Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 36
Austri greyið upp andann fjórum mánuðum fyrir
þann atburð sem á sér stað hér og nú og því þarft
þú Krissi minn, ekki að leggja út fé til að láta dýra-
lækni svæfa hann. En ég man alltaf hvaó ég hló
þegar þú smámæltur mæltir: „Ég elska kiskis“.‘‘
Andlit gömlu konunnar Ijómaði sem snöggvast.
Krissi brosti einnig og móóir hans hélt áfram:
„Ekki höfum viö búiö hér alla okkar ævi. Það er
mikilvægt fyrir lesendurna að hafa það hugfast,
Krissi minn, ef þeir eiga að skilja hvernig landið
liggur. Ekki það að mér sé sérstaklega umhugað
um að þeir séu með á nótunum, en mér finnst all-
tént að þú eigir að ráða hvort þeir skilji eður ei. Nei,
— annars staóar bjuggum við, heillin góð. Þegar
þú varst á aldrinum sex til níu ára, bjuggum vió í
útjaðri smáborgar nokkurrar, í húsi með garði og
járnbrautina við garöshorniö. Tvær lestar gengu
þar um á dag, — í raun voru þær sama lestin, að
skakast til sultuverksmiðjunnar og til baka, meðan
ég stóð við aö raka . . . en nú er ég komin út í
stuðla . . .“
Gamla konan var óhress yfir þeirri yfirsjón og sló
léttilega á handarbak sér áður en hún tók aftur uþþ
þráðinn:
„Þú lærðir fljótt að leggja skildinga á teinana og
rannsaka hvernig sneisafullar lestir flöttu þá ræki-
legar en þær sem til baka komu. Öjá, þá áttum viö
aurana . . . Svo höfðum við aögang aö gati á girð-
ingu kringum járnbrautargeymslurnar. Þá var nú
gaman. Þaö leiö ekki á löngu uns þú varst farinn að
gera tilraunir með glerbrot á teinunum og þróaðir
upp úr því ódýra framleiðsluaðferð á glerdufti. Ég
var yfir mig hreykin af þér, — hve hugvitsamlega þú
kunnir að fara meö ýmiss konar eitur og litaðar
glerflöskur til að búa til þúður í hinum fegurstu
blæbrigöum".
Gamla konan var nú annars hugar um stund og
fornar minningar virtust glóa í huga hennar eins og
skrúðblóm á vörmum sumardegi. Síöan féll skuggi
á andlit hennar er henni varð hugsað til þess sem
þær minningar leiddu af sér og um þann hluta frá-
sagnarinnar sagðist henni:
„Síðan var það óheilladaginn sem vagnstjórinn
stöðvaði lest sína og fleygði í þig ýmsu rusli af
þrautinni, saklaust þarnið . . . Hvern skal undra
þótt sá atburður hafi haft úrslitaáhrif á afstöðu þína
til allra yfirboöara síöar meir? Áfall af þessu tagi
hlýtur að setja sitt mark á hegðunarmynstur
barnsins. Þetta er einnig gott dæmi um það hve
mikilvæg landafræðin hlýtur að vera lesendum, því
vart er hægt að hugsa sér þennan atburð án þess
að gera sér grein fyrir því aö viö þjuggum nálægt
járnþrautateinum".
Gamla konan þagnaði nú, eins og til að leggja
áherslu á alvöru málsins, alvara málsins varð öllum
Ijós og hélt hún þá áfram:
„Það var ég sem fyrst sagöi þér brandarann um
Guð, mundu það, — sem hæstvirtur lesandi á ef-
laust eftir að heyra í tíma og ótíma".
Enn gerði móðir Krissa hlé á ræðu sinni. Hætta
skal leik er hæst hann stendur, hugsaði hún og hóf
svo aftur upþ raust sína:
„Vér hugsum með tilhlökkun til dómsdags, þegar
bundinn verður endi á allan vorn órétt, — þegar við
munum sannreyna að gjörðir vorar voru réttar og
Ijós réttlætingar vorrar mun skína yfir jarðkringl-
unni. En af þessu verður nú ekki. Munum þara að
dómsdagur mun aldrei renna upp, nema fyrir ein-
hverja slysni. Nóg er um óhöppin og getur því hvert
okkar átt sér eigin dómsdag. Við munum geispa
golunni þegar viö síst þúumst við, — með allt í
steik, óklárað, vanhugsað, — ímynd ringulreiðar.
Og þótt við skiljum að allt sé óskaþnaður, án hald-
festu, þá er sá skilningur um leið andsvar gegn
ringulreiðinni og hlýtur því að vera hjóm eitt“.
Að þessari ókræsilegu rökræðu lokinni, geröi
móðir Krissa nú hlé á máli sínu í síðasta sinn. Lauk
hún orðum sínum á þennan veg:
„Hér er ég eigi lengur aufúsugestur. Ég hefi lifað
eins mikið af lífi mínu og ég kæri mig um. „öll
munum við burtkallast" segir ritningin. Varla get ég
sagt að ég sé hamingjusöm, — en hver getur í raun
sagt það um sjálfan sig? En ég er sátt viö tilveruna.
Og þú þarft ekki að nota aukabirgðirnar af lagmeti,
því nægur matur er til í kotinu, ef svo skyldi fara að
þú misstir matarlystina vió dauöa minn. Húsið skalt
þú eiga. Á þankabók á ég þeninga fyrir sómasam-
legri útför, hafir þú yfirleitt áhuga á slíkum sóma.
Afganginn eftirlæt ég þér í sama ástandi og ég tók
viö því, þ.e. ringulreiö."
Móöir Krissa dó.
Fjórði kafli —
í hverjum hungraðri geit
er rétt hjálparhönd
„Hvers vegna er útför nauðsynleg?" spuröi
Krissi.
„Hún er venja" svaraði útfararstjórinn.
„Veit ég það“ kvað Krissi, „en af hverju er hún
nauðsyn?"
„Svona hefur þetta alltaf verið“ sagöi útfarar-
stjórinn, „og svona verður þetta um alla framtíð".
Ég vildi að ég hefði þína trú, hugsaði Krissi. Og
hann verður að fara í mál viö mig til að fá greiðslu.
Og neiti ég aö borga, hvaö getur hann sosum gert?
Það á að brenna móður mína og því getur hann
varla hótað að láta grafa hana upp aftur. Hann
verður að láta sér lynda aö gera eitthvað við ösk-
una.
Krissi var eini syrgjandinn, þar sem sþarsemi í
persónusköþun (eins og mörgu öðru) er einn af
höfuðkostum þessarar skáldsögu. Prestur sá sem
fenginn hafði verið til að stjórna athöfninni, söng af
ástríðu og sannri innlifun, einn og sér, án þess aö
kippa sér upp við augnagotur Krissa.
Kistan skoppaði gegnum lágar eikardyr, niður í
hreinsunareldinn. Þegar Krissi gekk til dyra sá
hann að presturinn haföi hlaupið eftir einhverjum
leynistigum til að geta veriö við útganginn og hug-
34
SVART Á HVÍTU