Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 40

Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 40
Sólara th ugunarstöð Roberts Morris Jan Zumbrink, Haarlem, 1977. Þýtt, stytt og endursagt, Ensk þýðing: Kees Visser. Gunnar Harðarson. í apríl 1977 var opnuð í Stedelijk-safninu í Amsterdam sýning sem fjallaði um notkun lista- mannsins á umhverfi sínu eða landslagi. Sýnd var áætlun bandaríska umhverfislistamannsins Robert Morris (f. 1931) sem hann nefnir ,,Observatory“ eða ,,Athugunarstöð“. Hafði áætluninni áður verió hrundið í framkvæmd á Sonsbeek skúlptúrsýning- unni 1970-1971. í samvinnu við Wim Beeren listasöguprófessor í Gröningen, Henk Wisser formann Hollenska lista- sjóðsins og Frits Becht listsafnara í Naarden ásamt arkitektinum Coen de Groot, þeim sama og 1971, hefur Bob Morris reist aðra sólarathugunarstöð, nú í Oost-Flevoland, norðaustur af Lelystad, á miðri leið til Swifterbant. Athugunarstöðin var talin með bestu framlögum listamanna frá Bandaríkjunum til Sonsbeek sýn- ingarinnar 1971 og var því ákveðið að stuðla að því að hún yrði endurreist. Að því stóðu forstöðumaður Stedelijk-safnsins í Amsterdam, fjöldi einkasafn- ara, listgagnrýnendur og hópur listasögunema við háskólann í Gröningen, sem ásamt Wim Beeren settu upp sýninguna. Morris lagaði áætlunina að hollenskum aö- stæðum, þannig að unnt yrði að skoða sólstöður, jafndægur og sólhvörf. Robert Morris var ánægður með fyrri staðinn, suður af Velsen, milli Haarleem og Ijmuiden. Þó var eystri sjóndeildarhringurinn ekki nógu opinn. ,,Ég var ánægður með staðinn“, sagði Morris, ,,af því að fólk komst þangað og þegar ég geri eitthvað af þessu tagi vil ég aö menn öðlist sjálfir reynslu af því hvað það er í raun og veru. Mig skiptir miklu að það sé fyrir hendi og menn geti skoðað þaö." Hinn staóurinn, í Flevoland, er jafn ákjósanlegur ef ekki betri. Áætluninni var valinn staður á opnu svæði, þar sem ekkert byrgir útsýnið í austurátt. Fyrri athugunarstöðin var rifin bæði vegna þver- móðsku yfirvalda og hins að sumarið 1971 var óvenju þurrkasamt. Það eina sem þar er eftir eru fjórir gríðarstórir granítsteinar sem eru mun óreglulegri í lögun en nýju steinarnir í Flevoland. Framkvæmdir töfðust af ýmsum ástæðum, en í október 1976 var endanlega tekin ákvörðun um að hefja undirbúning að fram- kvæmdum á hinum tiltekna stað. Öll trévinna fór fram annarsstaðar, og þurfti því ekki annaó en koma viönum fyrir á sínum stað þegar að því kom. 22. apríl 1977 var svo nýja stöðin opnuð almenningi. Að tillögu arkitektsins var byggingin stækkuð um 20% og varð stöðin við það 91.20 m í þvermál, en fyrri stöðin var aðeins um 70 m í þvermál. Á nýja staðnum geta menn kannað dýpt, hæð, vatn, jörð, himin, einnig eigin stærð sína í saman- burði viö frumefnin. Morris lokaði ekki byggingunni heldur hannaöi hana sem dvalarstað með göngum og gægju- götum. Hugmyndin aó innri hringnum kom fram þegar árið 1966. ( honum magnast hljóðið fyrir áhrif hringrásar þeirra hljóðbylgna sem menn framkalla þar, og hægt er að láta rödd sína bergmála þar. Þá myndast e.k. „hljóögallerí" svipaó og gerist í innri kórum Péturskirkjunnar í Róm og Pálskirkju í London. Þó er eðlismunur á þessari byggingu og kirkjum fortíðarinnar. Hér ríkir tilfinningin fyrir láréttu og jarðbundnu rými en ekki hinu lóðrétta eins og í kirkjunum. Hefur listamaðurinn næma til- finningu fyrir varanleik rúms og tíma. Bæói tónhæó og styrkur jukust við að nota leir í stað sands. Síðsumars 1977 var byggingin þakin grasi. Aöra hugmynd frá þeim tíma, ,,track“, er einnig þar að finna. Sjá má hvernig Morris hugsar sér hvernig stálplöturgera „raufar" íjörðina þannig að beggja megin raufanna myndast eilitlir „garðar". Þetta er að finna nákvæmlega þannig í 53 m langri rauf sem tvær stálplötur plægja í jörðina. Upp af miögarðinum milli plógfaranna tveggja má sjá ná- kvæmlega þann stað sem sólin kemur upp á jafn- dægri. Og hver er svo hugmyndin að baki þessari áætlun? í viðtali í sýningarskrá nefnir Morris nokkur dæmi 38 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.