft að minna á. Hinu mættu menn kannski velta fyrir sér. Hvar stæðum við nú, ef tekist hefði að koma í veg fyrir kaup fyrstu skuttogaranna, og kratar haft með sjávarútvegsmálin að gera allan pennan áratug Minnumst upphafs skuttogaraútgerðar Svo sem kunnugt er, voru aust- firðingar frumkvöðlar að skuttog- araútgerð á íslandi. Fyrstu skipin sem komu, voru systurskipin Barði og Hólmatindur. Úti í Frakklandi eru til líkön af pessum skipum. Líkönin eru listasmíð og sjálfsagt nokkuð dýr, ef föl væru. Með einhverjum ráðum parf að festa kaup á slíku líkani og flytja heim. Á Eskifirði er í uppbygg- ingu sjóminjasafn Austurlands. Seinna meir pætti áreiðanlega mikill fengur fyrir safnið að eiga slíkan grip. Þessi skip hafa gull- fallegt byggingarlag og engum þarf að segja hvílíkt spor pau hafa markað í austfirska útgerð- arsögu. — M. K. Munið kosninga- sjóö G-listans Kosningastarfið xG KOSNINGAMIÐSTÖÐIN í NESKAUPSTAÐ er að Egilsbraut 11, sími 7571. — Opin alla virka daga kl. 17—19 og 20—22 og um helgar. KOSNINGASKRIFSTOFA Á EGILSSTÖÐUM að Bjarkarhlíð 6 (neðri hæð) sími 1245. KOSNINGASKRIFSTOFA Á ESKIFIRÐI að Strand- götu 37 A, sími 6397. Opin öll kvöld. KOSNINGASKRIFSTOFAN Á REYÐARFIRÐI er að Bólstöðum. Sími 4298. Opið um helgar og kl. 17—19 virka daga. KOSNINGASKRIFSTOFAN FÁSKRÚÐSFIRÐI er að Búðavegi 16 (Hoffelli). — Sími 5283. — Opið um helgar og frá 17—19 og 20.30—22 virka daga. KOSNINGASKRIFSTOFA Á HÖFN er að Miðtúni 21, sími 8426 opin mánud., þriðjud. og miðvikud. kl. 17—19.30 fimmtudaga og föstudaga kl. 20—22.30 og um helgar. KOSNINGASKRIFSTOFA Á SEYÐISFIRÐl að Austurvegi 21 (efri hasð) sími 2388. — Opin öll kvöld og um helgar. Hafið samband við kosningaskrifstofurnar og veitið upplýsingar um stuðningsmenn er verða fjarstaddir á kjördag 2. og 3. desember. Kosningastjórn G-listans Kosningasjóður G-listans Kosningabarátta er dýr. Þrátt fyrir J>að að reynt sé að halda kostnaði í lágmarki er erfitt að ná endum sam- an. Einu tekjur AlJ>ýðubandalagsins eru framlög frá flokksmönnum og stuðningsfólki. Kjósendur, munið kosningasjóð G-listans. Kosningaskrifstofur og um- boðsmenn listans taka á móti framlögum. Kosningastjórn G-listans Veistu? Að eftir mikið brambolt og erfiði einstakra „frambjóð- enda“ í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins hér eystra vakti pað athygli að aðeins útvaldir fá að sýna sig á framboðsfundum flokkanna. Þannig varð Þrá- inn Jónsson, fjórði maður á D-listanum að láta sér lynda að sitja á áheyrendabekkjum á fundi í Valaskjálf um dag- inn, til að ekki félli skuggi á „stórmennin“, pá Sverri og Egil. * Að Guðmundur Gíslason, væntanlegur varapingmaður Framsóknar hér eystra, er ekki aðeins vel að sér í kveðskap fornum og nýjum eins og glöggt hefur mátt heyra á framhoðsfundum, heldur hefur hann einnig óvenju vfðtæka pekkingu f dýrafræði. sem ekki cr að undra um „ . . . franikvæmdastjóri Sláturfélags Suðurfjarða frá stofnun". eins og segir í frambjóðendakynn- ingu B-listans. Þannig gefur Guðmundur fund eftir fund svofellda lýsingu á Bjama Guðnasyni og öðmm krötum: „Maður gæti haldið að AI- pýðuflokkurinn væri með mis- heitt blóð eins og heimsskauta- rottur. sem pola ekki veðra- brigði“. * Að maddömu Framsókn of- býður yfirborð og glennu- gangur fhaldsins og peysingur Sverris í ,.leiftursókninni“ hér eystra, par sem kjaraskerðing- aráform krata og Framsóknar nánast blikna. Lfkir Halldór Ásgrfmsson pessum keppinauti maddömunnar við hina „klof- stóru ekkjufrú Lfbfdó“ og bfða menn pess nú aðeins að hann grfpi til steinvölu f stað orða og ..setmmi á að ósi“ svipað og Þór forðum. Að Bjarni ,.gamli“ Guðna- son hefur ekki prek í tvo fram- boðsfundi samdægurs svo vel fari. eins og glöggt kom fram á kvöldfundi á Revðarfirði um daginn. Þar ávarpaði hann heimamenn sem „góða Reyk- vfkinga" og henti tvfvegis gaman að eigin flokki. er hann ætlaði að m/sast að Framsókn: Savði Alpýðuflokkinn „út og suður og alls staðar“ og ömvoan með að fá „tvö pine- sæti á Austurlandi. e>ns og ver- ið hefur" Að hugsi kona, að nafni Ás- dís Erlingsdóttir segir m. a. í Mogganum 13. nóv. stuttu eftir að „leiftursóknin gegn lífskjörum" var boðuð á for- sfðu sama blaðs. „Ég ætla að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn pví að nú er einmitt rétti tfminn til pess að fá f reynd að kynnast pessari stefnu, par sem ákveðin öfl innan flokksins hafa porað að leggja drög að pví að fram- kvæma stefnuskrá flokksins“. Og hún bætir við: „heilbrigt fólk á að vinna fyrir sfnu brauði án heimtufrekju og pakka Guði fyrir að fá að lifa og hafa heilsu til pess“.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.