Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 54

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 54
Inntak listaverksins kann aö vera ósnortið af þeim kringumstæöum sem tæknileg fjölföldun greiöir því aö- gang að, en þær rýra a.m.k. návist þess í tíma og rúmi (Hér og Nú þess). Enda þótt þetta gildi ekki aðeins um listaverkiö, heldur á samsvarandi hátt um landslag sem líður framhjá áhorfanda í kvikmynd, þá hróflar tæknileg fjölföldun við viðkvæmasta kjarna þess — upprunaleik- anum — sem náttúrulegir hlutir eru ekki jafn næmir fyrir. Upprunaleiki einhvers hlutar er kjarninn í öllu sem hann hefur flutt með sér frá upphafi, allt frá efnislegum varan- leika til sögulegs vitnisburðar hans. Þar sem sögulegur vitnisburður hlutar byggist á upprunaleika hans, hverfur ekki eingöngu hið síðarnefnda í fjölfölduninni, heldur er einnig hinu fyrrnefnda, sögulegum vitnisburði hlutarins, stefnt í hættu. Þá er áhrifavaldi hlutarins að sönnu ógn- að.3 Hægt er að fella þaö sem hér fer forgörðum undir hugtakið áru og segja: á öld tæknilegrar fjöldafram- leiðslu listaverksins bíður ára þess hnekki. Almennt má setja þetta fram svo. Fjölföldunartæknin losar það sem fjölfaldað er úr tengslum við hefðina. Um leið og hún fjölfaldar eftirmyndina kemur eintakafjöldi í stað ein- stæðrar tilvistar. Og vegna þess að fjölföldunartæknin gerir eftirmyndinni kleift að koma til móts við viðtak- andann í sérstökum aðstæðum hans veitir hún frum- verkinu nýtt gildi. Þessi tvö ferli hreyfa rækilega við hinu hefðbundna og hrun hefðarinnar er hin hliðin á núver- andi kreppu og endurnýjun mannkyns. Fyrrnefnd ferli standa í nánu samhengi við fjöldahreyfingar vorra daga. Máttugasti fulltrúi þeirra er kvikmyndin. Þjóöfélagsleg þýðing hennar, sérstaklega í jákvæðasta formi, er ekki hugsanleg án þessarar hliðar hennar sem í senn er eyð- andi og hreinsandi: útrýmingu þess gildis sem hefðin hefur í menningararfinum. Ljósasta dæmið um þetta fyr- irbæri er að finna í sögulegum stórmyndum. Það leggur æ fleiri svið undir sig. Og Abel Gance hrópaði upp yfir sig árið 1927: „Shakespeare, Rembrandt, Beethoven gera kvikmyndir . . . Allar helgisögur, allar goösögur, allir upphafsmenn trúarbragða, já, öll trúarbrögð . . . bíða uppljómaðrar upprisu sinnar og hetjurnar þrengja sér að hliðunum"4, og boðar hér með, sennilega í ógáti, víð- tæka útrýmingu. III Á löngum tímabilum sögunnar breytist skynjun mannsins með breyttum tilvistarháttum mannfélags- sins. Skipan mannlegrar skynjunar — tjáning hennar — ræðst ekki aðeins af náttúrunni, þar koma einnig til sögulegar aðstæður. Tími þjóðflutninganna, þegar hinn síðrómverski listiðnaður og nýsköpunin í Vín (Wiener Genesis) sáu dagsins Ijós, hafði ekki bara í för með sér annars konar list en fornöldin, heldur líka annars konar skynjun. Spekingar Vínarskólans, Riegl og Wickhoff, reyndu að draga úr ofurvaldi klassískrar heföar, sem hafði skyggt á þessa listsköpun. Þeir voru fyrstir til að draga ályktanir af nýlistinni um skipan skynjunar á þeim tíma. Enda þótt niðurstöður þeirra næðu langt bentu þeir aðeins á formleg einkenni skynjunar á síðrómverskum tíma. Þeir reyndu ekki — og höfðu kannski engan möguleika á — að sýna það þjóðfélagslega umrót sem þessi breytta skynjun tjáði. Skilyrði fyrir þess konar inn- sýn eru hagstæöari nú á tímum. Ef við lítum á þær breytingar sem nú hafa orðið á tjáningu skynjunar sem hrörnun árunnar, getum við leitað að þjóðfélagslegum orsökum þeirra. Gagnlegt er að skýra hugtakið áru, sem hér hefur verið notað um söguleg fyrirbæri, með því að fjalla um það í tengslum við náttúrulega hluti. Viö skilgreinum