Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 19

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 19
þannig að innihaldið sullast yfir viðstadda. Slíku kann að vera svarað á diplómatískan hátt með viðurkvæmilegu orðbragði en einnig koma til greina hefndaraðgerðir borðnauta. Maðurinn sem gerir upp mjógirnið er heyrnarlaus á öðru eyra & ef hann langar til að fylgjast með samræðum á hann til að snúa sér snöggt við & sletta slepjulegu inni- haldi garnanna á samverkafólk sitt. Viðbrögðin eru af margvíslu tagi & geta spillt samstöðunni gegn árásaröflum & öðrum varnarbandalögum salar- kynnanna. Honum finnst að auki ekkert skemmti- legt við sláturhúsvinnuna svarar aldrei skætingi né skeytum fljúgandi með gagnflaugum. Hann er því ekki viðstaddur í veru sinni á staðnum ekki þátt- takandi kvikur nár í lífinu sem lifað er ísláturhúsinu. Þar er lífið iðandi skríðandi vellandi flæðandi kvikt líf sem býr í dauðanum & dánarbúinu & lætur hátt. & þar er stundað hjartnakast & nýrnakast & eistna- kast varþað mör & garnastubbum það er æsilegt sóðalega spennandi. & það er bannað af slátur- hússtjóra. Sláturhússtjóri staðarins er strangur & reglufastur. Hann líður ekki brot á fyrirmælum. En það spillir ekki friði fólks til styrjaldarrekstursins því hann er einatt fjarverandi sést aðeins endrum & eins. Hann er á flestan hátt ólíkur embættisbræðr- um sínum. Eðli sláturhússtjóra er reyndar þrátt fyrir boð & bönn að hafa lúmskt gaman af varpi fugla bjargsins. Hann hefur sjálfur gaman af þessu öllu saman enda gerir það hann að konungi í stóru konungdæmi þann stutta tíma sem sláturtíðin stendur. Hann útdeilir eftirvinnu velur starfslið úr hópnum & það er betra aö koma sér vel við hann því eftirvinnan er það eftirsóttasta af öllu því sem óbreyttum starfsmanni gefst kostur á. Ekki ein- göngu vegna peninganna heldur einnig þess að það er spennandi að vita með hverjum maðurinn lendir & hún er uppspretta samræðna innilegra samræðna daðurs í öllum myndum & tímans vegna hins hentuga hluta sólarhringsins eru hugsanlega fleiri & meiri möguleikar fyrir hina gagnstæðu aðila. Það fæst úr því skorið hver lendir undir hverjum hver ofaná hverri & fyrir hinn smærri & möguleika- snauðari jafnvel áritað vegabréf fyrir næsta ball uppá ellegar undir. Það er sameiginlegt með báð- um kynjum að lítt girnileg vara gengur treglega út þegar markaðurinn er stór & kjörin hagstæð & brunaútsala dugir þar ekki & tómur pappakassi er ekki gefinn utan beðið sé um hann. En á stalli trónar kjötlæknirinn í eftirlitinu fjarlægur dularfullur framandi menntaður dreifbýlingur. Hver hreppir hann drýgri stund en þriðjung nætur kannske fæst ekki úr því skorið fyrren í sláturlok á lokaballinu. Vinnan sjálf gengur einsog á færibandi & það gera brandararnir einnig skensið stríðnin háðsglósurnar & orðdaðriö. Hverju handtaki fylgja viss orð & orðatiltæki & mynstur & þau þróast eftir ein- staklingum hverju sinni & mótast af staðháttum & þau verða svo staðbundin að enginn skilur þau nema sá sem innvígður er í andrúmsloftið. And- rúmsloftið klofið smogið heitum slepjulegum sendingum sem geta aðhæfzt andlitslaginu inn- viðum hræanna sem springa þar sem viðnám er fyrir. & hendur mannsins starfa sjálfvirkar & augun fylgjast með fleygum líffærum á lofti & hann varast. Oft ekki alltaf. Ef hann fær sendinguna beint í andlitið ef hún springur hann sullast úr subbast í slepjunni andlitið klesst ókræsilegt & þann dag er hann dauður & verr en svo allra leiksoppur í munni þeirra á tungu þeirra en söngur næturgalans vekur þig til þess að ganga til hvílu næsta dag vaknar hann & rís upp frá dauðum & lifir & dauðinn gleymdur nýr maður hreppir hlut- verkið. Napalm benzínhlaup latir hundar nála- sprengjur komast ekki fyrir í brúðuleikhúsinu tákn nægja þeim sem ræður lögmálum Míkrókosmos makrókosmos skiptir ekki máli munurinn níhil því ég er kíkir sem stækkar miljónfalt & hvor linsan snýr fram dextró eða levó ég það er skráð í sand: skiptir ekki máli skiptir &. Sláturhúsið er ferningur & sé horft á framhliðina verða fyrir þrennar dyr & miðdyrnar þeirra stærstar & veglegastar & stendur letrað stórum upphafs- stöfum á þykka eikarhurðina: sláturhússtjórn einkainngangur óviðkomandi stranglega bannaður aðgangur sé fyrirmælum eigi hlýtt gerir viðkomandi það á eigin ábyrgð & innan þessara dyra gilda lög hússins. Dyrnar til vinstri & hægri við þær liggja sínar að hvorri álmu hússins en vinstra megin gengur fjárréttin ferningur samliggjandi húsinu & framveggur áframhald framhliðar sláturhússins. Á réttarveggnum móts við hliðarvegg hússins er stórt hlið & um það er fénu hleypt inní réttina en á fram- veggnum næst húsgafli annað mun þrengra & um það eru hrútar & hrútlömb leidd út. Úr réttinni liggja dyr inní sláturhúsið & eru næst horni en þar stend- ur maður sá er ræður fyrir loftriffli & helgrímu. Innií hinu ferningslaga sláturhúsi er annar minni utanum þann þriðja & síðasta. Að öðru leyti skiptist húsið í álmurnar tvær vinstri & hægri álmu sem nefndar hafa verið & er hvergi gengt á milli. Álmurnar skilja að annarsvegar gangurinn sem liggur frá aðaldyr- um hússins miðdyrunum inní innri ferning útað gafli þar sem við tekur vinnusalur frystihússins. Rúm er allmikið þarna við sinn hvorn gaflinn en hinsvegar skilur álmurnar að ferníngurinn & þrengir nokkuð að þeim. Inní þennan ferning leyfist engum starfsmanni svo mikið sem að gægjast. Þó er þar ekki annað að sjá en venjulegan gang & fremur þröngan en innsti ferningur er þeim mun rúmmeiri. Inní þennan gang liggur sá sem áður hefur nefndur verið frá miðdyrunum en úr honum er gengt útí hægri álmu gegnum dyr sem næst fremra horni en útum þær er einmitt komið með hrútana aflífaða & hrútlömbin. Úr ganginum er gengt inní innsta ferninginn gegnum tvennar dyr & eru aðrar gegnt aðaldyrum hússins en hinar hægra megin á ferningnum næst aftara horni. Innsti fern- ingurinn er tiltölulega lítill salur þar er það allra helgasta & þangað má enginn óbreyttur starfs- maður stíga fæti sínum. Þó er flestum kunnugt um hvað þar fer fram eða rennir grun í þrátt fyrir að starfsfólkið þar sem bundiö þagnarheiti en sú vit- neskja ærið þokukennd & þjóðsagnfræðileg en það magnar um allan helming spenninginn sem SVART A HVlTU 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.