Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 58

Svart á hvítu - 01.10.1978, Page 58
drengjum sem halla sér upp að hjólum sínum og ræða um úrslit í reiðhjólakeppni. Það er ekki að ástæðulausu sem blaðaútgefendur skipuleggja slíka kappleiki fyrir útburðarstrákana. Þeim fylgir mikill áhugi meðal þátt- takendanna vegna þess að sigurvegarinn getur hafið sig úr blaðastrák í atvinnukeppnismann. Á sama hátt býður fréttamynd vikunnar öllum tækifæri til að hefjast úr veg- faranda í aukaleikara í kvikmynd. Menn geta jafnvel lent rakleiðis í listaverki og má í því sambandi minna á kvik- mynd Vertoffs ,,Þrír söngvar um Lenín" og „Borinage" eftir Ivens. Nú á tímum eiga allir heimtingu á að vera festir á filmu. Til að skýra þá kröfu er hentugast að at- huga til samanburðar sögulega stöðu samtímabók- mennta. Um aldaraðir voru höfundar fáir og áttu sér þúsundir lesenda. Það breyttist á ofanverðri síðustu öld. Vegna síaukinnar blaðaframleiðslu, sem gaf lesendum kost á nýjum pólitískum, trúarlegum, vísindalegum, sérhæfðum og staðbundnum málgögnum, urðu æ fleiri lesendur höfundar. Upphafið var að dagblöðin tóku aö bjóða les- endum sínum rúm fyrir „lesendabréf". Nú á dögum verður vart sá evrópski launþegi fundinn sem ekki hefði fræðilegan möguleika á að fá birta einhvers staðar lýs- ingu á eigin starfsreynslu, kvartanir, skýrslu eða annað svipað. Greinarmunur höfundar og lesanda er í þann mund að glata grundvallareinkennum sínum; hann varðar aðeins hlutverkin og kann að breytast í ólíkum tilvikum. Lesandinn er hvenær sem er reiöubúinn að taka sér penna í hönd. Hann öðlast, í krafti mismikillar sér- þekkingar sinnar á einkar sérhæfðu starfssviði, rétt til höfundartitils. Vinnunni sjálfri er léð rödd í Sovétríkjun- um. Hluti af hæfileikum manns til að vinna tiltekið verk er að lýsa því með orðum. Nú byggist rétturinn til bók- menntalegrar tjáningar fremur á fjöltæknilegri þjálfun en bókmenntalegri sérhæfingu; hann er því allra eign. öllu þessu má sem hægast snúa upp á kvikmyndirnar. Breytingar sem tóku aldir innan bókmenntanna, gerast nú á einum áratug. Þessi umskipti hafa að hluta til orðið fastur þáttur af kvikmyndastarfi, einkum í Rússlandi. Sumir þeirra leikara, sem ber fyrir augu okkar í rúss- neskum myndum eru ekki leikarar í þeim skilningi sem við leggjum í það orð. Þar er á ferð fólk sem leikur sjálft sig, og einkum í vinnunni. I v-evrópskri kvikmyndagerð er ekkert tillit tekið til þeirrar réttmætu kröfu nútíma- mannsins aö fá að sjá sjálfan sig, enda situr gróðasókn auðvaldsins í forsæti. Við þessar aðstæöur leggur kvik- myndaiðnaðurinn á það ofuráherslu að hindra þátttöku fjöldans — og það gerir hann með tálsýnum og tvíræö- um vangaveltum. XI Kvikmyndataka, einkum taka talmynda, er sjónarspil sem enginn gat gert sér í hugarlund á fyrri tíð. Hún gerist með þeim hætti að óhugsandi er að útbúa neitt eitt sjónarhorn fyrir áhorfandann, sem útilokaði frá sviðs- myndinni aðskotahluti á borð við tökubúnað, Ijósavélar, aðstoðarfólk o.s.frv. (— nema augu hans féllu saman við linsu myndavélarinnar). Það eru ekki hvað síst þessar ólíku aðstæður sem skilja á milli sviðs kvikmyndaversins og leiksviðsins. Frá áhorfendabekkjunum kemur þú ekki umsvifalaust auga á blekkingu leikhússins. Við töku kvikmyndar er enginn slíkur staður til. Blekking kvik- myndarinnar er annarrar gráöu blekking, orðin til við klippingu. Þetta mætti orða svona: í stúdíóinu er tækja- búnaðurinn orðinn svo samrunninn veruleikanum að kjarni þessa veruleika, laus við þá aðskotahluti sem tækin eru, er útkoma úr sérstöku ferli. Þetta sérstaka ferli er kvikmyndatakan með til þess ætlaðri tökuvél og samröðun aðgreindra myndskeiða. Hinn tækjalausi veruleikakjarni er hér orðinn hámark tilbúningsins; vafningalaus veruleikasýn er bláa blómið í landi tækn- innar. Það er jafnvel enn gleggra að bera þessar aðstæður, svo mjög sem þær eru frábrugðnar aðstæðum leikhúss- Kvikmyndatökumenn aö störfum. Frá töku myndarinnar ,,Cromwell“. ins, saman við málaralist. Þar er spurningin: hvað er líkt með kvikmyndatökumanninum og málaranum? Til að svara henni bregðum við á það fangaráð að taka skurð- aðgerð til samanburðar. Skurðlæknirinn er andstæða töfralæknisins. Töfralæknirinn líknar sjúklingnum með því að leggja yfir hann hendur, skurðlæknirinn sker í skrokk hans. Töfralæknirinn viðheldur eðlilegri fjarlægð milli sín og sjúklingsins; þótt þeir nálgist hvor annan þegar hann leggur hendur sínar yfir hann vegur hann það upp með virðulegu yfirbragði sínu. Skurðlæknirinn fer öfugt að; það er ekki ofmælt að hann sé nærgöngull við sjúklinginn þegar hann ryðst inn í líkama hans, en vaxandi tillitssemi og fjarlægðar gætir þegar hann handfjatlar líffærin af fyllstu varkárni. í fáum orðum sagt: skurðlæknirinn, gagnstætt töfralækninum (sem heimilislæknirinn dregur þó nokkurn dám af), forðast að mæta sjúklingnum eins og maður manni á mikilvægum augnablikum; hann þrengir sér frekar inn í hann með uppskurðartækjunum. Töfralæknir og skurðlæknir sam- svara málara og kvikmyndatökumanni. I starfi sínu i 56 SVART Á HViTU

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.