áru nátt- úrulegra fyrirbæra sem einstæða sýn í fjarska, hversu nálægt það sem horft er á kann aö vera. Ef þú hvílir þig á sumarsíðdegi og fylgir með augunum fjallgarði við sjóndeildarhringinn eða trjágrein, sem varpar skugga sínum á þig, skynjar þú áru þessara fjalla og þessarar trjágreinar. Þetta auðveldar skilning á þjóðfélagslegum skilyrðum fyrir hrörnun árunnar á vorum dögum. Sú hrörnun byggist á tvennu, sem hvort tveggja tengist aukinni þýðingu fjöldans í nútímalífi. Fjöldinn hefur nú jafn knýjandi þörf fyrir að færa hlutina „nær“ sér bæði landfræðilega og mannlega og að yfirvinna hið ein- stæða við hvern viðburð með því að taka við eftirmynd hans.5 Daglega veröum viö vör við þessa ásókn í að ná tökum á hlutum sem næst okkur í mynd, eða öllu heldur fjölfaldaðri eftirmynd. Og eftirmyndin eins og hún kemur okkur fyrir sjónir í myndskreyttu blaöi og fréttakvikmynd er augsýnilega mjög ólík frummyndinni. Hiö einstæöa og hið varanlega er jafn rækilega samtvinnað í frummynd- inni og hviklyndi og möguleiki til endurtekningar hjá eft- irmyndinni. Að klæða hlutinn úr skel sinni, að tortíma árunni, er einkenni á skynjun sem hefur öðlast slíkt „skynbragð á sams konar eðli hluta" að meö fjölföldun verður það jafnvel greint í hinu einstaka. Þar er á ferð sama fyrirbæri á sviöi skynjunar og þekkt er sem aukin þýðing tölfræðinnar á sviði fræðikenningarinnar. Það hefur leitt til gjörbyltingar bæði í hugsun og viðhorfum hvernig raunveruleikinn er fluttur fjöldanum og hvernig fjöldinn bregst við honum. IV Hiö einstæöa við listaverkið jafngildir stöðu þess í menningarhefðinni. Sjálf hefðin er vissulega lifandi og ákaflega breytileg. Venusarstytta frá fornöld átti sér aðra stöðu í menningarhefðinni hjá grikkjum, þar sem hún var hluti af helgiathöfnum þeirra, en hjá miðaldaklerkum sem álitu hana óheillavænlegt skurögoð. Það sem orkaði his vegar jafnt á menn á báðum þessum tímaskeiðum var hið einstæða við styttuna, m.ö.o. ára hennar. Þess varð upþhaflega vart í helgiathöfnum hvernig listaverkið öðl- aðist sess í menningarhefðinni. Elstu listaverkin skópu menn, eins og við vitum, til að nota við helgiathafnir, fyrst í sambandi við töfra en síðan í tengslum við trúarbrögð. Það er eftirtektarvert að þáttur árunnar í tilvist lista- verksins hefur aldrei losnað algjörlega úr tengslum við hlutverk þess í helgiathöfnum.6 M.ö.o.: Einstætt gildi „upprunalegs" listaverks á rót sína að rekja til helgisiða og í tengslum við þá öðlaðist það upphaflega notagildi. Hversu mjög sem þessir helgisiðir hafa fjarlægst uþp- runa sinn verður þeirra vart jafnvel íjaröbundnustu mynd fegurðardýrkunar. Grundvöllur listaverksins í helgisið- unum kom í Ijós þegar sú veraldlega vegsömun fegurð- arinnar, sem varð til á endurreisnartímanum og ríkti í þrjár aldir, varð fyrir fyrstu áföllunum. Um leiö og fyrsta tækið til fjölföldunar, sem sköpum skipti, Ijósmyndunin, kom fram á sjónarsviðið (samhliða því að sósíalisminn leit dagsins Ijós) fann listin þá kreppu nálgast sem orðin er augljós hundrað árum síðar. Þá svaraði listin með kenningunni um l’art pour l'art, sem er guðfræöi listar- innar. Úr henni varð svo til nokkuö sem nálgast þaö að vera neikvæð guðfræði, þ.e. hugmyndin um „hreina" list, sem hafnar ekki aðeins sérhverju félagslegu hlut- verki heldur líka allri efnislegri tilvísun. (I skáldskapnum náði Mallarmé fyrstur þessu marki.) Þaö er nauðsynlegt við athugun, sem fæst við lista- verkiö á öld tæknilegrar fjölföldunar þess, að gera sér grein fyrir þessum tengslum, því þau veita okkur afar 52 SVART A HVÍTU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.