Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 42

Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 42
Nokkrir punktar um breska samtímatónlist Örn Jónsson Eggert Pétursson Ingólfur Arnarsson Á seinni hluta sjötta áratugsins gerðust merki- legir hlutir í bandarísku listalífi. Fámennur hópur manna úr öllum listgreinum tók að endurmeta við- tekin mörk milli listgreina. Beat-skáldin voru óþreytandi í leit sinni að nýjum framsetningarmáta. Free-djassistarnir reyndu að blása nýju lífi í djass- inn. Abstrakt expressionistar útilokuðu alla skyn- semi til að komast í samband við þann óbeislaða sköpunarkraft sem þeir töldu búa í sér. Cage var að endurmeta viðfang tónlistarinnar. Merce Cunning- ham reyndi að sameina tón, dans og mynd. í dag eru þessar tilraunir vel þekktar. En þær urðu fyrst og fremst hvati yngri mönnum innan listarinnar til frekari nýsköpunar, en náðu lítt til al- mennings. Sárafáir hlustuðu t.d. á verk Cage, en áhrif þeirra má m.a. greinilega sjá í nútímamyndlist. Það er fyrst nú á síðustu árum að ávöxtur þessara tilrauna nær til almennings. Dæmi um þetta er sú tónlist sem nú verður tekin til umfjöllunnar. Stórstirni risafyrirtækjanna Með olíukreppunni kom greinilega í Ijós að stór- fyrirtækin eru ekki tilbúin að taka fjárhagslega áhættu til að koma list á framfæri. Hráefniö í hljómplötur er unnið úr olíu og við verðhækkunina einbeittu risarnir sér að útgáfu nafna sem þegar höfðu tryggt sér sess. Þessi þróun hófst þó ekki með olíukreppunni. Hljómplötuiðnaðurinn hefur alltaf haft menn á kaupi til að leita uppi efnilega skemmtikrafta. Jóhann G. Jóhannsson benti eitt sinn í viðtali á að iðnaöurinn keypti einkarétt á út- gáfu listamanna til þess eins að eiga þá vísa ef þeir tækju að vekja athygli. Þetta hefur einnig í för með sér að þessir listamenn eru bundnir, geta ekki leitað annað og þannig er öruggt að þeir skyggi ekki á þá sem auglýstir eru upp. Að einskoróa tónlistina við fáa flytjendur kom niður áfjölbreytninni. Það var helst í djassinum sem tilraunir í tónlist voru gefnar út af smáfyrirtækjum í litlu upplagi (aðallega vegna þess aó kostnaður við upptöku var lágur, því að spilað var af fingrum fram og notast við einfalda tækni). Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í tónlistarlífinu. Nýjar leiðir hafa verið kannaðar, þó afurðirnar væru ekki settar á markað til dreifingar. Obscure Árið 1975 var stofnsett í Englandi fyrirtækið Obscure. Markmið þess var að vinna gegn þessari öfugþróun. Aóstandendur fyrirtækisins einsettu sér að gefa út tónverk sem á einn eða annan hátt féllu ekki inn í í heildarmynd hljómplötuiðnaðarins. Hljómplatan nær til stærri hóps en svæðisbundið tónleikahald. Hugmyndin var að koma á framfæri þeirri fjölbreytni sem í raun fyrirfannst innan tón- listarheimsins. Þetta kæmi bæði áheyrendum og skapendum til góða með aukinni grósku. Fyrir- tækið er stofnað á tímum þegar neyslumöguleikar eru í hámarki. Hægt er að nálgast mögulega og ómögulega hluti ef peningar eru fyrir hendi. Hægt er að ná í flautukonsert frá miðöldum og lagið í efsta sæti vinsældalistans, hvort tveggja í jafn fáguðum útgáfum. Eitt af sameiginlegum ein- v kennum þeirra sem gefið hafa út verk sín hjá Obscure er að þeir nota allt sem þeir telja að geti komið hugmyndum sínum best til skila. Fyrir þeim er vöruflóð neysluþjóðfélagsins nokkurskonar skranbúð og þangað sækja þeir efnivið sinn. Vandi listamannsins er að velja. Þrjú verk hafa verið gefin út eftir tónskáldið Gavin Bryars. Hann á að baki fjölskrúðugan tón- listarferil. Hann lærði tónsmíðar og heimspeki, var atvinnutónlistarmaður, lék með djassleikurum, jóðlurum og útsetti fyrir barnastjörnur jafnt sem söngkór verkalýðsins. Verk Bryars ,,Jesus blood never failed me yet" er gott dæmi um hvernig efniviður er notaður úr ólíkum áttum. Það samanstendur af segulbands- lykkju þar sem umrenningur syngur sálm. f fyrstu heyrum við söng hans eingöngu, einu og einu undirleikshljóðfæri er bætt við á stigmagnandi hátt þar til ákveðnu hámarki er náö. Síðan fjarar undir- leikurinn út þar til endurtekinn söngurinn er einn eftir. Þó ætla mætti aö söngur umrennings og hljómþýður undirleikur kammersveitar ætti lítið sameiginlegt er útkoman furöu sannfærandi. Áheyrandinn kemst ekki hjá því að skynja eymd umrenningsins. Jafnvel þó tónlistin sem gefin hefur verið út hjá Obscure sé yfirleitt mjög melódísk, þá leggja flestir Skipulögó tilviljun 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.