Austurland


Austurland - 13.12.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 13.12.1979, Blaðsíða 1
ÆUSTURLAND 29. árgaogur. Neskaupstað, 13. desember 1979. 46. tölublað. Atvinnuleysi hafíð og karlmenn eru uggandi um sinn hag Ærin bar ummiðjan nóvember Bændur á Borgarfirði hafa að undanförnu haft fé sitt við hús en sparað hey með pví að gefa fiski- mjöl með beit. Ásetningur er minni vegna und- angenginna harðinda og eru líf- lömb t. d. helmingj færri en sfðast- liðið ár. Alls var slátrað um 7000 fjár á Borgarfirði í haust en dilkar voru tæpu 1Y2 kig léttari en í fyrra. Riðuveiki í sauðfé heyrist nú lítið getið í fjölmiðlum en hún herjar allmikið á fé bænda í Bori^arfirði og breiðist frekar dt. Undanfarið hafa bætur fengjst fyrir fé sem aflífað hefur verið vegna riðuveiki en þær bætur eru lágar þegar um lambfullar ær er að ræða. Sá sjaldgæfi atburður gerðist nú rétt fyrir miðjan nóvember að ær bar lambi hjá Jóni Ólafssyni á Giisárvöllum. Er þetta mjög sjald- gæfur burðartími hjá ám í Borg- arfirði ef ekki einstæður. — P. E. Dugði til kaupa á tveimur talstöðvum Kiwanisklúbburinn Gerpir gaf björgunarsveitinni í Neskaupstað 250 þús. kr. til talstöðvakaupa. Fyrir hönd björgunarsveitarinn- ar þakka ég þeim Kiwanismönn- um þessa gjöf. Fé þetta dugar til kaupa á tveimur 27 mz stöðvum og verður önnur þeirra sett upp í húsi sveit- arinnar sem þjónar hlutverki stjórnstöðvar ef eitthvað ber aið á okkar svæði. Hin stöðin verður í bíl sveitarinnar en hann hefur meðal annars verið notaður sem leitarstjórnstöð á samæfingu björgunarsveita á Austurlandi sem var í Skriðdal 1977. Björgunar- sveitin sá einnig um f jarskiptamið- stöð á samæfingu í Arnardal 1976. í bæði skiptin voru notaðar láns- stö5var, svo þessi gjöf kemur sér mjög vel. Frammistaða björgunarsveita á samæfingum er góð kynning á sveitarfélagi því sem viðkomandi sveit er frá og Iýsir þeim stuðningi sem hún fær í sínu byggðarlagi. É.s held að okkar sveit hafi heldur aukið hróður Neskaupstaðar held- ur en hitt þó búnaður hennar hafi í mörgum tilvikum verið heldur fábrotinn. Hrólf ur Hraundal 9 Ætf JÉB^" ^H^ s^^F ^B7 ^^^ ^K^F Fjölgum áskrifendum aö Austurlandi Ánœgjuleg sinna- skipti Framsóknar Vonandi reynast heilindí að baki yfirlýsing- um að vinna aðeins til vinstri Viðræður um myndun vinstri stjórnar eru nú hafnar undir for- ystu Staingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins. Það er í samræmi við stefnu Al- þýðubandalagsins, að það tekur heils hugar þátt í þessum viðræð- um og væntir að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu. Hér sem endranær eru það málefni, sem ráða munu um afstöðu Alþyðu- bandalagSins. Þar leggur flokkur- inn áherslu á, að mynduð verði eindregnari og samhentari vinstri stjórn en sú, sem Alþýðuflokkur- inn sprengdi sl. haust. í þessum vsðræðum. um stjórnarmyndun mun Alþýðubandalagið m. a. leggja áherslu á, að unnið verði gegn verðbólgu með samræmdum aðgerðum og í því sambandi verði trygst að milliliðir og yfirstéttar- hópar í þjóðfélaginu verði látnir leggja sitt af mörkum, áður en röðim kæmi að almennu launa- fólki, sjómönnum og bændum að taka þátt í herkostnaiðinum. Sérstakt átak þarf að gera til að lyfta kjörum hinna lægstlaunuðu og tryggja kaupmátt almennra launa samhliða atvinnuöryggi. f því sambandi hefur Alþýðubanda- la<tið lýst sis andvígt samdrætti félagslegra framkvæmda, en legg- ur áherslu á skipulega fjárfest- ingarstjórn til eflingar atvinnulffi og til að ná fram aukinni fram- leiðni og afrakstri í atvinnuveg- unum. Slík efling atvinnuvega þjóðarinnar og einörð byggða- stefna eru þættir f þeirrí vinstri stefnu, sem Alþýðubandalagið setur á oddinn nú sem fyrr um leið og það ítrekar andstöðu sína við hersetu og erienda stóriðju. Það er Alþýðubandalaginu sér- stakt ánægjuefni, að Framsóknar- flokkurinn með formann sinn í fararbroddi hefur að undanförnu, bæði fyrir og eftir nýafstaðnar kosningar, gefið afdráttarlausar yfirlýsingar um að taka