Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 60
XIV
Meginhlutverk listarinnar hefur alla tíð verið að skapa
þörf sem ekki varö fullnægt fyrr en síðar. Saga allra
listgreina geymir umbreytingaskeið þegar ákveðin list-
form reyna að knýja fram áhrif sem krefjast breyttrar
tækni, þ.e.a.s. nýs listforms. Þær öfgar og sá listræni
vanþroski sem þannig verður til, einkum á svonefndum
hnignunarskeiðum, eiga raunverulega rætur að rekja til
auðugustu skeiöa listasögunnar. Á undanförnum árum
hefur dadaisminn geymt gnægð af slíkri villimennsku.
Það er fyrst nú að við sjáum hvað í honum bjó: reynt var
að ná fram í málverkum (og bókmenntum) þeim áhrifum
sem áhorfendur sækja nú til kvikmyndanna. Þegar vakin
er algerlega ný þörf fer hún ævinlega fram úr þeim
markmiðum sem sett voru í upphafi og ryður þannig
nýjum listformum braut. Það á við um dadaismann að því
marki að hann fórnaði þeim markaðsgildum sem í svo
ríkum mæli einkenna kvikmyndina fyrir göfugari mark-
miö — sem voru honum jafnvel ómeövituð. Dadaistunum
var meira í mun að forða verkum sínum frá því að verða
mönnum tilefni til djúprar íhugunar en að selja þau og
niðurlægðu þau í því skyni. Ljóö þeirra eru ,,orðasalat“,
sem sett er saman úr grófyrðum og öllum hugsanlegum
úrgangsefnum tungunnar. Sama á við um málverkiö; á
þau bættu þeir hnöppum og farmiðum. Ætlunarverk
þeirra heppnast: að eyða áru sköpunarverka sinna á
miskunnarlausan hátt; í listsköpuninni eru þau brenni-
merkt sem fjöldaframleiðsla. Öhugsandi er að íhuga og
meta mynd eftir Arp eða Ijóð eftir August Stramm á sama
hátt og málverk eftir Derain eða Ijóð eftir Rilke. Samhliöa
hnignum borgarastéttarinnar varð íhugun andfélagslegt
hátterni, það varð félagsleg starfsemi að dreifa athygl-
inni andspænis slíkri djúphygð. Dadaisminn bauð raunar
upp á all ofsafengna dægrastyttingu með því að gera
listaverkin að hneykslunarhellu. Eitt var það sem lista-
verkið þurfti að geta gert. ögrað hinu viðtekna. í höndum
dadaistanna þróaöist listaverkið úr töfrandi augnayndi
eða sefjandi hljómum í skot, sem hitti áhorfandann.
Listaverkið varð áþreifanlegt. Með þessu var brautin
rudd fyrir kvikmyndina: afþreyingarþættir hennar eru
fyrst og fremst áþreifanlegir, byggjast á sviðsbreytingum
og stöðugt nýjum myndskeiðum sem dynja viðstööulítið
á áhorfandanum. Berum saman kvikmyndatjaldið og
striga málverksins. Málverkiö býður áhorfandanum til
íhugunar, frammi fyrir því getur hann horfið á vit hug-
renningatengsla. Það getur hann ekki þegar hann horfir
á kvikmynd. Augað hefur varla numiö það sem á tjaldinu
er þegar það breytist; kvikmyndin nemur aldrei staðar.
Duhamel, sem hefur megna skömm á kvikmyndinni og
gerir sér enga grein fyrir mikilvægi hennar en hefur
skilning á ýmsu varðandi formgerð hennar, lýsir ástand-
inu á þessa leið: ,,Ég get ekki lengur hugsað það sem ég
vil hugsa. í stað hugsanna minna eru komnar myndir á
hreyfingu".19 Hugrenningatengsl áhorfandans eru sífellt
rofin af óvæntum breytingum þessara mynda. í þessu
eru fólgin sláandi áhrif kvikmyndarinnar, þau krefjast
aukins snarræðis hugans. Dadaisminn klæddi þessi
áhrif í siðferðilegan búning — kvikmyndin gat með tækni
sinni gert þau beinlínis líkamleg.20
XV
Fjöldinn er sá frjósami jarðvegur sem fæðir nú af sér
nýja afstöðu til listaverka. Megind verður að eigind.
Vegna aukins fjölda þátttakenda hefur eðli þátttökunnar
breyst. Enda þótt þessi nýi þátttökumáti hafi fyrst haft á
sér næstum ósæmilegt yfirbragð má það ekki rugla
rannsakandann í ríminu. Sumir hafa þó deilt á þennan
yfirborösþátt af miklum tilfinningahita. Duhamel er sá
þessara manna sem gripið hefur hvaö sterkast til orða.
