Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 50

Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 50
viðlagi seinna erindisins bendir skáldið á að þeir sem fljúgi með „fenmetrasin-airlines" (væntanlega sama og „spítt") og vefi sér voðir úr illgresi (greinilega „indverskum hampi") komist ekkert áfram: þeir eru í veröld þar sem „eimpípan hvín" (allt er á hverfanda hveli) og halda að þeir séu að ferðast — en þeir komast aðeins „héðanburthing- að til sama staðar". (veganesti hafa þeir „tinflautu & tambúrín" — og er einfaldast að skilja þessi orð sem tilvísun til kvæðisins „Jóhannesar skírara" á „Blindgötunni", en það var mjög skýr fordæming á þeim sem duttu í eiturlyfjapott og hættu öllum af- skiptum af umheiminum. Það virðist því nær lagi að skilja þetta kvæði sem ádeilu á þjóðfélag, þar sem ein tegund eiturlyfjaneyslu er bönnuð og ofsótt en önnur látin eiga sig, þótt hún virðist síst betri, — miklu fremur en vörn fyrir eitt eða neitt. Þannig fjalla þessir „mansöngvar" skífunnar um tvær andstæðar tegundir kvenna, því að þjóðfélagið viðurkennir aðra meira eða minna en hin kemst í kast við yfirvöldin hvenær sem í hana næst. Þessi athugun hefur leitt í Ijós að skífan er byggð upp mjög haglega, en hún hefur þó ekki leyst það vandamál hvort hún hafi einhverja ákveðna heild- armerkingu: þótt uppbyggingin sé fundin virðist hún ekki gefa neitt til kynna um það. Rannsóknin í skopstælingunni, sem gat vísað veginn til skilnings á einstökum kvæðum, leiðir heldur ekki í Ijós neina meginhugsun, því að þessu stílbragði er beitt á mjög sundurleitan hátt: verið er að skopstæla ákveðið verk, ímynduð verk (sögur þjónsins að norðan), ákveðnar tegundir af kvæðum, sagna- flokka eða þá jafnvel Ijóðmálið sjálft. Hvergi virðist skopstælingin hafa sömu merkingu. Besta leiðin til að átta sig á þessari skífu er sú að líta á hana í samhengi við fyrri verk. Við skildum við Megas á síðustu skífunni á undan, „Blindgötunni", þar sem hann var staddur á öldurhúsi einu eftir að hafa gengið á hólm við reykvískt samfélag eftir- stríðsáranna og kveðið um þá sem vegnað hafði vel í sviptingum þess og hina sem höfðu misheppnast. Þrátt fyrir góðan vilja þjónanna til að víkja honum af staðnum, gat hann sagt sigri hrósandi í kvæðislok að hann væri þarna „enn (að minnsta kosti)". Það er væntanlega ekki of djarft ályktað að halda að á þessari skífu, sem nú er verið að fjalla um, sé hann enn á sama barnum. Kannske er hann í einhverju dulargervi, svo að hann fái að vera í friði fyrir þjón- unum hálsstuttu, og hann hefur í frammi alls kyns „hundingsspott": hann talar fyrir munn ýmissa þeirra, sem hann hefur áður gefið orðið, og ann- arra líka, og hann hermir eftir þeim. Nú eru eftir- hermur og skopstælingar ekki beinlínis nýjung hjá honum, þvíað þeim hefur hann oft beitt áður, þegar hann hefur gætt máli ýmsa menn, sem voru með spott og spé, en hér gengur hann enn lengra, því að oft á tímum má líta svo á að þetta séu e. k. eftirhermur á eftirhermum: hann hermir eftir mönnum, sem þegar eru að herma eftir einhverju, skopstæla það eða snúa út úr því. Þetta er t. d. augljóst þegar hann hermir eftir ego „gömlu