Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 44

Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 44
þessari fjölbreytni er vitanlega skopstælingareðli skífunnar, því að kvæöin verða eins ólík og fyrir- myndirnar, sem verið er að snúa út úr, en ef reynt er aö kafa svolítið dýpra kemur þó í Ijós að unnt er að skipta kvæðunum í eina fjóra flokka. í fyrsta flokknum eru þau kvæði sem snerta að einhverju leyti sveitina, þaö eru ,,saga úr sveitinni" og ,,or- feus & evridís". í öðrum flokknum eru þrjú ,,sögu- Ijóð", sem vísa aö nokkru leyti aftur til fyrstu skífu Megasar: kvæöin tvö um síra Sæma og svo „Jón Sívertsen". í þriðja flokknum eru tveir „mansöngv- ar“ (eins og við höfum áður kallað þá) sem vísa einnig aftur til fyrstu skífunnar: þaö eru „paradís- arfuglinn" og „við sem heima sitjum". Loks verður aö telja fjögur kvæði, sem heyra ekki til neins af þessum flokkum, en virðast þó við fyrstu sýn heldur ekki eiga margt sameiginlegt. Það eru „heim- spekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu", „gamli skrjóðurinn", „útumholt&hólablús" og „fá- tækleg kveðjuorð (til-)“. Við skulum nú reyna að líta á hvern flokk fyrir sig. Fyrsta kvæöió á eftir inngangskvæðinu er „saga úr sveitinni" sem er áreiðanlega eitt myrkasta og dulráðasta kvæði Megasar. í fljótu bragði gæti maóur haldið aó það væri undantekning frá því sem áður var sagt að kvæði skífunnar væru yfirleitt skopstælingar: það er ekki skopstæling á neinu sem áður var ritað. En ef við lítum á það í samhengi við fyrri verk Megasar kemur þó ein túlkun strax upp í hugann: það má nefnilega líta svo á að þessi saga úr sveitinni sé dæmi um þær „sögur að norð- an" sem barþjónninn sagöi ego í kvæðinu „gamla gasstöðin við hlemm" á „blindgötunni". Þessa skýringu hefur Megas sjálfur sett fram í viðtali sem birtist í Vísi (30. október 1977), en ýmis atriði í kvæðinu sjálfu renna sterklega undir hana stoðum. Viö munum aö þjónninn sagöi m. a. að allt heföi haft tungur í sveitinni fyrir norðan, en í þessari „sögu úr sveitinni" hittir kötturinn músina, og „þau ræddu um fólsku frakka á pólsku". í sögum þjónsins greindi frá „sjóreknum hræjum, sem drýgðu forðann", en þetta kvæði endar einmitt á því að „bóndasonurinn sá einn sjórekinn mannsfót". Loks má taka það fram að „saga úr sveitinni" virðist einnig gerast fyrir noróan eins og sögur þjónsins, því að kötturinn og músin „dreyptu á norölenzkum djús". Frá því var áöur sagt, að í sögum þjónsins að norðan blandaðist saman veruleiki, þjóösögur og hugarórar, en kjarni málsins var sá, að ego kvæö- isins, sem fæddur var og alinn á mölinni, átti þess engan kost að véfengja þær — sjá þær í réttu Ijósi og vega og meta hin ýmsu atriði þeirra. Við getum þó gert ráð fyrir því að einhver innri rökvísi hafi verið í sögunum: þær hafi haft upphaf og endi og einhverja skipulega byggingu, enda kemur a. m. k. orsakalögmálið fyrir í endursögn ego: við einu hræinu var ekki snert, af því að það var af Mára. En þegar litið er á „sögu úr sveitinni" verður í fljótu bragði ekki annaó séð en í því sé engin heil brú: í sjö vísum (af átta) kemur einhver ný persóna til sögunnar, yfirleitt jafn óljós og myrk og aðrar, og þar segir stöóugt frá nýjum atriðum, sem oft eru illskiljanleg og ekki í neinu sambandi við það sem á undan var komið. Um þetta verður einungis sagt, að persónurnar eru venjulegar persónur úr „venjulegum" sögum úr sveitinni — og atvikin eru ýmis venjuleg atvik úr sveitasögum (t. d. ,,& bóndadóttir hún dró einn dáindis þyrskling úr sjó"), eöa eitthvað sem lítur út eins og alger skrumskæl- ing á þeim ("& kindin hún kveinaöi hátt svo klerkur hann brotnaði í smátt"). Þessi sveitasaga, þar sem öllu ægir saman án nokkurs samhengis, er því e. k. skopstæling á sveitasögum, og þá kannske fyrst og fremst hinum óskráðu sögum þjónsins, en hér er það ego úr „gömlu gasstöðinni við hlemm" sem talar og þetta er því skopstæling sem verður til í huga manns, sem heyrt hefur blendnar sögur af óþekktum veruleika. Hún er fjarlægur draumur um horfið þjóðfélag, sem til var á undan því þjóðfélagi, sem röddin lifir í. Ef við lítum á kvæðið frá þessu sjónarmiði, veröur reyndar ýmislegt Ijósara. Það segir frá bændafjöl- skyldu og viö söguna koma maður og kona, bóndasonur og bóndadóttir, klerkur, nautið hálf- dán, búkolla, kindin, kötturinn meyvant og músin, en það sem mannfólkið á sameiginlegt er að „þau lifóu í sátt & samlyndi & trú ...“ Karlinn hugsar e. t. v. mest um fræðistörf, eins og sagt er um ýmsa gáfaða bændur á fyrri tíð, en konan eldar og spinnur og dóttirin veiðir fisk og sýður. Sami frið- urinn ríkir meðal dýranna, því að kötturinn ræðir friðsamlega við músina — en á það má líta sem íslenska staðfærslu (eða skopstælingu) biblíu- stefsins um Ijónið og lambið — og utan um allt lýkst hringrás náttúrunnar. Reyndar styttir skáldið hana mjög og snýr henni við, því aó sú hringrás, þar sem grösin vaxa við sólarylinn, jurtaætur nærast á þeim og skapa jafnframt áburð fyrir frekari grasvöxt, er hér dregin saman í eina fárániega mynd: „í haga var búkolla á beit & brennandi vorsólin skeit" en það er vitanlega í fullu samræmi við skopstæl- ingareðli þessa texta. í kvæðinu er því komin sú fegraða mynd af sveitalífinu, sem mjög hefur verið haldið að borg- arbörnum — lýsing hins óspillta og friðsamlega þjóöfélags áður en borgarsorinn kom til sögunnar. En inn í þennan friðsæla heim læðast annarlegir hlutir. I’ einhverri óskiljanlegri innrás hryllingsins bíða aöalpersónurnar skyndilega bana á vofeifleg- an hátt, án nokkurs aödraganda eða skýringar: allt í einu liggur húsfreyja önduð úti í hlöðu („úr vikun- um vætlaði blóö"), og ekki verður um það villst að þaö er fótur bóndans, sem rekur upp á fjörurnar í kvæðislok. Þótt þessi óhugnaður sé í algeru ó- samræmi viö annað í sögunni, rýfur hann ekki sveitasæluna að fullu, því að hann snertir aðeins mennina, en dýrin (sem verða e. t. v. fyrir áreitni 42 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.