Honum er einna mest á móti skapi þessi nýja þátttaka
sem kvikmyndin laðar fram hjá fjöldanum. Hann kallar
kvikmyndina ,,dægradvöl úrþvætta, afþreyingu þeirra ó-
menntuðu, aumu og útníddu vesalinga sem áhyggjurnar
eru að ganga af dauðum . . . sjónarspil sem engrar ein-
beitingar krefst og gerir ekki ráð fyrir heilli hugsun . . .
sem hvorki lýsir upp hjartað né kveikir nokkra von nema
drauminn um að verða einn góðan veðurdag „stjarna" í
Los Angeles".21 Kjarni þessara orðaeru greinilega þær
fornu harmatölur að fjöldinn leiti afþreyingar en listin
krefjist einbeitingar af áhorfandanum. Það er útþvæld
tugga. Eftir stendur á hinn bóginn spurningin um þaö
hvort hér sé fundinn grundvöllur fyrir rannsóknir á kvik-
myndum. Það þarfnast nánari athugunar. Afþreying og
einbeiting eru andstæður sem lýsa má á eftirfarandi hátt:
Maður sem einbeitir sér að listaverki hverfur inn í það.
Hann hverfur inn í það á sama hátt og segir af í sögninni
um kínverska málarann sem hvarf inn í fullunna mynd
sína. Gagnstætt þessu gleypir fjöldinn listaverkin sér til
afþreyingar eins og skýrast kemur fram í sambandi við
byggingar. Byggingarlistin hefur alltaf verið Ijósasta
dæmið um þau listaverk sem notið er á þann hátt að
menn stytta sér sameiginlega stundir við þau. Lögmál
þeirrar nautnar eru einkar lærdómsrík.
Allt frá forsögulegum tíma hafa byggingar veriö föru-
nautar mannsins. Ótal listform hafa þróast og horfið af
sjónarsviðinu. Harmleikurinn á upphaf sitt og endi meðal
forn-grikkja enda þótt form hans sé endurvakið öldum
seinna og öðlist þá nýtt líf. Söguljóðið, arfleifð mannsins
frá örófi alda, söng sitt síöasta í lok endurreisnarskeiðs-
ins í Evrópu. Altaristöflur (Tafelmalerei) eru sköpunar-
verk miðalda og engin vissa fyrir því að þær haldi velli um
ókomnar aldir. Þörf mannsins fyrir skjól er á hinn bóginn
eilíf og byggingarlistin hefur því aldrei verið fánýti. Hún á
sér lengri sögu en nokkur önnur listgrein og því er það
afar mikilvægt aö setja sér áhrif hennar fyrir sjónir
þegar menn reyna að gera sér grein fyrir afstöðu fjöldans
til listar. Byggingum er veitt viðtaka á tvennan hátt. Þær
eru bæði notaðar og skynjaðar; eða með öðrum orðum
snertar og séðar. Ekki er þó hægt aö skilja þessa viðtöku
bygginga með því að miða viö þá einbeitingu að frægum
byggingum sem svo algeng er hjá ferðamönnum. Þegar
um byggingar er að ræöa er enginn þáttur sem sam-
svarar sjónrænni íhugun. Þar ræður siðvenja jafnvel
meiru en athyglin. Þegar byggingarlist er annars vegar er
jafnvel sjónskynjunin rígskoröuð af venju. Það er miklu
algengara að viðfangsefnið sé skoðað á tilviljunar-
kenndan hátt en með spenntri eftirtekt. Þessi viðtekna
afstaða til byggingarlistar getur öðlast helgan rétt við
tilteknar aðstæður. Orsökin er sú að þau viðfangsefni
sem við skynfærum mannsins blasa á sögulegum tíma-
mótum verða ekki leyst með sjónskynjun einni saman,
þ.e.a.s. íhugun. Þau leysast smám saman með notkun,
með vana.
Það þarf ekki einbeitingu til að venjast einhverju. Að
geta leyst viss verkefni þótt hugurinn sé dreifður, sýnir
að lausnin er orðin að vana. Sú dreifing hugans sem
listin sér fyrir stjórnar því með duldum hætti í hve ríkum
mæli unnt er að leysa ný viðfangsefni meö skynreynsl-
unni. Þar sem einstaklingar hafa þar að auki tilhneigingu
til að víkja sér undan slíkum viðfangsefnum kemur það í
hlut listarinnar að ráöast til atlögu viö hin mikilvægustu
og torleystustu þeirra á þeim vettvangi sem hún getur
skipulagt fjöldann. Það gerir hún raunar á vorum dögum
með kvikmyndum Listneysla í formi dægrastyttingar
verður æ algengari á öllum sviðum listarinnar og kvik-
58
SVART Á HVÍTU