Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 5
5
húsinu verður ekki lokað þó þar séu settar upp
misheppnaðar sýningar, en svona leikhópur á sér
ekki viðreisnar von, nema sýningar hans réttlæti
þennan barning utan stofnana. Ef þær eru verri,
eða bara eins og í stofnana leikhúsunum, þá er
bara eins gott að vera þar inni. Þessi vitneskja
fólksins sem vinnur við leikhópinn um að allt
stendur og fellur með því sjálfu, hún skapar svolítið
aðra afstöðu til vinnunnar. Fyrir utan þaö þá verða
leikararnir og leikstjórarnir að vinna öll störf, þeir
kynnast öllu ferlinu. Það er ekki hver lokaður inni í
sínu starfi og hefur enga innsýn í, eða áhuga á
starfi næsta manns. Þaó er ekki útilokað að slík
stemning geti skapast í hefðbundnu leikhúsi ef þar
velst saman góður hópur, en það skapast aldrei
þessi ábyrgðartilfinning sem hlýtur að ríkja í frjáls-
um leikhóp.
Hvenær var Alþýðuleikhúsið stofnað?
Arnar: Þaö var 4. júlí 1975. Aðdragandinn var
eiginlega sá að þennan vetur á Akureyri hafði fólk
tekið að hittast, svona kunningjahópur. Og í stað
þess að verða Alkóhólismanum að bráð, þá
ákváðum við að koma saman á laugardagskvöldum
og ræða leikhúsmál. Og jafnvel búa til þætti sem
hugmyndin var að sýna svo á 1. maí eða einhverri
skemmtun. Þennan vetur vorum við Þórhildur og
Þráinn Karlsson öll fastráðin við Leikfélag Akur-
eyrar. Þar fór allt í háaloft undir vorið og við fórum
frá leikhúsinu. Þarna voru komnir leikarar. Nú, og
höfundar voru á hverju strái og alls konar hæfi-
leikafólk og útkoman var stofnun Alþýðuleikhúss-
ins.
Nú ekki var verkefnaskráin burðug til að byrja
með. Helst vildum við auðvitað vera með íslensk
verk og eitthvað sem kæmi samtímanum við. Við
byrjuðum að vinna hugmyndir í sambandi við
mengunarmál og fleira. Síðan tók Böðvar Guð-
mundsson verkið yfir og skrifaði það, eins og hans
er von og vísa, á nokkrum dögum. Og úr því varð
Krummagull sem síðan var frumsýnt austur á Nes-
kaupstað í mars 1976. Skollaleik frumsýndum við
hins vegar á Borgarfirði eystra. Við höfðum gert
þrjár tilraunir veturinn áður til þess að komast
þangað með Krummagull, en þær mistókust allar.
Við festum okkur eini sinni upp í Dyrfjöllum í kol-
brjáluðu veðri. Svo það varð að bæta þeim þetta
upp.
Þórhildur: En þeim fannst það mjög skrýtið að
við skyldum frumsýna þar. Þó við viljum vera mjög
göfug og láta landsbyggóina ganga fyrir þá vekur
það visst vantraust. „Af hverju er bara verið að
sýna þetta úti á landi, er þetta ekki nógu gott fyrir
Reykjavík?" Aðsóknin var svona upp og ofan. Ef þú
t. d. kemur í lítið þorþ og það er mikill fiskur eða
togari rétt að koma inn, þá er leikhúsið ekkert sér-
lega spennandi.
Arnar: En ef stóru leikhúsin fara út á land með
verk sem búið er að ganga í Reykjavík í heilan vetur
Úr Krummagulli:
,, Maóurinn er jú svo miklu vitrari en viö."
og auglýsa mikið upp, þá er aðsóknin tryggð. Og að
maður tali nú ekki um ef í sýningunum eru þjóð-
kunnir listamenn sem trekkja.
Er það svo vegna fjárskorts sem starfsemi hóps-
ins leggst niður?
Þórhildur: Ekki eingöngu. Það er mjög erfitt fyrir
svona lítinn hóp að standa í þessu árum saman.
Þetta var meira og minna fjölskyldufólk og þaö
fylgdu þessu mikil ferðalög. Þetta var sérstaklega
erfitt fyrir þá sem voru fyrir norðan. Reykjavík er
eini staðurinn þar sem hægt er að vera um kyrrt
enda vorum við hér lengi. En þó Alþýðuleikhúsið
hafi gengið fjárhagslega á meðan verið var að
sýna, þá drógum við alltaf skuldahala á eftir okkur,
sem stafaði af æfingatímabilinu. Það var ekki hægt
fyrir svona fámennan hóp að æfa og sýna á sama
tíma. Þegar fjármál voru gerð upp um áramót, þá
voru nokkrar milljónir í skuld og okkur óaði við því
að bæta við þann hala. Svo það var ákveðið að láta
staðar numið í bili. En það var aldrei meiningin að
loka sjoppunni endanlega. Það var náttúrulega
SVART Á HVÍTU