Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 22

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 22
hleypt á & hrúturinn dreginn niður þrepin & að þrónni skorinn & fjarlægður & allt um garð gengið gerðist hann niðurdreginn fúll & þungbúinn & tjó- aði þá ekki að yrða á hann & læddust menn á tánum um kapelluna. Stundum fékk hann þá dillu að at- höfninni væri ekki lokið hrútnum hafði alls ekki veriö hleypt á Rafkindina & verið væri að svíkja hann & hlunnfara á svívirðilegan hátt & væru þetta samantekin ráð samsæri illræðismanna & tók oft langan tíma & gekk maður undir manns hönd að sannfæra hann um að svo væri ekki hann hefði íengu verið prettaður & sá næsti væri á leiðinni. Slátur- hússtjórinn tók ekki gleði sína aftur fyrren hann birtist klæddur holdi & blóði. Þegar margir voru saman & leiddir inn nær hver á eftir öðrum mátti L. hafa sig alla viö til að Ijúka allri ræstingunni á sem skemmstum tíma en þó af fullri vandvirkni & þvo & þurrka hvern einasta blett & hún var óörugg & fílaði sig ekki því hún fann augu sláturhússtjórans hvíla á sér einsog farg & vissi að hann var fullur gremju hennar vegna tíminn þokaöist naumast úr stað meðan hann beið honum fannst hún vinna verkið svo hægt & seint að engu var líkara en hann sæti & virti fyrir sér kvikmyndafilmu mynd fyrir mynd. Oft kom það þó fyrir ef hópur hrútanna var stór & L. gekk hratt & vel ræstingin & stutt bil var milli hrúta að það reyndist sláturhússtjóranum ofviða að fylgjast með hann tók að engjast froðufellandi í vímunni það jókst & loks missti hann meðvitund. Voru þá eftirlifandi hrútar reknir aftur útí rétt en sláturhússtjórinn borinn útí frískt loft & höfð á honum endaskiþti svo blóð mætti streyma uppí höfuðið. En það tók hann sólarhring að jafna sig. L. bjó í starfsmannabröggunum A, sem áfastir voru við sláturhúsið. Vegna virðingarstöðu sinnar naut hún þeirra sérréttinda að búa ein sér í her- bergi en í öllum öðrum var margbýli frá tveimur & uppí sex. Það var fátt við að vera þarna í plássinu & L. var hálfóhress einkum fyrstu dagana meðan hún þekkti engan en það átti eftir að skána til muna. Þarna var að vísu félagsheimilið B. en sjaldan böll þar & aldrei þíó. Einnig var rekinn veitingastaður- inn C þar sem unglingarnir komu oft saman. L. sótti þau fáu böll sem haldin voru í B & á C sat hún oft á kvöldin þegar ekki var eftir eða næturvinna & hún var farin að kynnast fólkinu. Annars varð hún að sækja böll í Alpha Centauri en þangað var fimm- klukkustunda akstur & hún átti þess ekki kost fyrr en kunningjahóþur hennar hafði stækkað svo að hann náði ekki einungis til kynsystra hennar & jafn- aldra strákanna heldur einnig eldri karlmanna sem réðu yfir fólksbílum & bílstjóranna. Oft voru virku dagarnir tilbreytingarsnauðir. Stundum var opið í B þótt ekki væri þall & selt gos & þylsur & sælgæti. Þá átti hún til að labba með vinstúlkum sínum frá A til B & síðan til C en kannske fóru þær aftur til B & fyrir kom að þær röltu milli B & C nokkrum sinnum áður en þær fóru heim í A. Hún var stundum í óstuði. Sökum tignarstöðu hennar veigruðu strákarnir í sláturhúsinu sér við að fara á fjörurnar við hana enda voru þeir flestir jafnaldrar hennar eða lítið eldri & sumir yngri & allt niðurí sjöára gutta. Helzt voru það fullorðnari strákarnir sem slíkt gerðu & einkum bílstjórarnir en oft voru þeir allir í akstri á kvöldin. L. hafði gaman af því að vekja athygli hins kynsins á sér & að slá sér upp með karlmönnum. Þegar vinnu var lokið á kvöldin klæddist hún æsi- lega smart fötum sem einhver fjarskyld & henni allsendis ókunn frænka í Reykjavík hafði sent vestur öllum að óvörum eftir langt & fróðlegt samtal við aldurhniginn & spakvitran ættfræðing einsog skrifað stóð í meðfylgjandi bréfi háum stígvélum úr leðri & fjólublárri dragt. En þótt hún færi oft í langar bílferðir ein með bílstjórunum um helgar væri oft í partíum á karlavistunum langtframmá nætur sem var óleyfilegt & hyrfi stundum eftir böllin þá tímdi hún ekki að sóa því á karlmenn af þessu tagi sem hún vissi að öðruvísi menn & ríkari & voldugri myndu kaupa langtum dýrara verði & allt var á lausu engin bönd bundin á því passaði hún sig vandlega. Kjötlæknirinn í eftirlitinu K. sem var há- skólastúdent & hafði bíl til umráða var langhrifn- astur af L. af öllum stelpunum & spáði í hana Ijóst & leynt. Hinar stelpurnar voru yfirleitt trylltar í K. en hann leit varla við þeim & notfæri sér ekki nema þegar L. var hvergi finnanleg hafði verið nappaö í bíltúr af einhverjum bílstjóranum eða hann hafði beðið lægri hlut í samkeppninni á einhverju ballinu & var að þessu leyti ódæmigerður. & hann átti ekki fullgreióan aðgang að L. hvernig sem á því stóð. Mikið frægðarorð fór af gáfum hans. Þegar í barnaskóla höfðu hugmyndir hans um lífið & til- veruna þótt sérdeilis þroskalegar & máttu margir eldri & reyndari sem enganvegin voru neinir sauðir vara sig. Á bernskuskeiði hafði hann lesið alla helztu íslenzku nútímarithöfunda en áður & um þaö leyti sem hann varð læs upþá eigin spýtur & hjálp- arlaust öllum að óvörum fjögurra ára gamall hafði hann farið í gegnum fornbókmenntirnar & það ekki á hundavaði. Hann var hafsjór af fróðleik um bók- menntir & tungu & ritaði afburða góða & vandaða íslenzku. Hann var í þann tíma eindreginn and- stæðingur hernámsins & hafði megnustu skömm á undirlægjuhætti íslenzkra ráðamanna gagnvart erlendum stórveldum flaðri þeirra & daðri. Hann fyrirleit allt kóngafólk virkri fyrirlitningu & yfirleitt allt sem þeim viðkom & skeit eitt sinn á tröppur ráðherrabústaðarins er von var á einhverju eintaki tegundarinnar þangað. Hann leit á lögregluna sem einstakt & tæmandi safn af hálfvitum er hafði að geyma allar tegundir í mörgum eintökum & einnig öll hugsanleg afbrigði bæði hin fágætu &sjaldséðu & svo þau algengari & safnvörður var að hans áliti löngu staðnaður nazisti sem þekkti ekkert til Evróþusögunnar eftir nítjánhundruðþrjátíu&átta & þráði af ástríðu dýrð glæsileik & alla hagnýta kosti lögregluríkisins bæði af hugsjón & vegna eigin hagsmuna. Hann meig því samvizkusamlega í þósthúsþortinu við tröppurnar uppað varðstofu- dyrunum hverju sinni er hann átti leið þar framhjá & skellti saman hælum & gerði sieg-heil merkið um leið & vonaði að neðsta traþþan myndi grænka með tíð & tíma. Hann gaf lögregluþjónum langt nef nefndi sumargjöf handa góöum vini & svaraði 20 SVART A HVlTU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.