Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 4
c
Enn lifir Alþýðuleikhúsið
Erna Indriðadóttir
Norðanlands gerðist sá merki atburður fyrir
rúmum þremur árum síðan að nokkrir leikarar tóku
sig saman og stofnuðu leikhóp sem þeir kenndu við
alþýðu manna og nefndu Alþýðuleikhúsið. Hópur-
inn ferðaðist um landið þvert og endilangt meö
leikritin sín Krummagull og Skollaleik. Og ekki nóg
með það, heldur fór hann einnig til Norðurlanda og
tróð þar upp á ýmsum stöðum við góðar undirtektir
heimamanna. En ferðalögin voru dýr og tímafrek.
Og ekki lifir maðurinn á lofti einu saman eins og þar
stendur, jafnvel ekki þó íslenskt og ómengað sé.
Og yfirvöld menningar- og peningamála í landinu
sýndu hópnum slíkt skilningsleysi að um tíma leit út
fyrir að þeim hefði tekist að ganga af honum dauð-
um. En svo bárust mönnum þau tíðindi að Sunn-
andeild Alþýðuleikhússins hefði verið stofnuð. Yfir
slíkum menningarviðburði gat Svart á hvítu auðvit-
að ekki þagaó þunnu hljóði, þannig að útsendari
blaðsins bankaði upp á hjá þeim Arnari Jónssyni
og Þórhildi Þorleifsdóttur sem eru ein af mörgum
stofnendum deildarinnar, til þess að fá nánari fréttir
af leikhúsinu. Fer árangur viöræðnanna hér á eftir,
í allmjög samþjöppuðu formi þó.
Þegar þið stofnið Alþýðuleikhúsið, hvað eruð þið
þá óánægð með hjá hefðbundnu leikhúsunum eins
og t. d. Þjóðleikhúsinu og Iðnó?
Hluti leikaranna sem standa aó Sunnandeild Alþýóuleikhússins.
Arnar: Uppbygging hefðbundnu leikhúsanna er í
rauninni hömlur á listafólkið. Það hefur nánast
ekkert að segja um líf sitt og starf. Það fastræður
sig við leikhúsið, en hefur sama og engin áhrif um
verkefnaval eða annað sem lýtur að starfi þess. Við
teljum að með þessu komi fólk því kannski aldrei til
skila sem það raunverulega vill tjá. Jú, það getur
verið mjög gott fagfólk, sem er nauðsynlegt líka og
allt í lagi, en ef þú ert ekki að fylgja eftir neinu sem
þig raunverulega langar til að koma á framfæri, því
sem þér finnst að í þinni samtíð, þá er það ekki
nógu gott. Og svo vikið sé að pólitísku hlið málsins,
þá fer verkefnaval þessara leikhúsa sem náttúru-
lega eru á bæjar- og ríkisstyrk, ekki neitt langt frá
þeim ramma sem þjóðfélagið setur þeim. Þar eru á
kreiki borgaralegar hugmyndir sem hrófla í engu
við því munstri sem við lifum í. Það er ekki nema í
undantekningartilfellum aö hefðbundið leikhús er M
framsækið. Þannig að listgreinin sem slík þróast
mjög hægt innan slíkra stofnana. Og það er vegna
þess hve fólkið sjálft sem að því vinnur hefur lítið
um starf sitt að segja. Og hefðbundið leikhús er
stjörnuleikhús. Fólki er skipt niður. Sumir eru
snjallari og meiri stjörnur en aðrir, en sumum er
alltaf haldió svona sem hálfgerðu undirmálsfólki, í
litlum hlutverkum o. s. frv. Og þannig er fólkinu att
hverju gegn öðru, sem gerir alla samvinnu töluvert
erfiða, en það er einmitt á henni sem allt leikhús-
starf byggist.
Er þetta öðru vísi hjá frjálsum leikhóp eins og
Alþýðuleikhúsinu?
Arnar: Vegna þess hve fólkinu er att saman, eru
vissir erfiðleikar í hefðbundnu leikhúsi að fá fram
heilsteypta sýningu. Sem eru aftur meiri möguleik-
ar á í leikhópum á borð við Alþýðuleikhúsió vegna
þess hvernig þeir eru uppbyggðir.
Þórhildur: Það er miklu minni hætta á firringu
þar sem allt starfsfólkið er með í ákvarðanatekt,
heldur en þar sem það er meira eða minna óvirkt og «
bara kallað til starfa til þess að gera eitthvað sem
það hefur aldrei beðið um að fá aó gera, aldrei
langaó til að gera og vill helst ekki gera. Þegar fólk
er sameiginlega ábyrgt fyrir því sem það er að gera,
þá skapar það allt öðru vísi vinnumóral. Þú veist að
allt er undir því komið hvernig til tekst. Þjóðleik-
2
SVART A HVÍTU