Svart á hvítu - 01.10.1978, Síða 25

Svart á hvítu - 01.10.1978, Síða 25
Gallerí tímaritsins Umsjón Eggert Pétursson Ingólfur Arnarsson Endre Tót (bis.25-27) Fæddur 0000, Sumeg/Ungverjalandi, búsettur í Búdapest. Tót hefur vélritað rigningu, unnið með núll og ,,l am glad if . . síðan 1971. Hann er barnakennari að atvinnu, en í ár hlaut hann DAAD styrkinn sem gefur honum kost á að dvelja í Vestur Berlín í eitt ár. Eftir nokkurt þref við yfirvöld í Ungverjalandi tókst honum að fá vegabréfsáritun. Tót hefur haldið fjölda sýninga í Austur og Vestur Evrópu og telst án efa einn helsti málsvari óopinberrar listastefnu Austantjalds. Sýning á regnspurningum Endre Tót stendur yfir í Gallerí Suðurgata 7 frá 18.11. til 3.12. 1978. Endre Tót H-1035 Budapest Kerék u. 10 Gabor Attalai (bis.28-29) Fæddur í Ungverjalandi 1934, búsettur í Búdapest, starfar sem hönnuöur. Gabor Attalai er einnig einn af forvígismönnum austur-evrópskrar neðanjarðarlistar. Verkin sem hér birtast eru unnin á fyrri hluta þessa áratugs. Attalai vann á þeim tíma mest með líkamlega tján- ingu, samspilinu: maður/maöur, maður/umhverfi og eigin snerting. Nokkur síðast liðin ár hefur Attalai nær eingöngu unnið að gríðarstóru sam- hangandi verki ,,Red-y mades" (Rauðgervingar). Hluta af því verki mátti sjá á sýningunni ,,Red-y and post Red-y mades“ í Gallerí Suðurgata 7, 26.8,—10.10. 1978. SVART Á HVÍTU 23

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.