Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 47

Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 47
Svarta skóla „gildi þess að rækta sjálfur sitt korn“ — og situr svo áfram á Select með sitt vínglas. Þriðja ,,söguljóðið“ á þessari skífu er svo „jón sívertsen & sjálfstæðisbarningur ísfirzkra" og þarf ekki að leita langt til að finna fyrirmyndina að því: hér er Megas að snúa út úr sínum eigin orðum og skopstælir hann kvæðið „Jón Sigurðsson & sjálf- stæðisbarátta íslendinga" sem var á fyrstu skífu hans. Um þessa skopstælingu er ekki mikið að segja. Megas fylgir frumkvæðinu mjög nákvæm- lega en skiptir stundum um orð eða bætir öðrum orðum inn í kvæðið. Þessar orðalagsbreytingar hafa ýmist þau áhrif að gefa því mjög óvirðulegan blæ, t. d. þegar „sjálfstæðisbarátta" verður „sjálf- stæðisbarningur" eða „sjálfstæðisbasl", eða þær gera það fullkomlega merkingarlaust eins og þegar skotiö er inn orðunum „geimréttarhagfræði" eða „harðplastmódelkoppur" o. þ. h. Niðurstaðan er sú að sagan verður að algerri endaleysu: fyrir þeim sem talar í þessu kvæði hefur Jón Sigurðsson og barátta hans ekki nokkra minnstu þýðingu, hann flíkar honum í hálfkæringi af því að hann er frægt nafn, en hann veit ekkert um þessa sögu og honum kemur hún í rauninni ekkert við. Afstaða hans kemur raunar þegar fullvel fram í annarri línu kvæðisins: „hann sigldi til Köben að nema þar einhver mér alls ókunn fræði — geimréttarhag- fræði.“ Ekki er unnt að sjá hver það er sem þarna talar, en tónninn í kvæðinu (t. d. orðaval eins og „góð bílastæði", „betri tóngæði", „harðplast- módelkoppur" o. þ. h.) gætu bent til þess aö hann væri af efri stigum þjóðfélagsins, afkvæmi firrtrar yfirstéttar og því fangi í „bólstruðu & rósmynstruðu & huróarlausu fangelsi" innantómrar og andlausr- ar velferðar. Ef litió er á þessi þrjú kvæði saman kemur í Ijós að þau eru ekki „söguljóð" nema að vissu marki þrátt fyrir efnið. Þær fornfrægu persónur, sem þarna er sagt frá, eru ekki nema yfirskyn til aö fjalla um allt annan hlut: örlög gamalla viðhorfa og fornra atburða í nútímanum. Tveir menn fyrri tíma koma við sögu, rithöfundur og baráttumaður á sviði stjórnmála, og lýst er viðhorfum til annars en ör- lögum staðgengils hins í nútímanum: þá kemur í Ijós að ekki er eftir nema merkingarlaus skrum- skæling á sögu stjórnmálamannsins en staðgengill rithöfundarins hættir við að fylgja fordæmi nafna síns á miðöldum og snúa heim, þess í staó situr hann sem fastast erlendis. Þarna rekast tvennir tímar óþyrmilega á (nokkuó svipað og í kvæðinu „Jónas frá Hriflu" á Millilendingu) og þótt nútíminn sé ekki skilgreindur nákvæmlega er Ijóst að hér er um að ræða allra síðustu ár, í kringum miðbik átt- unda áratugsins. Þessi flokkur kvæða er því gagn- rýni á íslenskt samtímaþjóðfélag eins og öll „Blindgatan" var, en ekki er þó að öllu leyti skýrt í hverju ádeilan felst, og þarf að líta á fleiri kvæði til aö sjá það. „Beint á rnóti" þessum kvæðaflokki, ef svo má segja, — þ. e. á eftir „sögu úr sveitinni" á fram- hliðinni, er flokkur fjögurra kvæða, sem virðast eins og áður var sagt mjög sundurleit. Þrjú