Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 51

Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 51
miklum skilningi. Þjóðfélagsádeilurnar á fyrri skíf- unum gefa ekki tilefni til neins efa um það gegn hverjum hann beinir geirum sínum. Og þá komum við aftur að stefnuyfirlýsingu Megasar í inngangs- kvæðinu. í fyrirmynd þess segir sr. Einar Sigurðs- son: „Hlýði þeir sem henda gaman að kvæóum og hafna vilja öðrum verri ræðum". Annarri línunni hefur Megas snúiö þannig: ,,og hafna vilja þrætubókafræöum". Á fyrri öldum voru „þrætubókafræði" íslenska nafnið á þeirri fræðigrein, sem á latínu nefndist „dialectica", og verður ekki annað séð en skáldið sé að gefa í skyn að þegar þjóðfélagsþróunin er búin að hrinda mönnum svona langt út á ystu jaðra dugi ekki lengur nein dialektik af hvaða tagi sem er — kvæðið eitt geti frelsað manninn. Því yrkir skáldið „í þjóðarhag" það hundingsspott sem af- hjúpar samfélag nútímans. Amicitia Böðvar Björnsson Þegar við fundumst síðast fannst mér sem samræðurnar hefðu breyst: áður óþekkt hyggindi sest í setningarnar. Orðin skriðu á milli okkar, full aógætni — smásálir aó læðupúkast! Og þegar þú minntist á gagnkvæmt traust milli vina — einsog til að staðfesta hið gagnstæða. Hvað þú varst flírulegur! Mér flaug strax í hug „Viðskiptamaður!" Samningsuppkast, trúnaður, 50/50, fórnfýsi, undirritun og svitaperlurnar á enni þínu! Kunningsskapur okkar mun haldast enn sem fyrr. Og margt verður rætt: mórölsk tildurrófu-menning — rottufaraldrar, dægurmál,.. . Og samtölin auóvitað merkt tíðarandanum: léttvæg orð — og fiðurlétt? . . . og fáein snotur bros — tungan mun framleiða varning fyrir allar aðstæður! SVART A HVÍTU 49

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.