Austurland


Austurland - 07.12.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 07.12.1979, Blaðsíða 3
Kosningaúrslit Framhald af 1. «(ðu. atkvæði (6.0%), fékk í fyrra 563 (8.4%) og 195 (3.1%) 1974. Framsóknarflokkurinn varð sig- urvegari hér sem annars staðar hlaut 2.975 atkv. (43.1%), fékk í fyrra 2.434 (36.1%) og 2.676 (42.5%) 1974. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1.368 atkvæði (19,8%), fékk í fyrra 1063 (15,8%) og 1344 (21,3%) 1974. Alþýðubandalagið hlaut 2.153 atkvæði (31,2%), fékk í fyrra 2.455 (36.5%) og 1.595 (25,3%) 1974. íhaldið hlaut uppbótarsæti Þau undur gerðust, að íhaldið hlaut uppbótarsæti á Austurlandj. Sýnir það að hinar óvæntustu uppákomur geta orðið í kosning- um. Með aðeins 1.368 atkvæði fær hann tvö þingsæti. Ástæðan er sti, að flokkurinn fékk obbann af upp- bótarsætunum vegna þess hve margir frambjóðendur hans féllu í kjördæmunum. Þingmenn höfðu heldur ekki komið í verk þeirri ætlun sinni, að breyta kosninga- löggjöfinni í það horf, að Austfirð- ingar gætu ekki hlotið uppbótar- sæti, né landsbyggðin yfirleitt. En þessi happadráttur Austfjarða- íhaldsins varð þó til þess, að enn hafa Austfirðingar sex þingmenn, að hvaða haldi sem það kemur kjördæminu. Alþýðubandalagið tapaði uppbótarsætinu Uppbótarsæti það, sem Alþýðu- bandalagið hlaut á Austurlandi í fyrra, tapaðist nú, enda hlaut flokkurinn aðeins eitt slíkt sæti. Sveinn Jónsson á því ekki sæti á þingi. En sem fyrsti varamaður tveggja þingmanna á hann áreið- anlega eftir að taka sæti á Alþingi, a. m. k. ef það situr lengur en í vetur. Hefðu það verið borgjarstjórnar- kosningar Eins og eðlilegt er stefnir íhald- ið að því að endurheimta völd sín í höfuðborginni. Kosningaúr- slitin um helgina benda ekki til að það muni takast. Þvert á móti er líklegt, að það gangi af því á þeim vettvangi. Erfið stjómarmyndun Sýnilegt er, að miklir erfiðleikar verða á að mynda meirihluta- stjóm. Möguleikamir eru þessir: Sjálfstæðisflokkurinn getur myndað stjórn með hvaða flokki sem er, þótt meirihluti hans og Alþýðuflokksins yrði eins naumur og verða má og þarf að telja Eggert Haukdal með til þess að starfhæfur meirihluti fáist. Mögulegt er að flokkarnir, sem stóðu að síðustu stjóm, endurnýi samstarfið, en erfitt mun það reynast, enda mun krötum þá þykja til lítils barist. Svo má hugsa sér minnihluta- stjórn, sem nægilega margir þing- menn heita að verja falli. Slík stjórn yrði vandræðalausn. Hún getur ekkert gert á eigin spýtur. Líklegt má því teljast, að ekki sé langt til næstu kosninga. Prjónavél til sölu Pasapp prjónavél til sölu. Uppl. í síma 7456, Neskaupstað. Auglysing frá KAUPFÉLACIIUU FRAM í verslun okkar færð f>ú allt til jólanna, einnig jóla- gjöfina, sem leitað er að. Matvörudeild Allt í jólamatinn. einnig jólaávextir, konfekt og kex í úrvali. Vefnaðarvörudeild Mikið úrval af kiólaefnum, pilsefnum, gluggatjalda- efnum, hannyrðavorum, peysum. blússum, pilsum, náttkjólum. greiðslusloppum, úrum og skartgripum. Herradeild Nýkomin herraföt, flauelsvesti og buxur á drengi, herra og drengjaskyrtur, morgunsloppar, skíðagallar á konur og börn, herrasnyrtivörur. — Einnig Ronson vindla- kveikjarar. Parker-pennar, seðlaveski og margt fleira. Bygginga- og gjafavörudeild I Rafmagnsheimilistæki í úrvali, matar- og kaffistell, borðbúnaður. — Silfurplett, kristal- og keramik gjafa- vörur, bastvörur. -— Töfl og skákklukkur. LEIKFÖNG f ÚRVALI: Fisher Price, Matchbox, dúkkuvagnar og kcrrur, dúkkur og dúkkuhúsgögn. Úrval af modelum og púsluspilum. Gerfijólatré, jólaskraut, jólaseríur. Það þarf enginn að fara í jólaköttinn. KAUPFÉLACID ISKAUPSTAÐ JÓLATRÉ Munið að leggja inn pantanir á jólatrjám. — Pantanir þurfa að berast fyrir 14. desember. Kaupfélagið Fram Egilsbúð Simi 7322 Neskaupstað í ■ f . íTU« -1 XIUbUandaD - □□□□□□□□□□ SJÖ MENN VIÐ SÓLARUPPRÁS Æsispennandi bresk-tékknesk mynd um morð á, Reinhard Haydrich í Prag vorið 1942. Mynd þessi er gerð eftir hinni frægu sögu Seven men at Daybreak. AðaJh.: Timothy Bottoms og Nicola Pagett. Sýnd fimmtudaginn 6. des. — Bönnuð innan 14 ára. BARNASÝNING KL. 3 SUNNUDAG. JÓREYKUR Hörkuspennandi kúrekamynd með hinurn fræga Jack Nicholson og Millie Perkins í aðalhlutverkum. Sýnd sunnudag kl. 9. — Bönnuð ínnan 14 ára. STEFNT Á BRATTANN með hinum óviðjafnanlega grínleikara Richard Pryor, sem fer með þrjú hlutverk. Norðfirðingar komið og sjá- ið þessa léttu og góðu mynd. — Sýnd þriðjudag kl. 9. :— Síðasta sinn. — Bönnuð innan 14 ára. Norðfirðingar Allar tryggingar á einum stað. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Neskaupstað Austfirðingar breyttan opnunartíma verslana í Neskaupstað í desembermánuði. Laugardaginn 8. des. frá kl. 1—6. Laugardaginn 15. des. frá kl. 1—6. Laugardaginn 22. des. frá kl. 1—23. Mánudaginn 24. des. frá kl. 9—12. Mánudaginn 31. des. frá kl. 9—12. bá verða útibú Kaupfélagsins Fram Hafnarbraut 52 og Miðstræti 4 lokuð laugardaginn 8. desember. KAUPFÉLAGIÐ FRAM KAUPMFl I' NESKAUPSTAD Sparið fé og fyrirhöfn og búið í hjarta borgarinnar, þar sem leikhús, verslanir og önnur þjónustufyrirtæki eru í seilingarfjarlægð. Njótið þægilegs umhverfis, góðra veitinga og 1. flokks þjónustu á Hótel Borg. — Verið velkomin. Munið helgarferðimar og hagstæð kjör á hópferðum. Borg í fararbroddi í hálfa öld. Hóiel

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.