Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 55

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 55
mikilvæga innsýn: tæknileg fjölföldun listaverksins frelsar það ífyrsta sinn í heimssögunni frá sníkjulífi sínu í helgisiðunum. Hið fjölfaldaða listaverk verður í síauknum mæli eftirmynd listaverks sem beinlínis er ætlað til fjöl- földunar.7 Þaö er hægt að gera fjöldann allan af kópíum eftir Ijósmyndafilmu; það er út í hött að biðja um frum- myndina. Á því augnabliki þegar upprunaleikinn erekki lengur mælikvarði á listframleiðsluna gerbreytist sam- félagslegt hlutverk listarinnar. f stað þess að byggjast á helgisiðum byggist hún nú á öðru starfi — stjórnmál- um. V Það er misjafnt á hvað er lögð mest áhersla við skoðun og mat listaverka. Tveir andstæðir þættir skera sig úr. Annars vegar er áherslan á listaverkið, hins vegar á sýningargildi þess. Listræn framleiðsla hefst með gerö muna sem notaðir eru við helgiathafnir. Geta má nærri að mikilvægara er að þeir séu til staðar en aö menn sjái þá. Elgur sá sem steinaldarmaðurinn málar á veggi hellis síns er tæki til galdra. Að vísu sýnir hann meöbræðrum sínum elginn, en fyrst og fremst er hann ætlaður öndun- um. Dýrkunargildið sem slíkt virðist nú á tímum beinlínis ýta undir að listaverkið sé hulið sjónum: aðeins prestur- inn hefur aðgang að vissum guöastyttum í hofinu, sumar madonnumyndir eru huldar næstum allt árið, sumar höggmyndir í dómkirkjum miðalda fær áhorfandi á jörðu niðri ekki séð. Með því að losa einstakar tegundir list- sköpunar úr viðjum helgisiðanna aukast möguleikar á að sýna afurðir þeirra. Það er auðveldara að sýna brjóstmynd sem hægt er að senda út og suður en guða- styttu sem á sinn fasta stað í musterinu. Hið sama á við um málverkið andspænis mósaík-myndinni og kalkmál- verkinu, fyrirrennurum þess. Og jafnvel þótt það hafi upphaflega ekki verið erfiðara að koma messu á fram- færi heldur en sinfóníu, þá varð þó sinfónían til á þeim tíma, þegar það virtist ætla að verða auöveldara að koma henni á framfæri en messunni. Með ólíkum aðferðum tæknilegrar fjölföldunar lista- verksins hafa möguleikar á að sýna það aukist svo gífurlega að megindarleg færsla milli andstæðra skauta þess hefur snúist í eigindarlega breytingu á eðli þess. Þetta er sambærilegt við stöðu listaverksins á forsögu- legum tíma. Það varð þá fyrst og fremst tæki til galdra vegna þess að það var eingöngu metið eftir dýrkunar- gildi sínu. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem menn gerðu sér grein fyrir því að þarna væri um listaverk að ræða. Nú gegnir listaverkið alveg nýju hlutverki sem helgast af því að megináhersla er lögð á sýningargildi þess. Sá þáttur þessa hlutverks sem er okkur hugstæö- astur, listgildið, kann að verða álitinn aukaatriði þegar fram líða stundir.8 Ef við höfum Ijósmyndina og kvik- myndina í huga liggur a.m.k. beint við að draga þá ályktun. VI Sýningargildið byrjar að ýta dýrkunargildinu til hliðar í Ijósmyndalistinni. Dýrkunargildið víkur þó ekki mót- stöðulaust. Síöasta virki þess er ásjóna mannsins. Það er engin tilviljun að andlitsmyndin var þungamiðjan á upp- hafsskeiði Ijósmyndunar. Dýrkunargildi myndarinnar á síðasta griðastað í notkun hennar til minningar um fjar- stadda eða látna ástvini. f andartakssvipbrigðum mannsandlits gægist áran í síðasta sinn út úr gömlum Ijósmyndum. Það er hún sem gæðir þær þessum þung- lyndislega og óviðjafnanlega þokka. En þegar maðurinn víkur í skuggann í Ijósmyndinni er sýningargildið orðið dýrkunargildinu yfirsterkara. Atget, sem tók myndir af auðum strætum Parísar um 1900, var ómetanlegur frumkvöðull á þessu sviði. Um hann hefur með réttu verið sagt, að hann hafi tekið þessar myndir eins og hann væri að mynda afbrotavettvang. Afbrotavettvangur er líka yf- irgefinn. Það eru teknar af honum myndir til að safna sönnunargögnum. Hjá Atget fara Ijósmyndirnar að verða sönnunargögn í sögulegu ferli. f því felst leynd pólitísk þýðing þeirra. Þær krefjast einbeittrar athygli. Lausleg og sveimandi íhugun samræmist þeim ekki. Þær koma róti á áhorfandann; honum finnst hann verði að nálgast þær eftir ákveðinni leiö. Samtímis veröa myndskreyttu blöðin honum leiðarvísar. Réttir eða rangir — skiptir ekki máli. f myndskreyttum blöðum er myndatextinn orðinn óhjákvæmilegur í fyrsta sinn. Og Ijóst er aö hann er allt annars eðlis en heiti á málverki. Þær bendingar, sem áhorfanda eru gefnar með myndatextanum í mynd- skreyttu tímariti, verða brátt nákvæmari og ráðríkari í kvikmyndinni, þar sem merking hverrar einstakrar myndar virðist leiða beint af allri myndaröðinni sem á undan fór. Frá upphafsskeiói Ijósmyndunar. Mynd Etienne Carjat af Charles Baudelaire. SVART A HVITU 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.