Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 57

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 57
líkaminn glatast, gufar upp, er rændur raunveruleika, lífi, rödd og þeim hávaða sem verður við hreyfingar hans. Eftir stendur þögul mynd sem bjarmar örskotsstund á tjaldinu, hverfur svo í þögn . . . Sýningarvélin leikur meö skugga leikarans á tjaldinu fyrir áhorfendur en sjálfur verður hann að láta sér lynda að leika fyrir tökuvélina".14 Þessu ástandi mætti einnig lýsa á eftirfarandi hátt: Vegna kvikmyndarinnar verður maðurinn nú í fyrsta sinn að leika án árunnar, því hún er bundin Hér og Nú-i hans og á sér enga eftirmynd. Áran sem umlykur Makbeð á sviðinu er órjúfanlega tengd árunni sem áhorfendur skynja um- hverfis leikarann sem leikur hann. En eitt helsta sérkenni kvikmyndatökunnar er að myndavélin er komin í stað áhorfenda. Þegar svo ára leikarans hverfur tekur hún með sér áru þeirrar persónu sem hann er að leika. Ekki þarf neinum aö koma á óvart, að það er leikrita- höfundurinn Pirandello sem fyrstur hreyfir óafvitandi við orsökum þeirrar kreppu, sem nú blasir við augum í leik- húsinu. Allar nákvæmar rannsóknir leiða í Ijós, að hvergi getur um meiri andstæöu en milli leiksviösverks og kvik- myndar, sem byggist algerlega á tæknilegri fjölföldun. Sérfræðingar hafa um langa hríð viðurkennt að ,,í kvik- myndum er það nærri alltaf áhrifamest að ,,leika“ sem minnst", eins og Arnheim sagði 1932: „Þróunin er í þá átt að meðhöndla leikarann sem sviðsmun, valinn vegna sérkenna sinna .. . og komið fyrir á réttum stað og stund".15 Fleira er nátengt þessum hugmyndum. Svlðs- leikarinn samsamar sig þeirri persónu sem hann leikur. Kvikmyndaleikarinn hefur oft ekkert færi á því. Leikur hans er ekki ósamsett heild, heldur settur saman úr mörgum sundurleitum leikatriðum. Við tilviljunarkennda þætti s.s. leigu á stúdíói, að aukaleikarar séu til taks, skreytingu o.s.frv., bætast grundvallareiginleikar tækja- búnaðarins og allt miðar þetta að því að kljúfa verk leik- arans í röð atriða sem síðar eru skeytt saman. Þar má sérstaklega nefna Ijósabúnað og staðsetningu hans. Vegna hans verður að taka leikatriði sem á tjaldinu virðist hratt og samhangandi í aögreindum myndskeiðum sem síðar mynda röð, en sá starfi getur tekið margar klukku- stundir — og hvað þá ef um augljósari samskeytingu er að ræða. Þannig er hægt að mynda stökk ofan úr glugga sem stökk af vinnupalli inni í stúdíóinu, og flóttann sem ef til vill fylgir í kjölfar þess, þegar farið er að vinna utandyra mörgum vikum seinna. Hægt er að setja upp miklu þver- stæðufyllra dæmi. Við skulum gera ráð fyrir að leikara eigi aö bregða við þegar bankað er á hurð. Ef viöbrögð hans eru ekki viðunandi, getur leikstjórinn brugðið á annað ráð. Þegar leikarinn er næst staddur í stúdíóinu er kleypt af skoti bak við hann án þess að hann sé varaður við. Skelfingarviðbrögð hans eru þá fest á filmu og klippt inn í myndina. Ekkert gefur gleggri vísbendingu um, að listin hefur vikið úr ríki „hinnar fögru sýndar", sem til skamms tíma var álitió eini griðastaður hennar. X Ókunnugleikatilfinning leikarans andspænis tækja- búnaðinum, sem Pirandello lýsirer í grundvallaratriðum sú sama og grípur okkur þegar við horfum á spegilmynd okkar. Sá er hins vegar munurinn, að spegilmyndin hefur nú verið skilin frá honum, hún er orðin flytjanleg. Og hvert er farið með hana? Fram fyrir áhorfendur.16 Þessa staðreynd hefur kvikmyndaleikarinn ætíö í huga. Þegar hann horfir í tökuvélina veit hann að um síðir eru það áhorfendur sem hann horfist í augu við, neytendurnir sem mynda markaðinn. Hann býður ekki aðeins falt vinnuafl sitt á þessum markaði, hann leggur að auki fram sjálfan sig með húð og hári, hjarta sínu og nýrum. Og þessi markaður er utan seilingar og leikarinn hefur ekki meiri möguleika til að hafa áhrif á hann en hver annar hlutur sem framleiddur er í verksmiöju. Ætli þessi að- staöa eigi ekki sinn þátt í þeirri þrúgandi angist sem heltekur leikarann frammi fyrir tækjunum að áliti Piran- dello. Kvikmyndin bætir sér upp brotthvarf árunnar með því að búa til „persónuleika" utan kvikmyndaversins. Dýrkun kvikmyndastjörnunnar, sem kvikmyndaauðvald- ið elur á, varðveitir aöeins þá „persónutöfra", sem nú um langt skeið felast bara í fúlum galdri söluvarningsins. Meðan auðmagn kvikmyndajöfranna ræður ferðinni er eina byltingarsinnaða framlag nútímakvikmynda róttæk gagnrýni á hefðbundnar hugmyndir um listina. Við ber- um ekki á móti því að kvikmyndir nútímans eru auk þess stöku sinnum framlag til byltingarsinnaðrar gagnrýni á þjóðfélagsaöstæður, jafnvel á skiptingu eignanna. Það er á hinn bóginn ekki viðfangsefni þessarar greinar að fjalla um það, ekki frekar en það er meginviðfangsefni v-evrópsks kvikmyndaiðnaðar. Það er hluti af tækni kvikmyndarinnar, sem og íþrótt- anna, aö allir þeir sem fylgjast með eru dálitlir sérfræð- ingar. Þetta verður öllum Ijóst, sem fylgjast með blaða- Úr kvikmyndinni ..Borinage" eftir Ivens. SVART Á HVlTU 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.