Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 6

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 6
 augljóst að fyrir norðan yrði ekkert gert í bráð. Þar eru bara tveir leikarar af upphaflega hópnum eftir og hvorugt tilbúið að starfa upp á það að vera svona að heiman hálfu og heilu árin. Það varð úr að við Arnar reyndum að koma á einhverju viðlíka hér. En þetta starf er á allt öðrum grundvelli. Þetta eru 40 manns en ekki einn lítill hópur sem haldið er á launum, og þetta fólk kemur til meö aö vinna fyrir mjög litla peninga. Úr Krummagulli: Maðurinn: Hver er mestur? Snati: Þu Maðurinn: Hver er bestur? Snati: Þú. Maðurinn: Hver er vitrastur? Snati: Þú, þú, þú. Arnar: Hugmyndin er að reyna að komast í gegnum þetta erfiða tímabil þangað til þessum fá- ránlegu leiklistarlögum sem sett voru í fyrra, verði breytt. Þau voru löngu úrelt að okkar mati þegar þau voru sett fram, m. a. vegna þess að ekki er tekinn inn í myndina neinn styrkur til sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Við hugsum svo dæmið þannig að upp úr þessum hóp okkar núna, geti síðar sprottið einn, tveir eða jafnvel fleiri atvinnuhópar. Svo var það líka Ijóst að leikhúsin hér gátu ekki ráðið neitt af þessu fólki sem útskrifast hefur úr Leiklistar- skólanum, nema einn og einn í einstaka hlutverk. Og þá stóð þetta fólk í rauninni á götunni meö sína menntun. Hugmyndin var því líka sú að gera eitt- hvað í því máli, að þetta fólk reyndi sjálft að skapa sér einhverja möguleika. Hvernig starfar Alþýðuleikhúsið núna? Arnar: Öll ákvarðanatekt í stærri málum t. d. verkefnavali, stjórnun o. þ. h. er tekin af allsherjar- fundi, en síðan skiptist hópurinn niður í opna starfshópa um hin margvíslegustu verkefni. Hver eru að ykkar mati ákjósanlegustu skilyrði fyrir leikhús að starfa við? Þórhildur: Það besta er að hafa litla samstæða hópa sem geta staðið undir því nafni að vera rót- tækt leikhús. Og það er ekki nóg að innihaldið sé róttækt, listrænt verður það líka að vera það. Það skiptir ekki minna máli en hitt. Hvað er róttækt leikhús? Arnar: Það er bara hlutur sem við verðum að láta sýningarnar, það sem við látum frá okkur, segja til um. Þórhildur: Það að Alþýðuleikhúsið verði málpípa einhverra ákveðinna pólitískra flokka er ekkert á dagskrá og kemur ekkert til greina. Að mínu mati er afskaplega lítill róttæknisbragur á þessum leik- hópum sem maður hefur séð erlendis og eru svo rétttrúaðir að það kemur enginn að sjá þá, nema þeir sem eru 100% sammála. Þeir geta kannski virkað sem uppörvun fyrir þennan litla hóp sem kemur að sjá þá, en mér finnst þeir frekar einkenn- ast af afturhaldi en róttækni. Er það einhver sérstakur áhorfendahópur sem Alþýðuleikhúsið vill ná til? Arnar: Við vorum einmitt að ræða það í starfs- hóp í dag, að þaö væri afskaplega æskilegt að geta sópað krökkunum af Hallærisplaninu inn í leikhús. Væri ekki auðveldara að fara með leiksýningu niðurá Hallærisplan? Þórhildur: Til þess að hægt sé að fara með leik- hús út, verður það að vera opinber menningarpóli- Úr Skollaleik: Mattheus Mattheusson: Ef ég útvega þér bartskera og veiti þér aöstoö viö aö koma íslenskum galdrakindum á báliö, má ég þá treysta því að ég eigi vin þar sem þú ert? Þorleífur Kortsson: Vissulega, vissulega. 4 SVART A HVÍTU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.