hin fyrri eru ákaflega einföld og virðast þau ekki vera beinar skopstælingar á neinum ákveðnum rituóum textum fremur en „saga úr sveitinni" á undan. En þó er beinast að líta svo á að „heimspekilegar vanga- veltur um þjóðfélagsstöðu" sé almenn skopstæling á rómantískum ættjarðarkvæðum, enda gerir Megas það af skömm sinni að vitna beint í fræg orð Hannesar Péturssonar í kvæðislok („bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu") eftir að vera áður bú- inn að skrumskæla þau á hinn nöturlegasta hátt. Á sama hátt virðast kvæðin „gamli skrjóðurinn" og „útumholt&hólablús" vera skopstælingar á róm- antískum dægurlögum: hér hefur Megas þó vísað mönnum veginn, því að hann bregður fyrir sig í söngnum raddblæ íslenskra dægurlagasöngvara fyrir veldisdaga popp-tískunnar. í þessum kvæðum er skopstælingunni beitt á hinn grimmasta hátt til að undirstrika viðfangsefnið — ömurleika og róm- antík í senn — þar eð á því leikur enginn vafi að hér er verið að yrkja í orðastað útigangsmanna Reykjavíkur, rónanna. I „heimspekilegum vanga- veltum um þjóðfélagsstöðu" segir frá tveimur föst- um punktum í lífi útigangsmannanna: útináðhúsum borgarinnar, sem ekki eru fyrir „háklerka" heldur aðeins fyrir menn í lægstu þjóðfélagsstigum. í „út- umholt&hólablús" er svo lýsing á tveimur helstu dvalarstöðum rónanna, Arnarhól og Skólavörðu- holti, og er augljóst að sá sem talar í kvæðinu er algerlega kominn út úr borgaralegu þjóðfélagi og á varla annað athvarf: hann er kominn svo neðarlega í mannvirðingastigann að nú er langt síðan honum var varpað láréttum á dyr í einu ömurlegasta öld- urhúsi bæjarins sem einu sinni var, hann varðar ekkert um vélráða veröld og vill eyða ævi sinni við skál, undanþeginn amstri lífsins — enda á hann þessa stundina nóg af „spírum" (peningum), sem vitanlega á að verja til áfengiskaupa. En í báðum þessum kvæðum gerir skopstælingin á rómantísk- um kvæðastíl (sem kemur t. d. fram í því að „vor- björt nótt“ dægurlaga er hér engin mærðarleg blámóða heldur „fóðrar hún fýsn“ útigangs- mannsins) miklu meira en undirstrika ömurleika og sérstæða rómantík sorans: hún setur upp í and- stöðu sveitalífið og líf útigangsmannsins á mölinni. Skrumskælingin á orðum Hannesar Péturssonar í „heimspekilegum vangaveltum" verður að kald- hæðnislegum samanburöi á afdrepum rónanna, ó- þrifalegum og hurðarlausum útisalernum, og fjar- lægðarbláum dölum í norðrinu. ( kvæðinu „útum- holt&hólablús“ leiða orðin „á hól eða holti — æv- inni aö eyða" hugann vitanlega að fjarlægri sveitasælu, en hún er nú alveg horfin og samnefnd kennileyti höfuðstaðarins af talsvert öðru tagi: þar lifa menn ekki við „ilm úr grænu grasi“ heldur við „ilm úr glæru glasi"! í þessu samhengi er einfaldast að líta svo á, að kvæðið litla „gamli skrjóðurinn" sem skotið er inn á milli hinna tveggja hafi einkum það hlutverk að sýna fjarlægingu eða fyrningu. Það fjallar um bíl, sem er ekki aðeins ónýtur heldur líka úreltur („gengni móöurinn") og hefur dagað upp í nútímanum: hann geymir nú aöeins minningu um horfinn tíma. SVART A HVÍTU 45

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.