Austurland


Austurland - 07.12.1979, Page 1

Austurland - 07.12.1979, Page 1
29. árgangur. Neskaupstað, 7. desember 1979. 45. tölublað. Gerisf áskrifendur oð Austurlandi Þingmenn Kosningaúrslitin skapa aiþýsu- enga nýja möguleika banaalags sigurve[j[lri Leiltursófanin fór í vuskinn. ins Alþýðubandalagið úfrum með tvo kjördæmukosna ó Austurlundi. Helgi Seljan 2. þm. Austurlands Hjörleifur Guttormsson 5. þm. Austurlands Sveinn Jónsson 1. varaþingmaður Þorbjörg Arnrsdóttir 2. varaþingmaður Kosningarnar um helgina höfðu í för með sér veruiegar breytingar á fylgi flokka og skipan Alþingis án þess að fjölga frá því sem áður var möguleikum á myndun meiri- hlutastjórnar. Undanfarna daga hefur útvarp og sjónvarp hellt yfir landslýðinn fregnum af kosingaúrslitum og hugleiðingum um afleiðingar þeirra og slíkt hið sama hafa dag- blöðin gert. Það væri því að bera í bakkafullan lækinn að auka miklu við þau skrif og verður það ekki gert hér í löngu máli. Framsókn sigraði Framsóknarflokkurinn er ótví- ræður sigurvegari þessara kosn- inga. Hefur hann nú sama þing- mannafjölda og áður en hann myndaði íhaldsstjórn Geirs Hall- grímssonar. Sýnir þetta, að kjós- endur eru ekki langminnugir á misgerðtr og svo hefur grónum kjósendum flokksins sjálfsagt þótt sem þeir hafi refsað honum nóg 1978 fyrir íhaldsþjónkunina. Vonbrigði íhaldsins Sjálfstæðisfiokkurinn varð fyrir sárum vonbrigðum. Hann hafði jafnvel gert sér vonir um hreinan meirihluta, en bætti aðeins við sig einu þingsæti og tveimur, ef klofn- ingsframboðið á Suðurlandi er tal- ið með. Leiftursókn flokksins fór út um þúfur. Þessi niðurstaða leið- ir vafalaust til harðari innan- flokksdeilna, sem ekki er á bæt- andi. Staða flokksforformannsins, sem ekki hefur verið of góð, hlýt- ur að stórversna og þeim, sem vilja bola honum í burtu, vex ásmegin. Af innanflokksátökum í Sjálf- stæðisflokknum er því tíðinda að vænta. Alþýðuflokkurinn ber ábyrgð á falli vinstri stjórnarinnar og því, að gengið var til kosninga nú. Hann tapaði fjórum sætum, en stendur þó sæmilega réttur eftir, miðað við kosningarnar 1974. Nú reyn'r á hvort hann hefur lært eitthvað af reynslunni og verður hæfur til vinstra samstarfs. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið tapaði einnig, fékk nú 11 þingsæti en hafði 14 fyrir. Hefur það nú sama fjölda þingsæta o.g fyrir kosningamar 1974. Einum kjördæmakosnum þingmanni tapaði það og fékk að- eins eitt uppbótarsæti. Þessi úrslit voru Alþýðubanda- lagsmönnum vissulega vonbrigði. Flokkurinn hafði unnið til auk- ins trausts með skeleggri baráttu sinni innan þings og utan fyrir hagsmunum alþýðu. En við segj- um eins og Ólöf ríka: „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði“. Úrslitin á Austurlandi Fáir menn hafa gert ráð fyrir því, að skipting þingsæta milli flokka breyttist í Austurlandskjör- dæmi, enda reyndist svo. En veru- leg tilfærsla atkvæða varð milli flokka. Alþýðuflokkurinn fékk 413 Fr»mh < ' Ávarp tii Alþvðubandalagsmanna á Austurlandi Helgi Seljan Orrustu er lökið og úrslit fengin. Efst í huga mér nú er þakklæti til hinna fjölmörgu sem unnu ómetanlegt starf um kjördæmið allt, kosningastjóra okkar. trúnað- armönnum og sjálfboðaliðum og engu síður þeirn röska hópi un ra manna. sem unnu að utankjörstaðaratkvæða- gre’ðslu syjra og lögðu, eins og rnenn hér heima, hart að sér. Þá ber ekki síour að þakka málgagni okkar og r tstjóra þess og öðrum þeim sem þar að unnu. Austur- land hefur æv nlega verið eitt okkar besta vopn í bar- áttunni gegnum tíðina, j>að verður seint fullþakkað. Ómæld j-ökk er mér því ofar öllum vonbrigðum. f>ó ekki skuli úr j eim dregið. Úrslitin liggja á borðinu og þe'm verður að una, þó erfitt sé að sætta sig við það, að stöðug barátta okkar flokks á síðasta ári til varnar launafólki í landinu, verkamönnum, bændum og sjómönnum, skuli hafa beð- ið skipbrot sem þetta. Og að sá flokkur sem ævinlega sá þá leið eina til lausnar að lækka kjörin skuli vinna ótvíræðan kosningas:gur án allrar verðskufdunar hvað vinnandi fólk snerlir. En áfram heldur baráttan engu að síður og í ljósi alls þessa ]>arf flokkur okkar að hefja aukið starf, móta stefnu sína enn skýrar og betur og hefja hana á loft til sóknar og nýs sigurs. Þar er ærið verk að vinna, því sérstaða okkar flokks er augljós og hana )>arf að kvnna enn betur, koma henni enn betur til skila en gert hefur verið nú. Sú sérstaða felst í mörgu en ég nefni aðeins j>rjá höfuðþætti: Baráttuna fyrir hagsmunum vinnandi fólks í landinu — baráttuna fyrir jöfnuði í þjóðfélagnu og ekki síst fyrir alla landsbyggð og baráttuna gegn erlendri ásælni og íhlutun í okkar eigin mál. Stefnan skal áfram sú að hvika hér í engu og vinna, hvort sem er innan stjórnar eða utan að endurheimt j>ess fylgis, sern nú tapaðist, með ]>rotlausu starf: allra okkar sameiginlega. hvort sem er á þingi eða úti á vinnustaðnum, því sameinuð og sigurviss skulum við nú leggja til nýrrar atlögu. Markmiðin eru enn svo fjarri í reynd, að hvergi má slaka á, síst. nú þegar afturhaldið í landinu, hverju nafni sem það nefnist, hefur náð að blekkja fólk til fylg's vlð íhaldsstefnu í raun. hvað sem hún er fagurlega boðuð í ræðu og riti. Það er baráttuhugurinn sem gildir hann hefur í engu verið slævður og hann mun ásamt góðum málstað okkar skila okkur fram til sigurs á ný. Hér í kjördæminu áttum við völ á glæsilegum fulltrúa á þing, sem þriðja manni okkar og við trúðum því, að það tækist að ná þeim árangri. Það ásamt þakklæti til stuðningsmanna, er mér hug- fastast nú að gera þá staðreynd að veruleika næst þegar til atlögu verður gengið á grundvelli kosninga að þrír fulltrúar Alþýðubandalagsins eigi á ný sæti á þingi fyrir Austurland. Þann ásetning veit ég í dag bergmála í brjóstum okkar fólks um kjördæmið allt og með þann, staðfasta ásetning skulum við nú ganga vondjörf til leiks og efla samstöðu okkar og samheldni sem ein getur fært okkur árangur ásamt þeirri hugsjón, er við hljótum að berjast ótrauð fyrir: Þjóðjélagi réttlœtis og jafnaðar á íslandi, alfrjálsn íslandi.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.