Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 43
,,Hundingsspott“
(Greinarkom þetta er úrdráttur úr óprentuðu riti
um verk Megasar og skýrir það sig sjálft þótt í því
séu nokkrar tilvísanir til fyrri kafla ritsins).
Fjórða breiðskífa Megasar, sem var með undir-
leik Spilverks þjóðanna og kom út í október 1977,
er aó því leyti ólík fyrri skífum hans að hún byrjar á
inngangskvæði og endar á lokasöng, og hafa þau í
sameiningu ekki annan tilgang en þann að mynda
e. k. ramma utan um það efni sem á skífunni er og
marka það af sem sérstaka merkingarbæra heild.
Lokakvæðið „vögguljóð á tólftu hæð“ hefur engan
texta nema orðin ,,er ekki lagið að verða búið?“
sem eru síendurtekin í lokin og marka endi skíf-
unnar. Inngangskvæðið hefst á orðunum:
„Hlýði þeir sem henda gaman að kvæðum"
og eru þau vitanlega upphafsávarp til hlustenda.
En hlutverk þessa inngangskvæðis, sem nefnist
„heilnæm eftirdæmi", er þó stærra, því skömmu
síðar segir þar:
„iðja mín sé sérhvern dag
að dikta upp brag"
og virðist þetta vera e. k. stefnuyfirlýsing höfundar í
byrjun. En hvers konar verk er hér á ferðinni? Það
segja tvær síðustu línur kvæðisins:
„af hundingsspotti höfum vér bezt næmi
& mörg heilnæm eftirdæmi".
Þessi skífa er því í heild sinni „hundingsspott'L [
sjálfu sér má segja að það sé nokkuð óljóst orö og
spanni allvítt svið, en nú vill svo til að Megas hefur
sjálfur gefið í skyn hvernig beri að skilja það:
kvæðið „heilnæm eftirdæmi" er nefnilega allt
skopstæling eða útúrsnúningur á upphafserindi
gamals kvæðis, sem prentað er í þjóðlagasafni sr.
Bjarna Þorsteinssonar. Nefnist það „Kvæði af
Namaan sýrlenzka" og er eftir sr. Einar Sigurðsson
(fyrst prentað í Vísnabókinni 1612). Fyrsta erindi
þess hljóðar svo:
„Hlýði þeir sem henda gaman að kvæðum
og hafna vilja öðrum verri ræðum
þótt oftast hafi eg óbreytt lag
iðja mín er sérhvern dag
Gestur Grímsson
að dikta brag
af helgu letri höfum vér bezt næmi
og heilnæm eftirdæmi".
Eins og samanburður leiðir í Ijós hefur Megas ekki
vikið til orðum nema á einum þremur stöðum og
bætt inn þremur setningarhlutum sem eins konar
innskotum eóa svigagreinum, en það nægir til að
gerbreyta anda kvæðisins. Hér er því um mjög ná-
kvæman útúrsnúning að ræða, þar sem heildar-
bygging frumkvæðisins heldur sér að öllu leyti, efni
þess er einungis með öðrum formerkjum: „helgt
letur" verður „hundingsspott".
Þegar stefnuyfirlýsing höfundar reynist vera
skopstæling, vaknar sá grunur að svo kunni einnig
að vera um fleiri kvæði skífunnar, enda kemur í Ijós
að mörg þeirra a. m. k. eru annað hvort skopstæl-
ingar að meira eða minna leyti eða vísa aftur til fyrri
verka höfundar sjálfs eða annarra. Orðið „hund-
ingsspott" mætti túlka á þann veg að það þýddi
yfirleitt gáleysislegt umtal um alvarlega hluti, sem
e. t. v. væri beint gegn einhverjum sérstökum, og
því fylgdi jafnframt viss kaldrani sem gerði það að
verkum að erfitt væri um andsvör — og kannske
ógerningur. En hér er merkingin þrengd þannig að
orðið er notað um það hundingsspott sem er
skopstæling, útúrsnúningur eða skrumskæling, og
breytir alveg merkingu fyrirmyndarinnar eða gerir
hana jafnvel að merkingarleysu, merkir orðið því
hér í heild sinni kaldranalegan útúrsnúning, háð
um eitthvað eldra (og alvarlegra), sem er hápunkt-
ur stigmögnunar og ekki verður svarað í sama
dúr. í samræmi við þetta mætti einnig túlka nafn
skífunnar og líta svo á að „í bleikum náttkjólum“
merkti „í (annarlegu) dulargervi", því að skopstæl-
ing er jafnan viss dulbúningur á hugsun þess sem
hana gerir: hann klæðir hana í gervi sem til annars
var ætlað.
Til þess að átta sig betur á þessu er nauðsynlegt
að rýna nokkuð í einstök kvæði skífunnar. Þau eru
reyndar svo fjölbreytileg bæði að efni og stíl að í
fljótu bragði virðist ekki unnt að finna nein tengsl á
milli þeirra: hér verður alls ekki séð að kvæðin
snúist um eitt eða tvö meginstef eins og var á
þremur fyrri breiðskífum Megasar. Ástæðan fyrir
SVART A HVITU
41