gas- stöðvarinnar við hlemm" segja frá sögum þjónsins eða eftir röddinni, sem sagði frá Jóni Sigurðssyni á fyrstu skífunni, en þetta á við í breiðari skilningi annars staðar. Þeir menn, sem Megas gæddi máli á fyrri skífum sínum, voru allir staðsettir á sama svæði rúms og tíma: Reykjavík eftirstríðsáranna, þegar gamla bændaþjóðfélagið var sprungið og ný rótlaus kynslóð að vaxa upp á mölinni, og í röddum þessara manna eða í frásögnunum af þeim, sem Megas talaði um, komu fram ýmis viðhorf til þessa nýja samfélags malarinnar allt frá harðri ádeilu til súrrealískrar skopmyndar. En jafnan er litið á þetta samfélag utan frá. Á þessari skífu er augljóst að raddirnar eru ættaðar af sömu hálfum rúms og tíma, en skopstælingarnar hér — hundingsspottið — tákna e. k. fjarlægingu um eitt stig til viðbótar. Það má segja að skopstælingin hafi einkum tvenns konar merkingu þrátt fyrir yfirborðsfjölbreytni: annars vegar lætur hún forn og ný viðhorf rekast þannig á að augljóst sé að hyldýpisgjáin milli þeirra verði ekki brúuð (draumur um sveitasælu — úti- gangsmannalíf á „holti og hól", rómantískir mey- dómsórar — lifnaður í „hassi og sýru", sígilt Ijóð- mál — merkingarlaust mók í svefnlyfjum o. s. frv.) eða hún lætur forna sögu leysast upp í merkingar- leysu í nútímanum (sveitasælan verður að óskýr- anlegum óhugnaði, sagan um Jón Sigurðsson að marklausu þrugli). Þótt raddirnar, sem Megas hermir eftir á þessari skífu séu ólíkar — svo ólíkar að það getur verið erfitt að finna tengsl á milli þeirra — eiga þær þó eitt sameiginlegt, sem nátengt er þessari fjarlæg- ingu. Á „Millilendingu" fjallaði Megas m. a. um þá sem urðu ofan á í sviptingum þjóðfélagsins eftir stríð, og á „Blindgötunni" kvað hann um þá, sem misheppnuðust. En hér gengur hann einu skrefi lengra og talar fyrir munn manna, sem eru á ysta útjaðri borgaralegrar og veraldlegrar tilveru eða eru á hraðri útleið á einhvern hátt: atómskáldið hafnar hreinlega þeirri tilveru, sem er hic et nunc, þ. e. a. s. skynheimi raunveruleikans, eiturlyfja- neytendurnir eru einnig að segja skilió við raun- veruleikann, útigangsmennirnir eru reyndar fyrir löngu komnir út fyrir borgaralegt þjóðfélag og búnir að hreiðra um sig í sinni eigin veröld, „síra Sæmi", sem nam galdur við Svartaskóla, ræktar sitt eigið korn og hefur tekið þá ákvörðun að snúa ekki heim, og sá sem raular um „Jón Sívertssen" er fulltrúi hinnar geigvænlegustu firringar innihalds- lausrar velferðar — hann hefur endanlega misst fótfestuna í íslenskri menningarhefð. Utan um allar þessar raddir lýkst „innri rammi" skífunnar, sem gefur til kynna hvernig nútímaþjóðfélagið hefur losnað úr tengslum við fyrra þjóðfélag: ekkert er eftir af því nema hugboð um óhugnaö og dauða — kannske einfaldlega dauða þess sjálfs og óhugnað borgarþjóðfélags nútímans. En hin mikla eftirherma þessarar skífu — Megas sjálfur — fordæmir þó ekki þessa menn sem eru á jaðri veraldlegs þjóðfélags og stefna út: hann lýsir ískaldri Ijóðrænu útigangsmannanna, tekur upp hanskann fyrir stúlkuna í „paradísarfuglinum" eða „síra Sæma" og tjáir viðhorf atómskáldsins af 48 SVART A HVlTU

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.