Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 62
kvikmyndaauðvaldið, sem sá sér ógn í kreppunni, flýtti þróun
talkvikmyndarinnar. Tilkoma talkvikmyndarinnar varð skamm-
góður vermir. Ekki aðeins af því að talkvikmyndin jók aðsókn að
kvikmyndahúsum heldur líka vegna þess að þá tengdist fjár-
magn frá rafmagnsiðnaðinum kvikmyndaauðmagninu. Þannig
stuðlaði talkvikmyndin að því að gera kvikmyndaframleiðsluna
alþjóölegri.
8. Hliðstæðar hugleiðingar koma fram hjá Brecht á öðru sviði:
,,Ef hugtakið „listaverk" er ekki lengur nothæft þegar listaverkið
breytist í vöru verðum við með varkárni en óttalaust að leggja
það niður, þannig að það standi ekki í vegi fyrir nýju hlutverki
þessa fyrirbæris, sem við áður nefndum „listaverk" Fyrirbærið
verður að ganga í gegnum þetta stig, bakþankalaust. Leiðin er
krókalaus og veldur grundvallarbreytingum á þessu fyrirbæri,
afmáir fortíð þess svo rækilega að ef gamla hugtakið verður
tekið upþ að nýju — og að því mun koma (því ekki það?) —
minnir það ekki hætishót á það hlutverk sem fyrirbærið gegndi
fyrrum". (Bertolt Brecht: Versuche 8—10. Heft 3. Berlín 1931,
bls. 301 — 302; „Der Dreigroschenþrozess".)
9. Abel Gance, 1. c„ bls. 100/101.
10. Cit. Abel Gance, 1. c„ bls. 100.
11. Alexandre Arnoux: Cinéma. Paris 1929, bls. 28.
12. Franz Werfel: Ein Sommernachtstraum. Ein Film von
Shakespeare und Reinhardt. „Neues Wiener Journal", cit Lu,
15 novembre 1935.
13. „Kvikmyndin . . . gefur(eðagæti gefið): nothæfa vitneskju
um mannlegar athafnir í smáatriðum . . . Ekki kemur fram að
tilefnið sé í persónunni sjálfri. Innra líf persónunnar gefur aldrei
aðalorsök atburðanna til kynna og er sjaldan höfuðafleiðing
þeirra". (Brecht, 1. c. bls. 268).
14. Luigi Pirandello: On tourne, cit. Léon Pierre-Quint: Signi-
fication du cinéma, í: L'art cinématographique II, 1. c., bls.
14/15.
15. Rudolf Arnheim: Film als Kunst. Berlin 1932, bls. 176/177.
f þessu sambandi verða ýmsir þeir lærdómar, sem kvikmynda-
leikstjórinn dregur af sviðsstarfi og áður virtust léttvægir,
áhugaverðir. Af þeim toga er tilraun til að láta leikarann leika án
farða, eins og m.a. Dreyer reynir í Jeanne d'Arc. Dreyer var
mánuðum saman að leita að þeim 40 leikurum sem mynda
rannsóknarréttinn. Sú leit hans dró heldur dám af sams konar
leit að ýmsum þeim sviðsmunum sem erfitt er að koma höndum
yfir. Dreyer reyndi af fremsta megni að forðast líkindi í aldri,
vaxtarlagi og andlitsfalli. Ef leikarinn er á þennan hátt orðinn að
sviðsmun má hins vegar benda á að slíkur munur getur farið
með hlutverk í kvikmyndum, og gerir þau raunar oft. I stað þess
að tína til dæmi úr mörgum áttum skulum við einbeita okkur að
einu. Klukka sem er í gangi er alltaf truflandi á leiksviði, hún
getur ekki starfað sem tímamælir á þeim vettvangi. Sólar-
gangurinn rekst ævinlega á sviðstímann, jafnvel þó um sé að
ræða natúralískt verk. Kvikmyndin getur hins vegar hvenær sem
er fært sér klukkuna í nyt sem tímamæli og það sýnir, framar
öðru, að sérhver munur í kvikmynd getur gegnt viðamiklu hlut-
verki. Og héðan er aðeins skreflengd yfir í fullyrðingu
Pudovkins: „leikur leikara, sem tengdur er hlut og byggður
kringum hann, er ætíö eitt áhrifaríkasta bragðið í byggingu
kvikmynda". (W. Pudovkin: Filmregie und Filmmanuskript.
(Bucher und Praxis, Bd. 5) Berlin 1928 bls. 126). Kvikmyndin er
fyrsta listformið sem sýnir hvernig efnið spilar með manninn. Af
þeim sökum er hún afbragðs tæki til efnislegrar tjáningar.