aðeins þátt í myndun vinstri stjórnar og að stjórnarsamstarf vit5> Sjálfstæð- isflokkinn komi ekki til greina. Einnig hefur af hálfu Framsóknar- f lokksins verið ítrekuð þýðing þess stefnumiðs síðustu vinstri stjórn- ar, að maginmáli skipti að gott samstarf sé milli stéttasamtaka launafólks og ríkisvaldsins, m. a. til að stuðla að atvinnuöryggi og vvnnufriði. Standi Framsóknarflokkurinn við þessar yfirlýsingar, vekur það vissulega vonir um aukna sam- stö>5u vinstri manna í landinu og að beitt verði úrræðum f efna- hagsmálum og á fleiri sviðum, er taki mið af hagsmunum hins breiða fjölda vinnandi fólks til sjávar og sveita. Hvað sem verður ofan á í for- ystuliði Alþýðuflokksins, sem virð- Nýútkomin bók: i neðra og ef ra Út er komin bók eftir Ármann Halldórsson og hefur hún að geyma frásagnir úr Borgarfirði og af Úthéraði. Bók sína nefnir Ár- mann „í neðra og efra" og er þar átt við Borgarfjörð og Hérað. Mest af efni bókarinnar hefur birst áður, mikið hér í blaðinu, einkum jólablöðum, en til Ár- manns hefur oft verið leitað eftir efni og hann jafnan brugðist vel við. Sumt af efninu hefur þó verið samið fyrir útvarp og einn þáttur- inn er nýsaminn. Ármann á létt með að skrifa og segir vel og skemmtilega frá. Það er óhætt að mæla með bók hans við alla þá, sem ánægju hafa af þjóðlegum fróðleik og kunna að ist ráðvillt og allt eins geta kastað sér í fang Sjálfstæðisflokksins, getur þaíð haft úrslitaáhrif á stjórnmálaþróunina horft til lengri tíma, að Framsóknarflokkurinn standi við svardagana um að vinna eingöngu til vinstri. Þar mun ekki standa á Alþýðubanda- laginu að leggjast á sveifina, á meðan heilindi reynast búa að. baki orða og yfirlýsinga af hálfu Framsóknarflokksins. — H. G. Á þessu ári hafa 5 ný íbúðar- hús verið í smíðum á Borgarfirði og er byggingu þeirra flestra vel á veg komin. Sú starfsemi hefur skapað nokkrum mönnum atvinnu undan- farið. Saumastofan Nálin er rekin hér af fullum krafti og eru næg verk- efni framundan. Verið er að sauma peysur fyrir rússneskan markað og eru það peysur á börn og fullorðna, alls um 10 þús. Hjá Nálini vinna u. þ. b. 10 konur og 1 karlmaður. Á dögun- um var auglýst eftir fleiri konum til starfa. Karlmenn á Borgarfirði telja að þarna sé framhjá þeim gengið með því að auglýsa eftir konum. Greinilegt er því, að karl- menn verða að vera á verði í jafnréttisbaráttunni í framtfðinni. Atvinnuleysisdagar hafa engir verið síðan í júní sl. að undan- skildum 5 dögum í júlf vegna gæftaleysis. Þann 5. nóvember voru þó komnir 7 á skrá og má búast við að þeim fjölgi ef heldur fram sem horfir. — P. E. októbersól á Reyðarfirði Þessar tvœr stúlkur hitti Ijósmyndarinn á Reyðarfirði fyrir nokkru. Þær heita Erla (sú minni) og Þórdís. Þcer sögðu að það vœri gott að eiga heima á Reyðarfirði og vildu hvergi annarsstaðar vera. Kröf uganga barna á Egilsstöðum: „Við lœrum það sem fyrir okkur er haft" Ármann Halldórsson njóta fágaðrar og jafnframt legrar frásagnarlistar. — fjör- B. Þ. J. C. Hérað stóð fyrir samkomu í Valaskjálf kl. 17.00 á degi Sam- einuðu þjóðanna. Gengu böm og unglingar í kröfugöngu frá grunn- skölánum að Valaskjálf, báru mörg kröfuspjöld og þar mátti meðal annars sjá: Meirá barnaefni í sjónvarpið. Það vantar opin leiksvæði fyrir börn. Lengra jólafrí. Það vantar leikvöll fyrir börn 6 ára og eldri. Tillitssemi við börn í búðum. Góðan leikvöll. Við lærum það sem fyrir okkur er haft. Barna- ganigstéttir. Það vantar hjólreiða- brautir. Fleiri sjoppur. Við viljum halda brekkunni, leikskólinn. Urðu margir hinna fullorðnu djiipt hugsi við lestur krafna æsk- unnar. Ágæt skemmtun var í Vala- skjálf, og var þetta ágæt tilbreyt- ing frá hversdagsleikanum. Fluttu þar ávörp Stefán Thors skipulags- arkitekt, Kjartan Einarsson, fyrir hönd grunnskólanema og Inga Þóra Vilhjálmsdóttir fyrir hönd menntaskólanema. Voru síðan frjálsar umræður. Eiga þeir þakkir skildar fyrir er að stóðu. — A. E.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.