Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 11
söguna af brúðkaupinu í Kanaan þar sem Jesú
breytti vatni í vín. Einn þorpsbúanna, sem er nokk-
uð við skál, truflar sífellt frásögn erkiengilsins og
þykist þekkja söguna betur. Um síðir gefst erki-
engillinn upp og sá fulli fær að segja sína útgáfu af
sögunni, þar sem vín var á þrotum og einn
drykkjuglaður brúðkaupsgestur, Jesú að nafni,
reddaði frekari drykkjarföngum. Hann var nefni-
lega þeirrar skoðunar að maður ætti að njóta há-
tíða og lífsins yfirlitt og ekki leggja trúnað á það
sem valdhafar og auðmenn segja: að lífið byrjaði
ekki fyrr en eftir dauðann.
Verkamaður missir tvo fingur við vinnu sína.
Læknar eru ráðalausir og skrifa upp á heilsubótar-
för til Lourdes. Ferðasjóður páfa fær svo sinn hluta
af sjúkrasamlagsgjöldum verkamannsins, því hver
veit nema fingurnir vaxi aftur á hann í Lourdes . . .
Og svona heldur Fo áfram að segja sögur, frum-
samdar, úr biblíunni, af prestum, páfum og öðrum
valdsmönnum, gamlar og nýjar í þrjár klukku-
stundir. Án nokkurs sviðsbúnaðar, aðeins með lít-
inn hljóónema um hálsinn. Grundvöllurinn að leik
hans er eins náiö samband við áhorfendur og unnt
er — svo náið að það er engu líkara en hann sé að
tala við hvern og einn. Þetta nána samband leikara
og áhorfenda, áhugi þeirra hvor á öðrum, er al-
þýðuleiklist í upphaflegri mynd sinni. Fo á auðvitað
vinsældir sínar líka að þakka frábæru skopskyni og
fullkomnu valdi sínu á leikrænni tjáningu þegar
hann tekur á sig tugi gerva í þrjár klukkustundir.
Síðari hluti þessa mikla verks er svo umræður við
áhorfendur. Verkum sínum ætlar Fo ekki að vera
afþreying laus við beint samband viö veruleikann
utan sviös.
La Commune álítur starfsemi sína grundvöll fyrir
pólitískar umræður, ekki bara um leikritið sjálft og
túlkun á því, heldur líka um almenn efni sem snerta
áhorfendur. „Leikrit á að ögra til mótmæla, þvinga
til samþykkis — fagurfræðilegt hlutleysi á þar eng-
an sess."
Byltingin mun sigra
Eftir að slitnaði upp úr samstarfinu við PCI og
ARCI varð Fo enn róttækari. Fyrsta verkiö sem
Collectivo teatrale la Commune setti sjálfstætt á
svið fjallaði um andspyrnuhreyfinguna gegn fas-
ismanum á Ítalíu á stríðsárunum. f verkinu er henni
líkt við frelsishreyfingu palestínuaraba. í kjölfarið
fylgdu Vorrei moriare stasera, se douvessi pen-
sare, che non e servito a niente (Vildir þú deyja í
kvöld ef þú vissir að það væri til einskis) og Tuttu
uniti — tuttu insiema! Ma scusa, quello non e il
padrone? (Allir með okkur — allir saman, en af-
sakið hver er eiginlega yfirmaöurinn hér?) um
stéttabaráttuna á ítalíu frá 1911 — 22, fram að
valdatöku fasista. La Commune einskorðar sig þó
ekki við söguleg viðfangsefni heldur lítur á sjálft sig
sem möguleika til andsvars við pólitískri atburðarás
hversdagsins. „Byltingin mun sigra“ heitir einn af
söngvum La Commune og Fo bætir við: „ekki af
sjálfu sér, heldur aðeins ef hún nær að fikra sig
áfram skref fyrir skref í huga og hjarta hinna kúg-
uðu. Það er ekki nóg að upplýsa um hinar dularfullu
aðferðir stjórnvalda til að halda almenningi og rót-
tækum öflum í skefjum, það verður líka að sýna
fram á möguleika til að sigrast á þessum aðferðum.
Það er skylda okkar sem leikhúsfólks að varpa Ijósi
á og taka pólitíska afstöðu til þess sem er að gerast
í þjóðfélaginu. Sú fræðsla á ekki að vera eins og í
skóla heldur eins og í leikhúsi. Þess vegna notum
við farsaformið þar sem hláturinn situr í öndvegi."
í lok ársins 1969 sprungu sprengjur á Piazza
Fontana og í banka nokkrum í Mílano. Enda þótt
Ijóst væri þegar frá upphafi málsins að sökina báru
fasistar, svifust lögregla, og ríkisstjórnin að baki
henni, einskis í viðleitni sinni til að skella skuldinni á
vinstrimenn og kommúnista. Lögreglan beitti m. a.
fyrir sig Ijúgvitnum, fölskum sönnunargögnum og
jafnvel moröum, enda reið nú á aö fullkomna hægri
sveifluna í ítölskum stjórnmálum, sem og tókst.
Daginn eftir að stjórnin hafði látið verðuga minn-
ingarathöfn fara fram um þá 17 sem bana biðu í
tilræðunum og að sama skapi vítt harðlega öll
öfgaöfl undirrituðu verkalýðsfélögin alla samninga.
14000 kærur, handtöku- og húsleitunartilskipanir
voru gefnar út á hendur verkafólki, verkalýðsleið-
togum og stúdentum sem tekið höfðu þátt í óeirðum
undanfarna mánuði. Ríkið, sem lítur svo á að það
sé sprottiö upp úr andspyrnunni við fasismann er
sjálft farið að beita fasískum aðferðum. Þessir við-
burðir eru uppistaðan í leikritinu Morte accidentale
di un anarchio (Stjórnleysingi deyr af slysförum)
sem sýnt var einmitt meðan klækir lögreglunnar
voru að koma upp á yfirborðið. Auðvitað var einskis
látið ófreistað til að hindra sýningar á verkinu.
Sýningar urðu 280 og enduðu flestar hjá lögregl-
unni.
Árið 1972 endursamdi hópurinn svo verkið í Ijósi
nýrra upplýsinga um aðferðir lögreglunnar í bar-
áttu hennar við vinstriöflin. í því verki, Pum, Pum
chi e la? La polizia!, er pólitísk atburðarás áranna
SVART Á HViTU
9