Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 3

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 3
Svart áhvitu 1. tbl. 4. árg. 1980 Útgefandi: Gallerí Suðurgata 7 101 Reykjavík Auglýsingasími: 29293 Áskriftarsími: 15442 Að útgáfu þessa heftis unnu: Árni Óskarsson, Björn Jónasson, Friðrik Þór Friðriksson, Sigfús Bjartmarsson, Sigrún Árnadóttir, Völundur Óskarsson, Þórleifur V. Friðriksson og örn Jónsson. Ábyrgðarmaður: ÞórleifurV. Friðriksson Hönnun og frágangur: ÞórleifurV. Friðriksson Árni Óskarsson Ljóssetning: Prentsmiöjan Oddi hf. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Filmuvinna: Korpus hf. Bókband: Sveinabókbandið Hugmynd að forsíðu: Þórleifur V. Friðriksson Allar greinar eru blrtar á ábyrgð höfunda Eftlrprentun bönnuð nema með leyfl útgefanda Efnisyfirlit André Gorz: Gullöld atvinnuleysisins ........................ 2 Sigfús Bjartmarsson við saman (Ijóð) ................................. 8 Völundur Óskarsson: Rokk í andstöðu .................................. 9 Einar Kárason: Þrjú Ijóð ........................................14 Friðrik Þ. Friðriksson, Steingrímur E. Kristmundsson: Viðtal við Dick Higgins ..........................17 Einar Már Guðmundsson: flassbakk um framtíðina (Ijóð) ...................24 Árni Óskarsson, JóhannaV. Þórhallsdóttir: Viðtal við Brötzmann .............................26 Anton Helgi Jónsson: Dettifoss (Ijóð) .................................29 Halldór Guðmundsson: Glíma Lofts við Gússa ............................30 Leiðari í þessu tölublaói af Svart á hvítu birtist grein eftir Austurríkismanninn André Gorz. Gorz er eins konar ,,fjölfræðingur“, búsettur í Frakk- landi. Frá síðari heimsstyrjöld hefur hann fjall- að á gagnmerkan hátt um ólíklegustu málefni. Greinin sem hér birtist fjallar um mögulegar afleiðingar tækniþróunarinnar á komandi ára- tug. Vera má aó einhvern undri. Er þetta ekki menningartímarit? Hvað kemur ,tækni‘ listum vió? Það var aldrei ætlunin aö Svart á hvítu yrði listatímarit í þröngum skilningi þess orös. Það ætti að vera þeim Ijóst sem kynnt hafa sér efni fyrri tölublaða. ,,Listatímarit“ í okkar augum á ekki bara að fjalla um Jistamanninn og listina" heldur öllu fremur um skapandi starf. Ritstjórn tímaritsins lítur á tillegg Gorz sem beint framhald af greinum þeirra Benjamins og Enzensbergers. Listsköpun á sér ekki stað í tómarúmi og menningin er órjúfanlega tengd samfélagsþróuninni almennt. Þaó er þetta samband listar og samfélags sem er kjörsvið þessa tímarits. Þó með þeim fyrirvara að tengslin þar á milli séu ekki smækkuð niður í fagfélagslegt vandamál. Það má vissulega færa aö því gild rök að listamaðurinn og menningarvitinn séu vanmetnir af ,hinu opinbera1 og vanmatið birtist sem eilíf sjóð- þurrð þegar listamenn knýja dyra. Einnig má, með tilvísun til beinharðra staðreynda, halda því fram að listfræðsla sé of lítil í mennta- stofnunum landsins. En slíkt fagfélagsrex á heima í kjöllurum dagblaðanna. Markmiðió með útgáfu tímaritsins er að fjalla um vandann ívíðara samhengi. í formálanum aó grein Gorz er því haldið fram að prentiðn sem sérstök ióngrein heyri sögunni til. Má þá í beinu fram- haldi af því spyrja: hver er staóa Jistamanns- ins“, eða réttara sagt, hlutverk skapandi starfs? Gorz leitar svara við þeirri spurningu. Þó svar hans sé allrar athygli vert þá er það aðeins eitt af mörgum mögulegum. Aftur á móti er engum vafa bundið að þær breytingar sem Gorz fjallar um eiga í náinni framtíó eftir að kollvarpa ýmsum fyrri viðhorfum til ,Iífs og lands1. Það er kominn tími til að breytingarnar verði teknar til alvarlegrar umfjöllunar og það er von okkar að þessi grein stuðli að því. LANOn ■■■■■' N 3 ) 3 7 6 7 * lí: i AND íi

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.