16. (I neðanmálsgrein dregur Benjamin upp samlíkingu með
breyttri stöðu listaverka og breyttri stöðu stjórnmálafulltrúa
vegna tæknilegrar fjölföldunar. Stjórnmálamaðurinn „leikur"
nú ekki aðeins fyrir þingið, hann getur fært sér nýja möguleika í
nyt og náð til fjöldans. Þannig er nú ekki aðeins leikhúsið yfir-
gefið heldur líka þingið.)
17. „Psychoþathologie des Alltagslebens" eftir Sigmund
Freud kom út árið 1904. (aths. þýð.).
18. Rudolf Arnheim, 1c„ bls. 138.
19. Georges Duhamel: Scénes de la vie future. 2® éd„ Paris
1930, bls. 52.
20. Kvikmyndin veitir innsýn í kúbisma og fútúrisma ekki síöur
en dadaisma. Báðar virðast þessar stefnur vera óburðug við-
leitni listarinnar til að rannsaka veruleikann á sama hátt og
tækjabúnaðurinn gerði síðar kleift. Þær nýttu þó ekki tækja-
kostinn til listrænnar framsetningar á veruleikanum einsog
kvikmyndin. Fremur var stefnt að einhvers konar samhliða
framsetningu veruleika og tækja. Kúbistarnir höfðu hugboð um
að tækjabúnaðurinn yrði fyrst og fremst byggður á sjónskynjun;
fútúristarnir höfðu hugboð um þau áhrif tækjanna sem nú er ráð
fram með hröðum skiptum myndskeiða.
21. Duhamel 1 c„ bls. 58.
22. cit. La Stampa Torino.
23. (Vofa Marinettis gengur enn laus: John Steinbeck lýsir
hernaðarleiðangri í amerískri sprengjuþotu á dögum Vietnam-
stríðsins á þennan hátt: „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur frá
þessum flugmönnum. Þeir gera mig sjúkan af öfund. Þeir
stjórna farartækjum sínum á sama hátt og maður hefur stjórn á
glæsilegum, vel þjálfuðum veðhlaupahesti. . . Ég horfi á hendur
þeirra og fætur á stjórntækjunum, þessi fíngerða samhæfing
minnir á öruggar en þó hæglátar hendur Casals á sellóinu. . . .
Hendur þeirra eru vissulega hendur hljómlistarmanns og þeir
leika á stjórntæki sín eins og hljóðfæri og þeir dansa á þeim eins
og ballerínur." Tilvitnun úr Birtingi 1. hefti 1967, en þýðingin
birtist upphaflega í Mbl. 12. 1 1967 — aths. þýð.)
Nafnaskrá
Arnheim, Rudolf:
Arnoux, Alexandre:
Arp, Hans:
Atget, Éugéne:
Derain, André:
Duhamel, Georges:
Gance, Abel:
Ivens, Joris:
f. 1904. Þýsk-fæddur ameríkani, upp-
eldis-, sálar- og listfræðingur.
f. 1884. Franskur skáldsagnahöfundur,
essayisti og leikritaskáld.
f. 1887. Þýskur myndhöggvari, málari og
Ijóðskáld.
1856— 1927. Franskur Ijósmyndari.
1880—1954. Franskur síð-impressí-
onískur málari.
f. 1884 Franskur skáldsagnahöfundur,
gagnrýnandi og leikritaskáld.
f. 1889. Franskur leikari, kvikmyndaleik-
stjóri og rithöfundur.
f. 1898. Hollenskur kvikmyndaleikstjóri.
Mallarmé, Stéphane:
Marinetti, Emilo:
Pirandello, Luigi:
Reinhardt, Max:
Riegel, Alois:
Séverin-Mars:
Stramm, August:
Valéry, Paul:
Vertoff, Dziga:
Werfel, Franz:
Wickhoff, Franz:
1842— 1898. Franskur symbólisti.
1876—1944. Höfuðpaur fútúrismans á
Italíu.
1867—1936. (talskur skáldsagna- og
leikritahöfundur.
1873— 1943. Austurrískur leikhúsmaður.
1858— 1905. Austurrískur listfræðingur.
1873— 1921. Franskur leikari, rithöf-
undur og kvikmyndastjóri.
1874— 1915. Þýskur expressionisti,
Ijóðskáld og leikritahöfundur.
1871 — 1945. Franskt skáld, gagnrýnandi
og essayisti.
Einn af frumkvöðlum rússneskrar kvik-
myndagerðar.
1890— 1945. Austurrískt skáld og rithöf-
undur.
1853— 1909. Austurrískur listfræðingur.
60
SVART Á HVÍTU