Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 61

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 61
myndin er prófsteinn hennar. Það er vísbending um grundvallarbreytingar á skynjuninni. Kvikmyndin mætir þessari nýju skynjun með sláandi áhrifum sínum. Dýrk- unargildið hörfar í bakgrunninn í kvikmyndunum. í fyrsta lagi vegna þess að áhorfandinn situr í sæti gagnrýnanda og í öðru lagi vegna þess að í bíó krefst þaö sæti engrar eftirtektar. Áhorfandinn situr vissulega í sæti gagnrýn- anda, en hann nýtur afþreyingar um leið. Eftirmáli Aukinn fjöldi launavinnumanna og vaxandi tilhneiging til að móta fjöldann eru tvær hliðar á sama ferlinu. Fas- isminn reynir að skipuleggja þennan nýja öreigafjölda án þess að hrófla við því skipulagi eignarhalds sem fjöldinn reynir að sundra. Heill sína sér fasisminn fólgna í því að veita þessum fjölda tækifæri til að tjá sig, ekki til að ná fram rétti sínum. Fjöldinn á rétt á breytingum á eignar- haldi; fasisminn leyfir honum að hrópa um leið og hann stendur vörð um eignarhaldið. í beinu framhaldi af því íklæðir hann stjórnmálalífið fagurfræðilegum búningi. Undirokun fjöldans, sem fasisminn kastar til jarðar fyrir foringjanum er hliðstæð því þegar hann nauðgar tækn- inni til aö skapa dýrkunargildi. Öll viðleitni til að íklæða stjórnmálin fagurfræðilegum búningi miðar að sama marki: stríði. Ekkert nema styrj- öld getur sett fram markmið fyrir stærstu fjöldahreyfingar og haldið skipan eignarhalds óbreyttri um leið. Eitthvað líkt þessu horfa málin viö af sjónarhóli stjórnmálanna. Sjónarmið tækninnar kynnu að vera á þessa leið: Aðeins stríð gerir kleift að virkja alla tækni nútímans og viðhalda um leið óbreyttu eignarhaldi. Röksemdir sem þessar eiga vitaskuld ekki upp á pallboröið í stríðslofi fasismans. Samt er þetta lof lærdómsríkt. Marinetti segir í ávarpi sínu um nýlendustríðið í Eþíópíu: „í tuttugu og sjö ár höfum við fútúristar barist gegn því að stimpla stríð Ijótt . . . í samræmi viö það segjum við: . . . Stríð er fagurt vegna þess að með gasgrímum sínum, ógnvekjandi gjallarhornum, eldvörpum og litlum skriðdrekum stað- festir það vald mannsins yfir undirokuðum tækjum. Stríð er fagurt vegna þess að þar er vígður draumurinn um málmgervingu mannslíkamans. Stríð er fagurt vegna Neðanmálsgreinar (Þess ber að geta að mörgum neðanmálsgreinum Benjamins er sleppt í þýðingu og sumar styttar.) 1. Paul Valéry: Piéces sur l'art. Paris (o. J.), bls. 105 (,,La conquéte de l'ubiquité"). (Eftirtektarvert er að þessi orð Valérys lýsa fram á öld sjónvarpsins. aths. þýð ). 2. Saga listaverksins spannar auðvitað yfir meira: saga Monu Lisu felur t.d. í sér tegundir og fjölda þeirra eftirmynda sem gerðar voru eftir henni á 17., og 18. og 19. öld. 3. Aumasta dreifbýlissýning á „Faust" hefur a.m.k. eitt fram yfir Faustkvikmynd, hún keppir við frumsýninguna í Weimar. Það er næsta gagnslaust að leiða hugann að sögulegum tengslum andspænis kvikmyndatjaldinu, eins og maður kynni að gera í leikhúsi — t.d. því að í Mephisto leynist æskuvinur Goethes, Johann Heinrich Merck. 4. Abel Gance: Le temps de l'image est venu, í: L'art cinématographique II. Paris 1927, bls. 94—96. 5. Að færa eitthvað mannlega nær fjöldanum getur þýtt að þjóðfélagslegt hlutverk þess fer forgörðum. Ekkert tryggir að portrettmálari nú á dögum, sem málar frægan skurðlækni við morgunverðarborðið í faðmi fjölskyldunnar, nái betur fram þjóðfélagslegu hlutverki hans en 16. aldar málari, sem málaði lækna sem fulltrúa starfs síns, sbr. Rembrandt í ..Kennslustund í liffærafræði". þess að það auðgar blómum skrýdda velli eldlegum orkídeum vélbyssanna. Stríö er fagurt vegna þess að það sameinar byssuskotið, fallbyssuskothríðina, vopnahléið, ilminn og rotnunarfnykinn í eina hljómkviðu. Stríð