Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 10

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 10
Borgararnir láta sér í léttu rúmi liggja hörðustu gagnrýni svo fremi aó hún fari fram í eigin sölum. f staö þess aö taka afleiðingum slíkrar gagnrýni notfærir borgarastéttin sér hana til aö sýna fram á hve lýðræðið sé mikils metið. Af svipuðum ástæð- um héldu konungar hér fyrrum hirófífl. Við afneitum líka hvers kyns fjárhagsstuðningi frá borgarastétt- inni, því þaó gefur þeim sem valdið hafa tækifæri til aö fetta fingur út í vinnu okkar. Á Ítalíu eru þaö aðeins svonefndar æðri stéttir sem sækja leikhús. Þó einn og einn verkamaöur eða stúdent villist þangað inn breytir það engu um aö opinberar leik- listarstofnanir skemmta aóeins fáum útvöldum þegnum þjóöfélagsins . Sá sem vill koma til okkar veröur aö fara inn í verkamannahverfin. Og þar situr ekki sjálfumglaóur þorgari í mjúkum stól með konu sína í brokadekjól sér við hlið heldur aðeins maðurinn sem hefur áhuga á sinni eigin menn- ingu." Hverjir sækja leikhús Fo? „Áhorfendur okkar eru 50% stúdentar, 20% verkafólk og restin er úr lægri borgarastétt og svo einhver slæðingur í hærri stéttum. Þaö má spyrja hvers vegna ekki fleiri verkamenn sæki sýningar hjá okkur. Þaó er vegna þess aö hefðbundnir vinstriflokkar hafa ástundaö hreint og beint ó- hugnanlega heimsku í þessum málum. Þeir hafa reynt að finna sinn sess í menningarmálum meö því að færa list borgarastéttarinnar nær verkalýðnum og þar af leiðandi ekkert gert til að finna og leiða fram þá róttæku menningu sem með ítalskri alþýöu þýr. Aðalsökina í þessum efnum ber Kommúnista- flokkurinn. Hann og Sósíalistaflokkurinn eru þaó stórir að þeir eiga alla möguleika á að þróa valkost á móti borgaralegri menningu." Hvernig stóð á því að samvinna tókst með Kommúnistaflokkinum og leikhúsi Fo? ,,Ja, viö höfðum leikið í svokölluðum alþýðuhús- um, Casa dell'þopþolo, sem eru merkilegt fyrirbæri hér á Ítalíu. Yfir dyrum þeirra stendur skrifað: Ef þú vilt gera einhverjum gott, þá geföu honum 5 soldi; 3 fyrir brauöi og 2 fyrir menningu, en meö menningu er einungis átt við kunnáttu í lestri og skrift. Stefna PCI er „Loperio conosce solo 300 parole, il pa- drone 1000, é per questro lui e il padrone" (Verkamaðurinn þekkir aöeins 300 orö, atvinnu- rekandinn þekkir 1000; þess vegna er hann at- vinnurekandi). Og ég segi: menningarlaus maður er eins og tómur poki. Fullur af vindi þykir hann tilkomumikill, en fullur af tárum — og grætur hann ekki byltinguna — liggur hann fyrir fótum þínum. Gættu þín að detta ekki um hann! Alþýðan átti sér mikla menningu en vald borgarastéttarinnar, ari- stokratanna og kirkjunnar hafa troðið hana fótum og grafið. Þaö er skylda okkar aö grafa hana upp aftur . . . ef fátæklingur biöur þig um ölmusu, þá gefðu honum 5 soldi, 2 fyrir brauði og 3 fyrir bók. Flokkur okkar er í fjötrum menntamanna. Verka- lýðurinn verður að gerast menntaafl flokks síns. Við verðum aö upplýsa ungt listafólk um þaö hverjir stjórna því. Ef iðjuhöldur fjármagnar vinnu þína getur þú verið viss um að áhrifa hans gætir í henni. Ef verkalýðshreyfingin styður hins vegar vinnu þína, þá mun verk þitt — hversu ófullkomin og mótsagnakennd sem verkalýðshreyfingin er — vera verk verkalýðsins. Þetta er ástæðan fyrir samvinnu okkar viö PCI og ARCI. Hún bar því miður ekki ávöxt sem skyldi og Nuova Scena leystist upp af innbyrðis deilum. Við Franca ásamt nokkrum tryggum samstarfsmönnum stofnuðum Collectivo teatrale la Commune! Markmió okkar var og er aö þróa byltingarsinnaða menningarstefnu, sem ekki aðeins er valkostur viö menningarstefnu borgara- stéttarinnar heldur líka andstæð stefnu endur- skoðunarsinna í þessum málum." Misterio Buffo Árið 1969 var höfuðverk Dario Fo, Misterio Buffo, frumsýnt. Verkið, sem er einleikur, er samiö upp úr alþýðutextum frá mióöldum. Sögur biblí- unnar sem og flestar alþýðusagnir hafa verió um- skrifaðar í þeim tilgangi að þjóna hagsmunum valdhafanna hverju sinni. Misterio Buffo á aö sýna hvernig ráðandi stétt gerir sér ætíö far um aö meina alþýöunni aö hafa áhrif á menningarþróunina. Hvernig hún afbakar sífellt menningararfleifð al- þýðunnar, framandgerir hana og dreifir síóan sem list forréttindastéttanna. Verkið hefst á því að farandleikari nokkur segir ævisögu sína. Hann var bóndi, kúgaður af óöals- herranum, en einn góöan veðurdag kom maður að nafni Jesú við á bænum, kyssti hann beint á munninn og upp frá því ferðast hann um og segir sögur í leikritinu. Tvö dæmi: Erkiengill ætlar aö segja nokkrum þorpsbúum 8 SVART Á HVÍTU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.