er fagurt vegna þess að það fæöir af sér ný form eins og t.d. stóru skriðdrekana, flatarmálsfræði flugsveitanna, lögun reykjarstrókanna frá brennandi þorpum og fleira . . . Skáld og listamenn fútúrismans! . . . Hafið hugfastar þessar kennisetningar um fagurfræði stríösins svo að barátta yðar fyrir nýjum bókmenntum og nýrri myndlist taki mið af þeim“.2223 Þetta ávarp hefur þann kost að það er skýrt, það mætti díalektíski hugsuðurinn taka sér til eftirbreytni. Fagur- fræði þess stríðs sem nú geisar horfir svona við honum: Ef eignarhald tálmar eölilegri nýtingu framleiðsluaflanna þrýstir aukin tækniþróun og orkuiðnaður á um óeðlilega nýtingu, eins og á sér stað í styrjöld. Sú eyðilegging sem fylgir styrjöldum færir sönnur á að þjóðfélagið hefur ekki verið nægilega þroskað til að beita tækninni í sína þágu — að tæknin hefur ekki verið nægilega þróuð til að ráða við frumöfl þjóðfélagsins. Heimsvaldastríð í hroðaleg- ustu myndum sínum markast af því misræmi sem er á milli risavaxinna framleiðsluafla og ófullnægjandi nýt- ingar þeirra í framleiðsluferlinu (þ.e. atvinnuleysi og markaðsskortur). Heimsvaldastríð er uppreisn tækn- innar, sem innheimtir þá reikninga í mannslífum sem samfélagið átti henni ógoldna í náttúrulegu hráefni. ( stað þess aö veita fljótum í áveitukerfi beinir hún fólks- straumi í farvegi skotgrafanna; í stað þess að strá sáð- korni úr flugvélum stráir hún íkveikjusprengjum yfir borgirnar; og í gashernaðinum hefur hún fundið nýja leið til að eyða árunni. „Fiat ars — pereat mundus" (Verði list — eyðist heimur) segir fasisminn og væntir þess, eins og Marinetti viðurkennir, að stríðið sjái fyrir listrænni fróun þeirrar skynjunar sem tæknin hefur breytt. Þetta er augljóslega hástig „L’art pour l’art". Mannkynið, sem hinirólympísku guðir veltu fyrir sér í heimsmynd Hómers er nú orðið sjónarspil sjálfs sín. Sjálfsfirring þess er komin á það stig að þaö nýtur sinnar eigin eyðingar sem fagurfræðilegrar nautnar af bestu tegund. Þannig er komið fyrir þeirri fagurfræði stjórnmálanna sem fasisminn iðkar. Kommúnisminn svarar með því að gera listina pólitíska. 6. Skilgreiningin á árunni, að hún sé „einstæð sýn í fjarska, hversu nálægt það sem horft er á kann að vera" tjáir ekki annað en dýrkungargildi listaverksins með hugtökum sem bundin eru skynjun í tíma og rúmi. Fjarlægð er andstæðan við nálægð. Það sem í eðli sínu er í fjarska er það sem ekki er hægt að nálgast. I raun og veru er það einn höfuðeiginleiki helgimynda að ekki er hægt að nálgast þær. Þær eru eðli sínu samkvæmt „í fjarska hversu nálægt sem þær kunna að vera". Þó svo að unnt sé að nálgast þær efnislega, hróflar það ekki við fjarlægðinni sem ásýnd þeirra býr yfir. 7. Tæknileg fjölföldun kvikmynda er ekki utanaðkomandi skilyrði fyrir útbreiðslu þeirra meðal fjöldans, eins og t. d. þegar um er að ræða bókmenntaverk eða málverk. Útbreiðsla kvik- myndaverka byggist beinlínis á framleiðslutækni þeirra. Fram- leiðslutækni kvikmyndarinnar gerir ekki bara mögulegt að koma henni á framfæri til fjöldans á einfaldan hátt; hún gerir það óhjákvæmilegt. Hún gerir það nauðsynlegt vegna þess að framleiðslukostnaður kvikmyndar er svo mikill að einstaklingur sem t.d. hefði efni á að kaupa sér málverk getur ekki keypt sér kvikmynd. Árið 1927 var reiknað út að það þyrfti níu milljónir áhorfenda til að standa undir kostnaði af meiri háttar kvikmynd. Talkvikmyndin kom fram á sama tíma og fasisminn og nauð- synlegt er að gera sér grein fyrir tengslunum þar á milli. Ástæð- an fyrir því að hvort tveggja kemur fram samtímis er efnahags- kreppan. Sömu erfiðleikar og urðu til þess að viðhalda ríkjandi eignarhaldi með ofbeldi fyrir opnum tjöldum leiddu til þess að SVART Á HVÍTU 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.